13.4.2008 | 13:24
Totally Singstar!
Við Stefán ákváðum að bjóða Ólöfu frænku og mömmu í mat í gærkvöldi. Ólöf kom með þá hugmynd að allir færu í sing-star og það ættu ALLIR að taka þátt. Ég sagði mömmu það ekki fyrr en hún var mætt á svæðið hvað ætti að gera um kvöldið eftir matinn.
Ég hef ekki farið í Singstar síðan ég og vinkona mín úr HR fórum í þetta þegar við vorum að læra undir próf. Markið okkar var að læra í x marga tíma og svo standa upp til að syngja nokkur lög og fara svo að læra. Það var mjög gaman þá en það var í fyrsta skiptið sem ég kom nálægt þessu Singstar dóti.Ég hringdi í Viktoríu sem er á Akureyri á söngvakeppni framhaldsskólanna og bað um leyfi fyrir Singstari-inu. Svo var náð í dótið og skellt í 42" sjónvarpið með Surround hljóðkerfinu, hækkað duglega og svo áttu alltaf 2 og 2 að keppa. Það kom í hlut Sunnu að vera með Söndru Dís (taldi þær vera á sama leveli) Stefán og mamma voru saman og svo var það ég og Ólöf saman. Ólöf talaði alltaf um það að hún væri nokkuð góð svo ég vissi það að ég fengi verðugan andstæðing.Fljótlega gafst Stefán minn upp á þessari bölvuðu vitleysu sem þetta var, sagðist ekki fara í þetta fyrr en Álftagerðisbræður væru komnir á Singstar disk! , mamma skemmti sér konunglega yfir þessu þó svo að hún fengi ekki mjög hátt skor. Sandra Dís og Sunna skemmtu sér ekki síður og kom það á óvart hvað Dísin var góð að halda laginu á skjánum svo það varð að aðstoða Sunnu svo hún fengi ekki tóma amatöra einkunnir! Ég og Ólöf ákváðum að taka nokkur lög saman og munaði í flestum tilfellum örfáum stigum á okkur og skiptumst við á að taka forystuna.Um miðnætti þurfti nú að fara að huga að því að setja aðal partýljónið (Sunnu) í háttinn. Henni fannst það síður en svo réttlátt. Skömmu eftir það var Dísin rekin í rúmið, mamma ákvað að fara heim, Stefán var byrjaður að hrjóta í sófanum svo eftir urðu við Ólöf einar...í Singstar....!!!Eftir að hafa skemmt okkur konunglega til að verða 2 ákváðum við að fara að sofa....enda orðnar hásar eftir allan þennan söng.Stefán minn þurfti í vinnu um morguninn en ég fékk að sofa örlítið lengur og nýtti mér það til hins ýtrasta. klukkan 10 kom litla villidýrið inn til mín, hundleið á að bíða og vildi að ég kæmi fram í Singstar með sér....aftur...! Ég drattaðist fram með henni og kveikti á græjunni fyrir hana. Svo sá hún að ég ynni alltaf svo hún var farin að stunda það að syngja ca 1/3 af laginu og skipti svo um míkrafón við mig. Svo þegar lagið var búið, stóð alltaf að Sunna hafi unnið og var hún svo rosalega glöð yfir þessu að eftir þetta fékk enginn frið með míkrafóninn. Það er spurning um að fela tölvuna fljótlega...áður en maður fær gubbunaFærsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
325 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
það væri gaman að prófa þetta...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 13:46
Haha, við fórum einu sinni í Singstar í einu fjölskyldujólaboðinu okkar; mamma og pabbi, við systkinin, makar og börn. Það er skemmst frá því að segja, að eftir einhvern tíma var fullorðna fólkið svo æst í þetta, að börnin fengu varla að komast að
Lilja G. Bolladóttir, 15.4.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.