. - Hausmynd

.

Aldurinn og afstæði hans

Ég var að lesa mjög skemmtilegan pistil hjá einni bloggvinkonu um aldurinn, vorið, nágranna svo eitthvað sé nefnt. Hún minnist þess í pistlinum sínum að hún hlusti á Rás 1 til að skapa sér stemmingu sem er frábært. Öll höfum við jú okkar bakgrunn og eitthvað sem minnir mann á gamla daga.

Ég fór að rifja upp eftir þennan pistil um hvað dóttir mín elsta er alltaf að minna mig á það hvað ég er orðin gömul. Ég þver tek fyrir það því ég man ekki eftir einhverjum skilum á milli stelpunnar sem ég er og það að vera orðin kelling...eða hvað þá gömul!

Smá dæmisaga er sú að þegar ég var yngri þá hlustaði ég alltaf á FM 957 í útvarpinu. Þegar ég var að alast upp sem krakki var Rás 2 aðal stöðin því ekki gat maður farið að hlusta á Rás 1 eins og amma og afi. Maður var rosalega feginn þegar ný útvarpsstöð kom í loftið og þá hiklaust stillti maður á hana. FM 957 var sko stöð stöðvanna á þeim tíma. Mamma hneykslaðist oftar en ekki á þessu andsk#$% gargi í útvarpinu og þá fannst mér hún vera bara gömul kelling sem ekki kynni að meta góða tónlist!

Einhvern daginn tjúnaði ég útvarpið úr FM 957 yfir á Bylgjuna. Það var gott og gilt og hef ég hlustað mikið á Bylgjuna. Í vinnunni hinsvegar er alltaf stillt á Rás 2 og finnst mér það ágætis tilbreyting líka.

Eitt skiptið í bílnum með minni yndislegu 16 ára dóttur var ég með útvarpið á Bylgjunni og daman ákveður það upp á sitt einsdæmi að skipta yfir á FM 957. Mér fannst þetta óttalegt garg á þessari ágætu stöð því ég var jú búin að "trappa mig niður" á Bylgjuna. Ég minnist á það við hana að mér finnist þetta aðeins of mikið garg í mín eyru og vilji fá að hlusta á Bylgjuna aftur og ef hún verði ekki góð, þá stilli ég bara á LÉTT BYLGJUNA!!

Daman snýr sér þá að mér og segir: "Dísess mamma hvað þú ert orðin GÖMUL"

Það þarf ekki að spyrja en ég stillti á FM 957 og þannig hefur það verið síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla bara að segja Góður pistill og ekki nefna aldur minn...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hahaha, ertu bara alltaf að fá einn á'ann í bílnum þínum, Helga mín?

En þetta er örugglega rétt, við hlustum á það sem við erum í skapi fyrir hverju sinni. Stundum finnst mér bara voða gott að láta aðra "ráða", þ.e. þá hlusta ég bara á það sem er í radioinu hverju sinni á hverjum stað. Þetta er hætt að skipta eins miklu máli og það gerði hérna í denn...... og ég ætla bara að minna á það, að ef mér telst rétt til, þá er ég bara árinu eldri en þú  ....sem sagt engin kelling, sko.

En gaman að lesa, að þér fannst pistillinn minn skemmtilegur  Takk, takk fyrir mig!

Lilja G. Bolladóttir, 9.4.2008 kl. 02:02

3 Smámynd: Eyrún Linnet

Ég hlustaði alltaf á FM957 þegar við Jobbi vorum að byrja saman fyrir um 7 árum síðan. Við skiptum til víxl um rás í bílnum, gátum sko ekki komist að samkomulagi, hann vildi hlusta á Rás 2 og ég á FM957. Ég gaf svo á endanum eftir og hef síðan þá alltaf hlustað á Rás 2 í bílnum... Ég kenni því bara Jobba um að ég sé að verða gömul

Eyrún Linnet, 9.4.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Helga Linnet

Gunnar minn...ég skal ekki segja að þú sért  fæddur 16. nóvember 1969 svo þú ert að detta í 39 ára á árinu...sjæsinn....

Lilja, jú það passar...þú ert árinu eldri...og ekki gleyma að þú ert meira að segja 21 dögum betur en það

Eyrún, ég er alveg sammála með að kenna Jobba um þetta allt saman...ekki spurning...enda ólst hann ekki upp við FM 957 á Akureyri...fyrir utan það að hann er MIKLU eldri en þú...alveg heilum degi!!!

Helga Linnet, 9.4.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Helga mín,ég á við þetta sama vandamál að stríða,þegar mínar fara með mömmu sinni á flakkFm 957 gaaarrrgggsjálfsagt er maður orðin gamall í þeirra augum,þótt ótrúlegt sé,en mér finnst ég enn svo UNG ný orðin fertug og flottannars ástarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:01

6 identicon

flott mamma

viktoría (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Helga: Hvernig vogar þú þér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 259713

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband