2.10.2006 | 17:04
höfuð, herðar, hné og tær
ég fór til gigtarlæknisins í dag. Fannst skyndilega að mér væri alveg batnað þegar ég sá dokksann . Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara til læknis . En ég þuldi upp vandamálin hratt og örugglega og var á ráslínunni út aftur. Ég er enn að drepast í hálsinum eftir að ég fékk boltann í höfuðið snemma á þessu ári svo hann fór að pikka og pota og ýtti á eitthvað með þeim afleiðingum að ég var næstum búin að sparka milli fóta á manninum Þetta var allavega ekki gott. svo togaði hann e-ð í tærnar og ýtti á axlirnar og bankaði í hnéin (hann passaði sig á að hafa fæturnar mínar ekki á milli sinna fóta ) Svo sagði hann undur rólega að hann vildi fá röntgen af hálsinum og herðunum. Skrifaði upp á e-rjar pillur og sagði mér að tala við sig eftir 2 vikur. Ég álpast fram, enn skjálfhent yfir því að hafa farið til læknis á annað borð og ætlaði að afgreiða þessa myndatöku hratt og örugglega, nei....þá voru græjurnar BILAÐAR....Það er allt eins ég kemst ekki aftur fyrr en á miðvikudag svo ég verð að gera mér ferð þá aftur í Mjóddina.
Þegar ég leit á dagatalið þá á ég að það er miðvikudagur og það er líklega einn sá annamesti dagur á þessu ári! ég byrja
kl 9 um morgunin í plokkun og litun
10-12 skóli
12-14 próf í stærðfræði
14 röntgen
15 Viktoría til tannsa
15:30 Sandra Dís til tannsa
16 Hólmfríður Sunna til tannsa
16:30 ÉG til tannsa
18 fundur út í skóla
20 fundur út í leikskóla
20 fundur út í Bjarkarhúsi v/fimleikanna hjá VR
20 blakæfing
og svo á Viktoría afmæli daginn eftir Ef þú heldur að ég hafi ekkert að gera, þá er það hinn mesti misskilningu
ætla að leggja höfuðið í bleyti hvernig ég á að klára þennan dag án þess að fara yfirum!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
hæ Helga mín.
Fresta tannsa og sleppa blakinu.
Þetta er bara of mikið á einum degi. Eða þá að Stefán taki fundina.
knús og koss, anney
Anney (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 17:02
takk Anney. Þetta gekk allt voða vel fyrir sig. Spurning um að halda rónni =o)
Helga Linnet, 5.10.2006 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.