. - Hausmynd

.

sjaldan er ein báran stök

Ég fór með Dísina mína upp á Lansa á fimmtudag. Þetta átti nú bara að vera þessi "regular" skoðun, blóðprufa og þess háttar stöff. Við spjöllum aðeins saman og lækninum leist bara ljómandi vel á stelpuna........alveg þangað til að hann leit í eyrun!! Hún er semsagt aftur byrjuð með þetta eyrnastöff sem tók eina 3 mánuði í fyrra að ráða niðurlögum á Fýldur. Allt síðasta haust var hún innskrifuð á Barnaspítalann vegna þess að þeir réðu ekki við sýkinguna.

Ég lofaði að hafa samband við Einar Thor lækninn hennar og fá tíma. Ég bað um flýti-afgreiðslu þar sem hún þurfti að komast að sem fyrst....já....og það gekk eftir.....fékk tíma NÆSTA FIMMTUDAG!!!!! Veistu....held ekki...ég finn þá bara númerið sem Einar lét mig hafa í fyrra og hringi sjálf í hann Öskrandi. Í morgun sá ég að barnið var með pappír við eyrað og þegar ég fór og athugaði afhverju, þá var farið að leka ískyggilega mikið úr eyranu....semsagt....þetta þolir ENGA bið!! Inn förum við á mánudag hvort sem símadömunni líkar betur eða verr.

Ég var svo í prófinu í gær. Það gekk ágætlega. Byrjaði kl 14 að leysa prófið...og lauk því mjög nálægt miðnætti!! (fórum reyndar saman og fengum okkur aðeins að borða svo það má taka næstum klst af). Þegar klukkan var að verða 22 var farið að draga verulega af okkur stelpunum. Orðnar mjög þreyttar. Kláruðum þetta samt og skiluðum í hólfið hjá kennaranum. Nú er bara að sjá hvernig manni hafi svo gengið Óákveðinn

Ég var víst búin að lofa mér í vinnu í dag í www.sturta.is og varð að standa við það en þá fékk ég enga pössun fyrir litla skottið. Átti von á því að Sandra Dís yrði hressari og myndi vera með vinkonu sinni en svo var ekki og ég var með móral dauðans yfir því að skilja hana eftir heima í morgun. Stefán sagði mér svo að hann gæti jafnvel verið búinn um hádegi svo hún er þá ekki ein nema í 2-3 tíma sem er skömminni skárra. Svo heyrði ég í Ingunni systir Drífu (eiganda sturtu) og hún var heima með börnin hennar Drífu og bauð Sunnu að koma og leika við Hugrúnu dóttur þeirra sem er jafn gömul Sunnu. Ég fór þangað og með það sama klæddi daman sig úr og fór inn að leika. Semsagt alveg til í þetta. Hún ætlaði svo bara að hafa samband ef e-ð væri. Koss

Ég er alveg á síðustu bensíndropunum sjálf og ætla að njóta þess að slaka á í kvöld og kúra allavega til 9 í fyrramálið. Ekki veitir af ef stelpan er að fara í aðra eins törn strax eftir helgi og síðasta haust! Skömmustulegur

until next.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég væri nær þér værirðu ekki í vandræðum með stelpurnar en 500km. er ansi langt svona dags daglega. Það styttist í að ég komi suður svona í nokkra daga allavega.
kv. Rósa

Rósa Linnet (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

28 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband