. - Hausmynd

.

Leitin mikla

Senn líður að fermingu hjá mið-prinsessunni. Stóri dagurinn er 16.mars 2008. Boðskortin eru reddy, þarf bara að prenta þau út og senda...í tölvuleysinu sem hefur hrjáð þessa fjölskyldu undan farna daga Shocking (held að ég hafi farið verst út úr því...allavega var ég mest háð fartölvunni minni Tounge) Það stendur allt til bóta, búin að finna mér vél sem ég ætla að versla að utan. 

Ég vildi fá Dísina mína til þess að koma með mér í bæinn að kaupa fermingaföt á sig. Hún vildi ekki koma, sagðist eiga föt sem hún vildi vera í. Ég hváði yfir þessu og spurði hvaða föt það væri, ætlaði sko ekki að láta hana komast upp með að vera í gallabuxum Pinch Hún segir voða rólega að hún vilji vera í kjólnum sem hún var í á brúðkaupinu okkar í haust. Ég vildi endilega að hún kæmi með mér í bæinn til þess að velja önnur föt en hún var alveg ákveðin í því að í bæinn færi hún ekki til þess að fá önnur föt...í kjólnum ætlaði hún að vera. Ég vildi þá stytta kjólinn en það var ekki tekið í mál...svona á kjóllinn að vera og við það ætlaði hún að standa.

Ég náði að lokka hana með mér á þeim forsendum að það þyrfti að kaupa jakka og létta peysu á hana sem hún gæti sveipað yfir sig yfir kjólinn. Fórum á nokkra staði en enduðum á að kaupa rosa flottan jakka og létta kasrmír peysu í Benetton. Reyndi að ota að henni flottum fötum en ef ég vogaði mér það fór hún í baklás...þver neitaði að skoða frekar.

Ég verð að leyfa henni að ráða þessu sjálf. Ef hún vill þetta endilega þá verður það bara að vera svo. Nú þarf ég bara að ná í hárgreiðslumeistarann og athuga hvort hún sé ekki tiltæk í hárgreiðslu daginn stóra Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ákveðin dóttir hér á ferðég var með fermingu í fyrra og allt gekk að óskum,og við verðum með aðra fermingu á næsta ári og erum við farinn að spá og spekúlera,hvernig hún eigi að vera,þetta er bara virkilega skemmtilegur tími að mér finnst.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Helga mín áttu eitthvað bágt??? Nei, ég bara spyr. Ég sagði einmitt við hana á þínum stóra degi; þú þarft ekki einu sinni að hugsa um fermingarföt, þú ert bara klár í slaginn. Stúlkan er náttúrlega stórglæsileg í kjólnum og vertu þakklát fyrir að hún er sátt og ánægð og veit hvernig hún vill vera. Og hættu nú. Kveðja með von um að ykkur gangi vel í undirbúningnum. Ef ég man rétt ákvað ég daginn með 3ja vikna fyrirvara og það var bara mikið meira en nóg. Þetta er eins og afmælisveisla í stærri kantinum, annað er það ekki. Og á bara að vera fallegur dagur í minningunni. Kveðja Mjöllin

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 31.1.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband