. - Hausmynd

.

Helga hin heppna..................NOT!

Lukkan virðist elta mig á röndum þessa dagana.....eða þannig. Vildi samt að ég ynni lottó vinning W00t

Fartölvan mín bilaði og virtist sem skjárinn hefði andast á honum. Það er mjög óvenjulegt fyrir Toshiba en er þekkt fyrirbæri á nokkrum öðrum merkjum (leyfum þessu að njóta vafans) Tounge.

Ég ákvað að leita nótuna uppi af tölvunni því ég man að ég keypti sennilega dýrustu tölvuna á sínum tíma því hún var með svo langri ábyrgð. Vissi að mér veitti ekki af því þar sem ég er svo ótrúlega seinheppin þegar kemur að kaupum hjá mér á rafmagnsvörum.

Ég fann nótuna og sá ég mér til mikillar hamingju að hún var enn í ábyrgð......eða það taldi ég... Hún rann úr ábyrgð 18.janúar 2008......og á föstudaginn var 18. janúar 2008 W00tW00tW00tW00tW00t. Nú til að toppa það, þá var klukkan átta um kvöld svo það var búið að loka verkstæðinu.....og ekki bara það, þá er tölvan keypt í Tæknival og þeir eru löngu farnir á hausinn og BT teknir við og ekki svo víst að þeir taki við ábyrgðinni! Gasp

Ég hringi svo í morgun í verkstæðið til að kanna stöðuna og þar sögðu þeir mér að þeir tækju bara VERKSMIÐJUÁBYRGÐINA en ekki Tæknivals ábyrgðina....sem þýðir að tölvan rann úr ábyrgð á föstudaginn en hún er að sjálfsögðu framleidd einhverjum vikum/mánuðum áður en ég kaupi hana svo hún er dottin úr verksmiðjuábyrgð! Ég vildi þá vita hvað kostar að gera við skjáinn....og svarið var einfalt.....

60-80 þúsund W00tW00tW00tW00t

Hann benti mér á að ég gæti reynt að fara í mál við þrotabúið.....yeah right! GetLost

Ætla ekki að láta gera við hana fyrir þennan pening.....GetLost

Ljóst er, að ég þarf að vinna meira...og meira...og meira....tja...eða reyna að fá kauphækkun!!! (ásamt því að vinna meira) því ég þarf á annarri tölvu að halda.....hver getur verið tölvulaus í dag???? ég bara spyr Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband