. - Hausmynd

.

Aumingjaskapur á háu stigi

Það er svo einkennilegt hvað við mömmurnar þurfum að standa okkar pligt, sama hvað á gengur. Þessi launamunur kynjanna er í raun skiljanlegur ennþá....þannig. Ef mennirnir eru beðnir um að sinna yfirvinnu er það í flestum tilfellum sjálfsagt. Þeir þurfa ekki að redda pössun fyrir börnin, ekki að sækja í leikskólann, ekki að skutla í íþróttir, ekki að fara með þau í læknaheimsóknir svo dæmi séu tekin. En ef við mömmurnar erum beðnar um að vinna einhverja vinnu umfram umsamdan tíma, þá hefst leitin að barnfóstrunni, athuga í dagatalið hvort það var eitthvað eftir leikskólann/skólann, hvort það stangist á við íþróttatíma barnanna og svo framvegis. Þetta er einfaldlega í okkar höndum (hjá vel flestum).

Nú er það þannig að ég byrjaði að fá einhverskonar astma í síðustu viku. Hef semsagt verið eins og panflauta í viku eða svo. Oft voru köstin svo mikil að mig var farið að svima, náði ekki andanum og fannst eins og ég væri að drukkna! Ég hafði ekki sérlega mikinn áhuga á að fara til læknis svo ég fór þess í stað í lyfjaskápinn heima og dró fram astmalyf barnanna og notaði þau í ca tvöföldu magni miðað við hvað ég gef þeim. Í fyrstu sló sterapústið ekkert á mig og mér fannst ég standa á brauðfótum sökum súrefnisskorts. Eftir um það bil klukkustund var það farið að virka og sú virkni dugði í 12 tíma en þá var ég farin aftur í sömu horfurnar. Þar sem sterapústið virkaði ákvað ég að láta það duga og passaði vel upp á það að taka það inn tvisvar á sólarhring. Aldrei hef ég verið með astma af þessu tagi og kemur þetta ansi spánskt fyrir sjónir.

Nú er svo komið að ofan í þetta heltist yfir mig kvef af svo miklum þunga að augun bólgna upp, lekur úr öllum götum höfuðsins, höfuðið virðist ætla að springa undan álagi, ennið þrútið sökum hors...eða einhverju álíka sem þrýstir út í eyru svo nú heyri ég ekkert annað en suð í kollinum.

Sökum tóms aumingjaskapar ákvað ég að fara ekki í vinnu í morgun. Svaf illa í nótt sökum stíflu, bólgu og þyngsla við öndun. með móral dauðans hringdi ég í vinnuveitandann og sagði honum að ég kæmi ekki í vinnu. Var með annan móral...en það er skólinn...hann er víst í kvöld....og það var öllu verra að missa úr honum.

Ég ákvað að keyra Viktoríu í skólann og Sunnu í leikskólann og komu Hugo Boss sólgleraugun hans Stefáns sér vel í morgun í birtunni sem ég þoldi ansi illa. þegar ég var búin að skutla þeim skreið ég aftur upp í rúm með fartölvuna mína og ákvað að láta einhverja mynd rúlla í gegnum hana en ég treysti mér heldur ekki að sitja í stofunni að horfa á imbann þrátt fyrir frítt áhorf á Stöð 2 þessa dagana (en ég er ekki með sjónvarp inni í hjónaherbergi)

Þegar klukkan sló 4 var kominn tími til að sækja örverpið í leikskólann. Kláraði hnerrakast og drattaðist af stað og aftur varð ég að setja upp sólgleraugun hans Stefáns því ekki gengur upp að keyra með lokuð augun!! Þegar ég sótti litla dýrið mitt hófust samningaviðræður...hún vildi fara í heimsókn til vinkonu sinnar en það hefði kostað það að ég þyrfti að sækja hana þangað kl 6 og ég treysti mér ekki til þess svo hún grenjaði krókódílatárum á meðan ég grenjaði ofbirtuna sem ég fékk í augun við að taka af mér sólgleraugun.

Þrátt fyrir heilsuleysi varð ég að standa mína vakt og sækja/senda börnin í dag. Ef maðurinn hefði verið heima....þá hefði hann ekki farið fram úr rúminu, beðið eftir morgunmat í rúmið, hringt eftir vatnsglasi og átt alveg svakalega bágt....en þannig er með okkur súper mömmurnar...við erum ekkert að kvarta...þetta er jú okkar deild og verðum við að sætta okkur við það. Ef við myndum hringja í eiginmennina til að redda einhverju, til dæmis að fara fyrr úr vinnunni til að sækja/senda börnin, yrði þeim svo brugðið að þeir tækju heljarstökk afturábak, hliðarstökk og handahlaup og myndu sennilega hringja í sjúkrabíl strax!! Við erum jú "Super mom" Shocking

Var ekki einhverntíma gefin út bók fyrir konur í kringum 1950 um hvernig konan skal taka á móti manni sínum úr vinnu og hvernig hann á að koma að heimilinu sínu upp á hvern einasta dag og að konan mátti alls ekki þreyta manninn sinn með barmi og gæta þess að börnin hangi ekki of mikið utan í þreyttum föðurnum!!!

Það eru enn leifar af þessu í dag....en það eru bara ekki allir sem viðurkenna það.

Hafði það gott fallega fólk...farin að bleyta aðeins meira upp í salernisrúllunni...sem er minn besti vinur í dag!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Linnet

Á mínu heimili erum við til skiptis heima með veikum börnum, ég fer reyndar oftar með börnin til læknis en ekki alltaf. Ef ég er lasin heima fer Jobbi með krakkana og sækir þau, nema ég sé alveg sæmilega rólfær til að redda því sjálf, þá fer hann með þau en ég sæki eða öfugt. Það er s.s. ekki sjálfgefið að kynjaskiptin séu svona ennþá Enda reyni ég ekki að vera e-r supermom, við Jobbi gerum þetta bara allt í sameiningu.

Jobbi vill reyndar meina að röðin sé komin að mér með dekkjaskipti... svona núna þegar nagladekkin þurfa að rjúka undan bílnum. Spurning hvort maður drífi ekki bara í því til að jafnréttið gangi í báðar áttir.

Eyrún Linnet, 15.4.2008 kl. 21:22

2 identicon

Heyr heyr Helga !!!!!!!!!!!

DA (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ææ, greyið þú  Ég er í svipaðri stöðu þessa dagana, er búin að vera veik frá því á sunnudag en asnaðist auðvitað samt í vinnuna á mánudag. Er búin að vera alveg bakk síðan, og með sömu einkenni og þú. Ég er reyndar með astma fyrir, en hann er bara mun verri þegar svona flensa sækir á mann, fæ kölduköst og hitatoppa til skiptis..... það er langt síðan ég hef legið svona marga daga. En, þarf samt að sjá um að versla, elda, smyrja nesti, hjálpa með heimalærdóminn og allt hitt og þetta. Já, það væri bara æðislegt ef maður gæti leyft sér að LIGGJA lasinn og fá serveringu í rúmið..... that will be the day....

Láttu þér batna fljótt og vel!!

Lilja G. Bolladóttir, 16.4.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband