. - Hausmynd

.

Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!

Það er nú meira hvað það er LEIÐINLEGT að vera kvefaður Gráta. Ég er ekki með þetta týpíska horrensli heldur bara þungt að anda og líður voða skringilega. Það stoppar mig samt ekki að fara í skólann Óákveðinn Ég er bara ein af þeim sem þarf að hafa fyrir lærdómnum Skömmustulegur. Ef ég missi úr eins og í stærðfræðinni get ég bara gleymt þessu. Hraðinn er svo rosalegur í skólanum að Formúlu1 bílarnir geta bara skammast sín fyrir hvað þeir fara hægt Ullandi....allavega miðað við hraðann í skólanum. Mér gengur annars ágætlega þar þó svo að ég sé ekki að skora margar tíur Hissa

Á föstudaginn hefst maraþon í stærðfræði. Við erum búin með einn áfanga í stærðfræðinni og þá fáum við eitt stykki "lokapróf" sem við höfum 24 tíma til að leysa. Kennarinn sagði að þeir sem þyrftu að hafa aðeins fyrir þessu (ðats mí jú nó) tækju alveg 10-12 tíma að leysa prófið Óákveðinn. Svo eftir skóla á föstudag þá ætla ég að setjast niður og ég fer ekki heim fyrr en ég er búin með þetta. Ekki er það svo gott að þetta sé lokaprófið....nei....þetta er nebbilega ekki lokaprófið. Ég fer í það ca 10 des í þessum áfanga. Við erum semsagt byrjuð núna á STÆ5003 áfanga sem er jafnframt loka áfanginn á þessu sviði. Spurning um að tala við frænku mína og athuga hvort hún geti hjálpað mér eins og eina kvöldstund eða svo....kann eiginlega samt ekki við það þar sem hún er í fullri vinnu sjálf og með tvo litla grísi á arminum Brosandi. Ætla að sjá til hvernig mér gengur í þessu prófi á föstudaginn áður en ég tala við stærðfræðiprófessorinn í ættinni Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég er á sömu blaðsíðu og þú í stærðfræðinni, er loksins búin að kaupa bókina og skil bara ekki neitt, þrátt fyrir að ég sé í miklu léttari áfanga en þú;p En ég vona að þér takist þetta hef fulla trú á þér;D En láttu þér batna
Kv. Ólöf (litla systir)

Ólöf (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 259705

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

237 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband