5.10.2006 | 08:57
Líf, ljómi þinn er skínandi tær
Já, ég er á lífi. Dagurinn í gær gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég ákvað að fara á fundinn í fimleikunum þar sem ég taldi það mikilvægara en að fara í leikskólann eða skólann maður þarf að velja á milli, ðats for sjor!
stóra prinsessan mín á svo afmæli í dag. Hún er búin að setja upp lista hvað hana langar í afmælisgjöf, það er sem hér segir:
Vespu
mótorhjól
hjálm með vespunni
vespupróf
vespu.....
vespu.....
vespu.... og
VESPU.....
semsagt maður hefur úr rosa miklu að moða
þar sem ég er svo VOND mamma, þá ætla ég EKKI að gefa henni 200.000 vespu og er meira að segja mein-illa við að hún fái sér vespu á annað borð (hún segist vera að safna sér sjálf fyrir henni, það er annar höfuðverkur). Nú veit ég ekki hvað ég á að gefa henni Svo ekki nóg með það, þá er hún veik (unglingaveikin) og þver tekur fyrir að halda upp á afmælið sitt . Stefán er alveg harður á því að það liggur e-ð á bakvið . Hann fékk hana á það að bjóða ömmu sinni og afa. Hún vill ekki neinar kökur, vildi bara súkkulaðitertuna hennar Addúar . Ég verð að standa mig í stykkinu og baka þessa frönsku súkkulaðiköku og kaupa ís með henni. Svo var ég búin að lofa Söndru Dís að baka sér köku handa henni og verð að standa við það líka .
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
eitthvað finnst mér eins og ég hafi þekkt einhvern spes sem átti vespu í gamla daga...??? eða er ég eitthvað að rugla Helga mín? Hristu upp í minninu mínu?
Birdie
Birdie (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 16:52
ussss.....ekki svona hátt Birdie mín. Þetta er ekki til umræðu það sem var í "gamladaga". Það er löngu liðið og á ekki að taka upp hér ;-)
Helga Linnet, 6.10.2006 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.