23.1.2008 | 11:47
Sunnudagur til sælu
Á sunnudaginn ákváðum við að skella okkur í smá ljósmyndajeppaleiðangur. Ég vopnuð myndavélinni minni og Stefán á sínum fjalla bíl. Sandra Dís var að fara á tónleika en það var svo gott veður að við fórum á flakk.
Æddum í Bláa lónið til að taka myndir og þurfti ég að skrifa undir samning þess eðlis að ég selji ekki þessar myndir frá mér. Þeir eiga kaupréttinn. Ekkert mál enda bara til gamans gert.
Skunduðum svo í Bláfjöll til að leyfa þessari yngstu að renna sér á sleða. Þegar við komum að Bláfjöllum, sáum við bílaflota sem náði yfir marga kílómetra svo við snérum við og lékum okkur í jaðrinum. Stelpurnar skemmtu sér ágætlega, Stefán skemmti sér við jeppaleiðangurinn og ég skemmti mér við að taka myndir...og allir hamingjusamir
Ég setti inn fullt af myndum inn í albúmið.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Rosalega flottar myndir, gaman að skoða þær.
Jóna Þóra (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:39
Flottar myndir hjá þér elsku frænka,ástarkveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.1.2008 kl. 17:03
Meiriháttar myndir.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.