. - Hausmynd

.

frammúrakstur og yfirkeyrsla

Aldrei getur maður hagað sér þannig að maður fari ekki á hvolf!

Er búin að vera úber dúber dugleg upp á síðkastið en það er eins og tíminn vinni á móti mér því mér finnst tíminn renna svo hratt að ég næ stundum ekki andanum.

Hef verið að fara í ræktina, sem er jú ágætt, svo lengi sem ég REYNI að taka ekki of þungt á öxlina (sem er mjög erfitt) en til að toppa þetta, þá hef ég verið í ham heima og verið að taka alla skápana í gegn. Eldhúsið er langt komið, stofuskáparnir eru búnir og eftir stendur heill ruslahaugur af dóti sem þarf að fara á haugana. Ótrúlegt hvað maður getur sankað að sér af drasli.

Upp á stól, undir borði, inn í skáp, á fjórum fótum vopnuð tusku og hreinsiefnum hef ég verið undan farna daga að taka til og þrífa. Þetta tekur allt sinn toll. Annarsvegar hefur mataræðið farið út um gluggann og svo "týndi" ég skrokknum einhverstaðar líka!! spurning hvort ég hafi gleymt honum inn í uppþvottavélinni eða skilið hann eftir í Sporthúsinu....spurning. Allavega þá hefur þetta brjálæði í mér dregið mig aðeins niður aftur. Vona að ég nái mér á strik um helgina....ef ég held það út að láta skápana og skúffurnar í friðið GetLost

Allt í einu uppgötvaði ég að ég er að fara að ferma eftir MÁNUÐ W00t Boðskortin eru klár, þarf bara að klippa þau til og senda út. Ætla að hafa veisluna heima því þetta eru ekki svo margir sem við bjóðum en eigi að síður er það hrikalegt að vera ekki búin að senda út kortinFrown.

Í mínu skipulags kaosi hentist ég í að gera allt í einu og finn að ég hef ekki tíma til að gera neitt sem stressar mann enn frekar. Spurning um að leggjast í kör og bíða þar til allt er yfir staðið Woundering...ni...ekki í boði víst! Hafði það af meira að segja að skrá mig í skóla sem byrjar í apríl og stendur fram á sumar, bara svona til að auka fjölbreytnina við allt kaosið í kringum mig Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 259725

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

229 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband