. - Hausmynd

.

Sagan af ebay flippi!

Ólöf frænka mín var heima eitt kvöldið (eins og svo oft áður) og vorum við að ræða innkaup á netinu. Hún sagði mér það að hún hafi verið að versla sér á ebay og fundist þetta ótrúlega sniðugt. Þar mætti finna ótrúlegustu hluti, allt frá notuðum nærfötum upp í flottustu Rolex úrin. Þetta fannst mér bráðsnjallt og settumst við niður með fartölvuna til að skoða.

Ólöf "loggar" sig inn á ebay.com og sýnir mér hvað hún var að versla og hvað hana langi í. Þar sýnir hún mér rosalega flottan hring sem hana langi rosalega í en á kannski ekki efni á honum bara si svona. Mér fannst hringurinn geggjaður og segi við hana: "hey...haltu áfram...ýttu á bláa takkann...leyfðu mér að skoða hringinn betur". Hún ýtir á "bláa" takkann til að skoða betur en þá stóð "your bid has confirmed" W00t Damn...nú voru góð ráð dýr...hún semsagt keypti hringinn sem hún hafði ekki endilega efni á...eða ætlaði sér kannski ekki að kaupa!!!

Við vorum eins og litlir óþekktar ormar og sprungum úr hlátri yfir þessu nema að hún fór að sýna mér fleiri hringi sem voru áþekka og sá ég einn sem gjörsamlega heillaði mig. Ég í orðsins fyllstu merkingu slefaði yfir þessu og vildi endilega skoða hvað hann var mörg karöt og sá að hann var 1.67 karata demantshringur (getið ímyndað ykkur stærðina) og svo 18kt hvítagull....við fengum vægast sagt stjörnur í augun. Í dáleiðslu yfir myndunum ætluðum við að fara til baka nema Ólöf ýtti á "áfram" að minni ósk og þar stóð aftur "YOUR BID HAS CONFIRMED" W00tW00t Oh my god var það eina sem kom upp í minn huga.....

Þegar maður les ekki "smáa" letrið á hnöppunum.....þá boðar það aldrei gott. Jæja, skaðinn var skeður og ég sagði við hana að ég myndi borga henni þetta aftur.

Nú er svo komið að hringurinn er kominn til landsins...og hann er jafn flottur og myndirnar sýndu...þær lugu ekki neinu....en það var aðeins einn galli.....

Hann er svolítið lítill á mig!!!!!!!!!

Með öðrum orðum...hann er til sölu og passar fyrir nettar grannvaxnar konur/dömur Whistling

Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli Kissing

hringur1
hringur2
hringur3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég efast um að hann passi á mig, en mig langar bara að segja: hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

hehehe, frábært prakkarastrik..... eða þannig.

Og hvað ætlarðu að selja hringana á??

Lilja G. Bolladóttir, 8.4.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Helga Linnet

þeir eru falir fyrir 7000kr saman....til þeirra sem mig vilja þekkja

Helga Linnet, 8.4.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Eyrún Linnet

Fyrsta sem ég hugsaði, var að athuga hvort það væri nokkuð 1. apríl og þú að reyna að láta fólk hlaupa til handa og fóta

 Flottir hringar... væri alveg til í að máta 

Eyrún Linnet, 8.4.2008 kl. 13:00

5 identicon

1.67 karata demantar og 18 kt gull.........huhummmmmm fyrir 7.000 !

 Keyptirðu þá 1. apríl ???

DA (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Helga Linnet

það er þetta með smáaletrið

Helga Linnet, 15.4.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband