. - Hausmynd

.

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.....

Morguninn byrjaði á því að það var hringt í mig frá Sólvangi og sagt að Haukur Heiðar læknir væri veikur í dag Gráta. Mér var boðinn annar tími í dag hjá öðrum lækni. Ég hugsaði með mér að ef ég tæki því ekki myndi ég ALDREI hringja og fá annan tíma.....ég er bara þannig.! Hún bauð mér tíma hjá lækni sem heitir Benedikt (búálfur). Ég ákvað að vera ekki að mála skrattann á vegginn og ákvað að fara með jákvæðu hugarfari. Ég er haldin geðveikri lækna fóbíu Skömmustulegur. Ég mætti á réttum tíma og beið á biðstofunni. Þeim mun fleiri mínútur sem liðu frá því að ég átti að vera komin inn, þeim mun meira náði ég að mála skrattann á vegginn! Ég var komin á fremsta hlunn með að HLAUP út þegar einhver kallaði nafnið mitt. Ég var með kaldsveitta lófa og hríðskalf eins og tremma sjúklingur. Þegar ég leit á lækninn lá við að mér féllist hendur. Þetta var ungur STRÁKUR.....og.......HRIKALEGA FALLEGUR DRENGUR Hissa hann var greinilega töluvert yngri en ég. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þegar ég settist í stólinn hjá honum. Skyndilega var mér alveg batnað og ég gat ekki þulið upp nein sjúkdóms einkenni lengur Tala af sér. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvort ég þyrfti að gera ráðstafanir gagnvart bólusetningu fyrir Kúbu ferðina mína. Svona hljómaði samtalið:

H - Ég er að fara til Kúbu í janúar. Þarf ég einhverja vörn?

L - ætlaru að vera lengi?

H - Nei....8 daga

L - Hvað ertu að fara að gera til Kúbu?

H - skemmta mér og skoða mig um!

L - Ertu í föstu sambandi??????

H - (fruss) ha...já...ég á sko mann....og ég er ekki að fara í ÞANNIG skemmtun!!!! Koss

L - *roðn* já, nei, tja, ég meinti það ekki sko. Maður getur aldrei verið viss um að lesa fólk rétt!!

Akkúrat á þessum tímapunkti langaði mig að spyrja hvort hann vantaði deit (bara upp á fönnið) en þá sá ég Andrés Önd tuskubrúðu upp á hillu og spurði þess í stað hvort það væri brúðuleikhús á stofunni þegar vantaði sjúklinga inn Ullandi Hann horfði á mig án þess að skilja hvað ég var að fara og vildi fá frekari útskýringar á þessu og þá benti ég á tuskubrúðuna upp á hillu. Hann hló hátt á þessu og sagði jafnframt að það væri misjafnt hvernig læknar skemmtu sér Glottandi

Á meðan gæjinn pikkaði á tölvuna fékk ég tækifæri til að horfa á hann (það MÁ horfa en ekki snerta). Gooooooooood....hí his drop ded gordíuss. Mæli með að fólk fari og panti tíma hjá honum, bara til að berja þennan dreng augum Glottandi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey mamma ég er veik :D þarf að fara til læknis hehe

Viktoría (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 259705

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

237 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband