. - Hausmynd

.

Kraftur í kellu

Stefán krafðist þess á laugardagskvöldinu að við myndun skella okkur saman í Sporthúsið og taka einn skvass-leik þar á sunnudagsmorgninum. Ég var alveg til í það en langaði það svo bara alls ekki þegar hann sagðist ætla að vera farinn út kl 9:00 um morguninn....minnz þarf að lúlla svolítið á sunnudagsmorgnum svo ég nennti því nú ekki.

kl 9:00 vakti minn maður mig og sagði mér að fara að koma mér frammúr...við værum að fara í skvass. Auðvitað drattaðist ég á lappir, hafði fötin mín til ásamt sundfötum svo við gætum skellt okkur í pottinn á eftir.

Ég hef aldrei tekið í skvass-spaða, hvað þá leikið skvass svo þetta var mín frumraun á því sviði. Vopnuð spaða og agnar litlum bolta, fórum við í skvass salinn. Ég byrjaði að reyna að slá boltann en þetta var eins og að spila "lúft gítar" hér í gamla daga. Sama hvað ég reyndi, aldrei hitti ég kvikindið. Stefán hló eins og geðsjúklingur að klaufaskapnum og ég hvæsti á hann að sá hlær best sem síðast hlær GetLost ég skyldi ná þessu á mettíma.

Eftir margar misheppnaðar tilraunir var ég á því að gefast upp. Sá á Stefáni að honum fannst þetta ekkert spennandi lengur...náðum aldrei að spila boltanum almennilega. Svo allt í einu var eins og fingri væri smellt og ég "bondaði" boltann og spaðann (eftir nokkrar ferðir inn á gervigrasvöllinn að sækja kvikindið og yfir í hinn salinn). Fór að geta spilað og þá var orðið fjör. Stefán hljóp um allan völlinn til að geta náð boltanum og í hita leiksins náði hann boltanum á mínum helming og skaut honum í vegginn, ég sá í hendi mér að ég næði boltanum líka svo ég stekk af stað til að ná litla gerpinu, með spaðann i vinstri hendi reiddi ég til höggs, þrumaði spaðanum í boltann og eins og góður kylfingur sveiflaði ég spaðanum yfir öxlina en það vildi ekki betur til en að þar stóð Stefán, tilbúinn í slaginn og spaða druslan beint í andlitið á honum W00t Ég fékk að sjálfsögðu tremma yfir þessu en hann hélt um andlitið, reif niður gleraugun og leitaði eftir því hvort andlitið væri heilt ennþá. Eftir smá hlé komumst við að því að þetta fór betur en á horfðist svo leikurinn hélt áfram. Ég reyndi ekki aftur svona tilþrif...þau verða að bíða betri tíma Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta hljómaði skemmtilegt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2008 kl. 06:42

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er að reyna að "picture it"

Lilja G. Bolladóttir, 6.3.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

231 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband