19.1.2008 | 11:10
Fiskur á þurru landi
Það er búið að koma í veg fyrir lekann....sem betur fer. Það hafði verið eitthvað slappt kíttið í búrinu efst svo það lak þar meðfram. Ég náði að þerra skenkinn að mestu en enn vantar uppá að skúffurnar passi almennilega í ennþá, þær bólgnuðu vel út sumar hverjar. Það gæti átt eftir að ganga til baka. Búrið sæmir sér bara vel í stofunni. Ekki of stórt, bara passlegt. Tók eina mynd til að sýna DA
Sjaldan er ein báran stök samt sem áður. Ég ætlaði aldeilis að fara að vinna í myndum fyrir DA en það vildi ekki betur til en að fartölvan mín hrundi . Veit ekki hvað það getur kostað að láta laga hana en þangað til verður maður eins og fiskur á þurru landi....algjörlega handalaus.
Það hlýtur að fara að hægja á þessum ósköpum. Spurning um smá "Secret" á þetta!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Núna skil ég af hverju þú villt hafa fiskabúrið í stofunni... þetta er glæsilegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 11:37
Gasa gæjalegt :) en verra með tölvuna !
DA (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.