. - Hausmynd

.

höfuð, herðar, hné og tær

ég fór til gigtarlæknisins í dag. Fannst skyndilega að mér væri alveg batnað þegar ég sá dokksann Skömmustulegur. Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara til læknis Gráta. En ég þuldi upp vandamálin hratt og örugglega og var á ráslínunni út aftur. Ég er enn að drepast í hálsinum eftir að ég fékk boltann í höfuðið snemma á þessu ári svo hann fór að pikka og pota og ýtti á eitthvað með þeim afleiðingum að ég var næstum búin að sparka milli fóta á manninum Ullandi Þetta var allavega ekki gott. svo togaði hann e-ð í tærnar og ýtti á axlirnar og bankaði í hnéin Hissa (hann passaði sig á að hafa fæturnar mínar ekki á milli sinna fóta Ullandi) Svo sagði hann undur rólega að hann vildi fá röntgen af hálsinum og herðunum. Skrifaði upp á e-rjar pillur og sagði mér að tala við sig eftir 2 vikur. Ég álpast fram, enn skjálfhent yfir því að hafa farið til læknis á annað borð og ætlaði að afgreiða þessa myndatöku hratt og örugglega, nei....þá voru græjurnar BILAÐAR....Það er allt eins Gráta ég kemst ekki aftur fyrr en á miðvikudag svo ég verð að gera mér ferð þá aftur í Mjóddina.

Þegar ég leit á dagatalið þá á ég að það er miðvikudagur og það er líklega einn sá annamesti dagur á þessu ári! ég byrja

kl 9 um morgunin í plokkun og litun

10-12 skóli

12-14 próf í stærðfræði

14 röntgen

15 Viktoría til tannsa

15:30 Sandra Dís til tannsa

16 Hólmfríður Sunna til tannsa

16:30 ÉG til tannsa

18 fundur út í skóla

20 fundur út í leikskóla

20 fundur út í Bjarkarhúsi v/fimleikanna hjá VR

20 blakæfing

og svo á Viktoría afmæli daginn eftir Skömmustulegur Ef þú heldur að ég hafi ekkert að gera, þá er það hinn mesti misskilningu Öskrandi

ætla að leggja höfuðið í bleyti hvernig ég á að klára þennan dag án þess að fara yfirum! Óákveðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Helga mín.
Fresta tannsa og sleppa blakinu.
Þetta er bara of mikið á einum degi. Eða þá að Stefán taki fundina.
knús og koss, anney

Anney (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 17:02

2 Smámynd: Helga Linnet

takk Anney. Þetta gekk allt voða vel fyrir sig. Spurning um að halda rónni =o)

Helga Linnet, 5.10.2006 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband