. - Hausmynd

.

Allt á floti!

Það gengur ýmislegt á hjá stórfjölskyldunni!!!

Fór beint eftir vinnu að sækja litla dýrið og kerruna til að geta sótt skenkinn fína. Sunna var ekki á því að fara með, vildi vera heima að leika í snjónum (skiljanlega) en ég sagði við hana að ég yrði að koma við í dýrabúðinni og kaupa sand í nýja fiskabúrið. Hún samþykkti að koma með, með þeim skilyrðum að hún fengi að velja einn fisk! Shocking Ég neyddist til að samþykkja það svo með það lögðum við af stað á jeppanum með kerruna aftan á.

Í Dýraríkið skunduðum við og hittum það á frábæran strák sem afgreiddi okkur um allt sem við þurftum og fengum ráðleggingar um eitt og annað. Tíminn flaug hratt svo ég varð að flýta mér því ég ætlaði að hitta Stefán fyrir utan vörulager Tekk Companys í Holtagörðum til að sækja skenkinn.

Var á mínútunni sex fyrir utan vörulagerinn og skelltum þessu á kerruna sem by the way Stefán þurfti að byrja á því að moka því ég hafði ekki "rænu" á að tæma hana sjálf af snjónum áður en við lögðum af stað Whistling

Þegar heim var komið, var ekkert um annað að velja en að bretta upp ermar og bera skenkinn inn með Stefáni. Greip undir kassann en eitthvað beitti ég mér vitlaust svo ég fékk hrikalega sinaskeiðabólgu í höndina (eða tognaði illa í úlnliðnum) svo ég var gráti næst af sársauka en beit á jaxlinn og gafst ekki upp.

Þegar búið var að forfæra sjónvarpið og allar hinar græjurnar yfir á nýja skenkinn og færa þann "gamla" sem átti að bera alla 165 lítrana (fyrir utan búr og sand sem gæti vegið um 30 kíló), fór ég að vinna í því að þrífa nýju steinana til að gera stóra búrið klárt. Eftir nokkra klukkutíma bras, var komið að því að setja vatnið í búrið og undirbúa fiskana fyrir ný og stærri heimkynni. Allt gekk að óskum svo nýju fiskarnir tveir (Sandra Dís fékk að velja einn og Sunna einn) máttu fara í heimsókn til hinna.

Fljótlega sá ég að stærsti fiskurinn okkar hann Gulli, byrjaði að vera vondur við þessa nýju og þá sérstaklega Fíónu (Sunnu fisk) en Silfri (SD fiskur) lét sig hverfa á bakvið dæluna og lét ekki á sér kræla frekar. Gulli gerði ekki annað en að reyna að bíta í sporðinn á honum, synda utan í hann og lagði hann í bókstaflegri merkingu í EINELTI Woundering Ákvað að láta þá eiga sig, lítið annað hægt að gera svo ég gaf þeim bara aðeins að borða.

Hentist svo yfir til mömmu með hitt búrið til að aðstoða hana við uppsetninguna á því og koma því búri í gang.

Þegar ég kem heim, rétt um miðnætur bil, skoðaði ég aftur fiskana vel og vandlega til að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki fengið of mikið sjokk við þessi nýju heimkynni. Slekk á búrinu og fer að sofa.Sleeping

Í morgun þegar ég vakna, ákvað ég að leyfa Sunnu að skoða nýju fiskana og búrið (hún var farin að sofa áður en ég náði að klára í gær) og ætlaði að kveikja ljósið í búrinu. Þegar ég kem nær finn ég hvar skvampaði í inniskónum! Ég kveiki frekar ljós og sé þá mér til mikillar skelfingar að fiskabúrið hafði LEKIÐ og allt á FLOTI!!!!!!!!! Það fyrsta sem ég hugsaði var "fjandans fiskarnir" en skenkurinn minn er líklega ÓNÝTUR W00t Reif allar skúffurnar út til að þurrka það sem ég gæti þurrkað en gólfið var það blautt að bara það skemmir fæturna á skenknum. Ég sá allt í einu fyrir mér að 170.000 kr skenkurinn öðlaðist vængi á haugana Crying Það hvarflaði ALDREI að mér að þetta búr myndi leka svona svakalega. Ég leitaði eftir skýringu og þreifaði á öllu búrinu til að leita eftir hvar það lekur en fann það hvergi. Tappaði 10 lítrum af því til að byrja með, reyndi að þerra allt sem ég gat og krossaði fingur og fór í vinnu. Nú kemur það í ljós þegar ég kem heim á eftir hvernig útkoman er. Sé það alveg fyrir mér að þurfa að tappa af öllu búrinu aftur til að reyna að þurrka stofuna.... Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

O my god, ég fæ bara stress kast og hraðan hjartslátt af að lesa um ófarir þínar.... og allar framkvæmdirnar. Nú hlýtur að styttast í bótaskyldu hjá vinkonu þinni  

Lilja G. Bolladóttir, 19.1.2008 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband