2.2.2008 | 13:42
tvíburar vs. þríburar!
Ég sótti skottuna mína á leikskólann um daginn og þá var hún að ræða um þríburana sem eru á deildinni á móti. Gengið inn um sama inngang en inn um sitthvora deildarhurðina. Henni fannst þetta rosalegt að eiga ÞRÍBURA og spurði mig hvernig í ósköpunum er hægt að eignast svona mörg börn í einu
Ég var náttúrulega bara skynsöm móðir og ræddi þetta aðeins við hana að þetta gæti bara gerst og þá sagði hún spekingslega:
mamma, ég ætla EKKI að eingast þríbura sko...ég ætla BARA að eignast TVÍBURA
Þetta fannst mér náttúrulega drep fyndið en ákvað að leyfa henni að eiga það fyrir sig.
Í gær fór ég með hana í íþróttaskólann og strax á eftir upp á höfða að brasa. Komum heim um kl 21:30 og þá sáum við rosalega mikið af norðurljósum. Ég fór með hana út til að sýna henni norðurljósin og hún vildi að sjálfsögðu vita hvernig þetta fyrirbæri væri búið til. Ég reyndi að útskýra það fyrir henni svo hún skildi en hún fann samt betri lausn á þessu óskiljanlegu "bulli" í mér um rafmagnið að hún sagði að þetta væru sko bara englarnir á himninum sem stæðu að þessari ljósadýrð.
Mér var skipað inn til að ná í myndavélina svo hægt væri að mynda þetta fyrirbæri sem englarnir hefðu gert svo lista vel.
Nú bíður hún spennt fram á kvöld til að sjá hvernig norðurljósin dansa í kvöld Tek kannski fleiri myndir og skelli inn á bloggið.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:56
Þegar ég var á Íslandi í nóvember með syni mínum þá sá hann norðurljós í fyrsta skiptið... frábært.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 18:34
Ég skil litlu frænku mína bara ósköp vel! Ég myndi sko frekar vilja eignast fimm pör af tvíburum til viðbótar við mín eigin í stað þess að eignast eina þríbura. Tvíburar eru alveg vel duable fyrir tvo einstaklinga, hver um sig getur haft eitt barn, maður er með tvær hendur og getur haldið á þeim báðum í einu og svo er maður líka með 2 brjóst þ.a. þau geta verið samtímis á brjósti.
Eyrún Linnet, 3.2.2008 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.