2.3.2008 | 23:27
Kraftur í kellu
Stefán krafðist þess á laugardagskvöldinu að við myndun skella okkur saman í Sporthúsið og taka einn skvass-leik þar á sunnudagsmorgninum. Ég var alveg til í það en langaði það svo bara alls ekki þegar hann sagðist ætla að vera farinn út kl 9:00 um morguninn....minnz þarf að lúlla svolítið á sunnudagsmorgnum svo ég nennti því nú ekki.
kl 9:00 vakti minn maður mig og sagði mér að fara að koma mér frammúr...við værum að fara í skvass. Auðvitað drattaðist ég á lappir, hafði fötin mín til ásamt sundfötum svo við gætum skellt okkur í pottinn á eftir.
Ég hef aldrei tekið í skvass-spaða, hvað þá leikið skvass svo þetta var mín frumraun á því sviði. Vopnuð spaða og agnar litlum bolta, fórum við í skvass salinn. Ég byrjaði að reyna að slá boltann en þetta var eins og að spila "lúft gítar" hér í gamla daga. Sama hvað ég reyndi, aldrei hitti ég kvikindið. Stefán hló eins og geðsjúklingur að klaufaskapnum og ég hvæsti á hann að sá hlær best sem síðast hlær ég skyldi ná þessu á mettíma.
Eftir margar misheppnaðar tilraunir var ég á því að gefast upp. Sá á Stefáni að honum fannst þetta ekkert spennandi lengur...náðum aldrei að spila boltanum almennilega. Svo allt í einu var eins og fingri væri smellt og ég "bondaði" boltann og spaðann (eftir nokkrar ferðir inn á gervigrasvöllinn að sækja kvikindið og yfir í hinn salinn). Fór að geta spilað og þá var orðið fjör. Stefán hljóp um allan völlinn til að geta náð boltanum og í hita leiksins náði hann boltanum á mínum helming og skaut honum í vegginn, ég sá í hendi mér að ég næði boltanum líka svo ég stekk af stað til að ná litla gerpinu, með spaðann i vinstri hendi reiddi ég til höggs, þrumaði spaðanum í boltann og eins og góður kylfingur sveiflaði ég spaðanum yfir öxlina en það vildi ekki betur til en að þar stóð Stefán, tilbúinn í slaginn og spaða druslan beint í andlitið á honum Ég fékk að sjálfsögðu tremma yfir þessu en hann hélt um andlitið, reif niður gleraugun og leitaði eftir því hvort andlitið væri heilt ennþá. Eftir smá hlé komumst við að því að þetta fór betur en á horfðist svo leikurinn hélt áfram. Ég reyndi ekki aftur svona tilþrif...þau verða að bíða betri tíma
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
Þetta hljómaði skemmtilegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2008 kl. 06:42
Ég er að reyna að "picture it"
Lilja G. Bolladóttir, 6.3.2008 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.