. - Hausmynd

.

óforskammað tilboð

Ég held að ég hafi sjaldan orðið jafn reið og móðguð og nú í dag. Þannig er mál með vexti að við ætlum að selja Yarisinn okkar og fá annan og örlítið stærri bíl. Ég sendi myndir af bílnum á bílasölu og bið um að hann fari á söluskrá og þeir meti verð á svona drossíum sem þessum. Matið kom frá þeim strax og er hann metinn á 1.250.000 sem er held ég mjög eðlilegt verð á bílnum. Ég skoðaði aðra bíla, samskonar og voru þeir allir á þessu sama róli +-50.000, fór eftir akstri og fleiru.

Eins og svo mjög margir, þá eru bílalán á drossíunni og stendur það í ca 950.000 svo ég setti inn að viðkomandi þyrfti bara að borga 300.000kr út og taka við láninu sem eru liðlega 20.000 á mánuði.

Ég ákvað að setja þessa sömu auglýsingu á www.barnaland.is og í orðsins fyllstu merkingu kóperaði textann hjá bílasölunni og setti inn á auglýsinguna á þessu barnalandi.

Ég fæ svo "gylliboð" frá einum notenda barnalandsins og er þetta tilboð svo hljóðandi:

Skv BGS er raunverð þessa bíls 1.070.000.-

Býð yfirtöku og 20þ á milli.

W00t

Ég hélt ég myndi missa mig og ákvað að svara fyrir mig þarna:

það má vera að BGS sé með annað mat á bílnum en það er nú bara þannig að þeir eru ekki í taktinum á því hvað er sett á þessa bíla.

Við erum með þennan bíl skráðan á bílasölu og þar settu þeir þetta verð sjálfir á. Eins ef þú skoðar bara þennan bílamarkað og þá sér í lagi þessa tegund sem ég er að selja, þá sérðu það svart á hvítu að verðið á þessum bílum er svona hátt.

Skoðum annað dæmi.

LANDCRUISER 100
200565 þ.km6.950 þ.  
Bíla- og vélasala Borgarnesi
Fjöldi mynda: 1 Ökutæki er á staðnum

mat BGS


Toyota - Land Cruiser 100 - VX Turbo - 4200 - 5.dyra - Dísel - Sjálfskiptur

5.951.000 krónur

Hvað varð um þessa millu?? Ætlar þú að reyna að þrúkka um verð við viðkomandi þar sem þetta BGS segir annað raunverð????

og eins og BGS segir: "Athugið að þetta er einungis til viðmiðunar, einstakar bifreiðir geta verið metnar hærra eða lægra eftir ástandi og aukabúnaði."

Mér liggur ekki á að losna við bílinn. Ég get allt eins hirt lánin af honum sjálf og selt hann beint. En Flestir vilja fá lánin með því ekki eru margir sem liggja með aur á lager.

Ef þú skoðar betur www.bilasolur.is og slærð inn þennan leitarstreng, færðu út þessa bíla

  Niðurstöður leitar - Smelltu hér til að leita í söluskráVerð eru breytileg eftir útbúnaði ökutækja, fyrsta skráningardegi, aldri skráningar o.fl.
Smelltu á framleiðanda ökutækis til að skoða nánari upplýsingar.

 FramleiðandiGerðÁrgerðEkinnVerð Áhvílandi Tengiliður

 

YARIS SOL
200535 þ.km1.150  
Bílasala Íslands
  
YARIS SOL
200534 þ.km1.150  
Bílasala Suðurlands
YARIS SOL
200539 þ.km1.250638 þ. 
Bílasala Reykjavíkur
 
YARIS SOL
200537 þ.km1.190  
Ingvar Helgason Akureyri
 
YARIS SOL
200538 þ.km1.250950 þ. 
bíll.is

 

 

Með öðrum orðum. Nei takk. Ég vil fá meira á milli en 20 þúsund. Við skulum tala saman ef þú bætir eins og einu núlli til viðbótar fyrir aftan 20 þúsund 

--------------------------------------------------------------------

ég er kannski rosalega tannhvöss þarna...en hvað með það?! Meira að segja þá fáum við hærra verð fyrir bílinn með því að setja hann uppí nýjan hjá öðru umboði en Toyota en þessi einstaklingur vill borga nú þegar miðað við BGS (og meira að segja 100.000 undir)

Hvað með þegar fasteignamat á íbúð er x millur...og ásett verð er xx millum fyrir ofan fasteignamatið....hvað þá?? Svona er þetta bara. Eitt er viðmiðunarverðið og hitt er ásett verð og svo er það viðkomandi kaupandi sem ræður hvað hann er sáttur við að borga.

já, ég veit...ég ER pirruð yfir þessu.! GetLost

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband