. - Hausmynd

.

Afmælisprinsessan

Á þessum degi fyrir nákvæmlega sex árum síðan, fæddist lítil stúlka sem fékk nafn Hólmfríðar ömmu sinnar og seinna nafn frá sveitabænum Sunnuhlíð. Þetta er hún Hólmfríður Sunna prinsessa.

sunna litla

Litli púkinn minn kom hlaupandi til mín í morgun og bað um afmælisknús í tilefni dagsins. Rölti svo inn til systra sinna og bað um það sama frá þeim.

Uppáklædd fór svo daman í leikskólann, alsæl með lífið.

Eitthvað er heilsan að stríða mér þessa dagana og lenti ég í því í gær í Bónus að vera að setja ofan í kerruna þegar ég fann eitthvað smella í bakinu á mér með þeim afleiðingum að ég stóð föst, hálf bogin ofan í innkaupakerruna og gat mig hvergi hreyft. Gjörsamlega að sálast úr verkjum ákvað ég að færa mig aðeins til hliðar svo ég væri ekki í beinni sjónlínu eins og eitthvert gamalmennið, hálf bogin í baki. Eftir smá stund gat ég pressað mig til baka svo ég ákvað að fara og borga. Treysti mér ekki til að halda áfram. Vissi það að ég var ein að versla svo ég yrði í öllu falli að bera draslið sjálf út.

Ég ákvað að létta mér lífið eftir að hafa klöngrað öllu upp á færibandið að setja allt í kassa og fara með það þannig út í bíl. þetta tókst....á endanum og með því að bíta á jaxlinn kom ég öllu draslinu í bílinn....ég ætla ekki að ljúga því að það hafi ekki laumað sér niður tár!!!

Þar sem ég hef týnt heilsunni einhverstaðar og finn hana ekki aftur, þá verður eitthvað minna um afmælisgleði hjá stuttunni minni. Ég leyfði henni að bjóða vinkonum sínum úr leikskólanum og nágrenni í gleði í Smáralindinni á morgun. Hún var alsæl með þá niðurstöðu og svo mamma og pabbi sem koma til mín í mat í kvöld...svo lengi sem Stefán minn stendur við eldavélina. Auðvitað reynir maður eitthvað en miðað við hvernig nóttin gekk og hvernig ég er í dag.....held að ég treysti mér ekki í meira partý en það. Crying

Þið hin sem vonuðust eftir risa sex ára partýi aldarinnar....Sorry...some other day!!

Er búin að lofa mér í heavy vinnu um helgina....verð að standa þá vakt....hvort sem mér líkar betur eða verr. Get bara ekki beygt mig, teygt mig eða gert aðrar æfingar GetLost

Hafið það sem best kæru lesendur. Hlakka til að knúsa litla skottið mitt....sem er allt í einu ekki svo lítil lengur Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með litlu snúlluna!!!! Láttu þér nú batna í bakinu og öxlinni, hvað með að slaka smá á sona einu sinni.... ha?

Ólöf (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Helga Linnet

Ég var nú undir svo góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum mínum um helgina að ég var sannfærð um að batteríin hefðu náð að hlaða sig.....en þarf greinilega orðið meira en þetta....

Sunna svaf með Engilráð í gær og sleppti henni ekki svo mikið sem í hálfa sekúndu.....algjörlega hitti í mark þessi önd

Helga Linnet, 28.3.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Eyrún Linnet

Til hamingju með litlu (stóru) dömuna!

Vona að heilsan fari að skána og mundu að heilsan er miklu, miklu mikilvægari en e-r vinna! Sama hversu vinnan er mikilvæg. Er með eina góða sögu af "vinnualka" sem varð að leggjast í bælið einn daginn og mátti ekki einu sinni mæta á "mikilvægasta" fund mánaðarins seinna um daginn... segi þér hana betur seinna, ekki svona á alnetinu

Eyrún Linnet, 28.3.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband