. - Hausmynd

.

út um hvippinn og hvappinn

Börnin mín hafa verið á faraldsfæti undanfarið. Síðustu helgi fór Viktoría með vinkonum sínum til Aureyrar á Söngvakeppni framhaldsskólanna. Á meðan lánaði ég Ólöfu frænku herbergið hennar sem var bara gaman. Viktoría kemur heim seint á sunnudagskvöldinu aftur en þá var Sandra Dís að pakka niður fyrir Danmerkurferð. Ég skutlaði henni svo rétt fyrir 4 aðfaranótt mánudags á BSÍ þar sem hún hitti hópinn sinn svo það var ekkert annað að gera en að bjóða Ólöfu herbergið hennar Söndru Dísar á meðan hún væri úti. Hún þáði það þar sem hún er eiginlega heimilislaus í augnablikinu.

Nú kemur Dísin mín fagra heim í kvöld og hef ég grun um að taskan hennar komi dálítið fleirið kílóum þyngri heim aftur en hún fór út með!! Allavega miðað við peninginn sem hún er búin að eyða þarna úti. Woundering

Mestu máli skiptir að hún njóti samvistanna með þessum krökkum sem hún fór út með og þyki gaman. Allir krakkarnir hafa eitthvað sameiginlegt og er þetta yndislegur hópur, svo laus við stæla eða mikilmennsku eins og svo oft einkennir hjá mörgum íþróttahópum sem fara svona saman.

Ligg enn bakk í rúminu....alveg ferlegir dagar. Svaf eitthvað lítið framan af nóttu. Áttaði mig svo á því um kl 3 í nótt afhverju það var. Einfaldlega vegna þess að ég átti svo erfitt með að draga andann. Svo sárt. Svo ég fór frammúr til að taka steralyfin en þau virka ekki fyrr en eftir ca klukku tíma svo það var bara tekin net-rúntur til hálf fimm en þá fann ég að ég gat farið að slaka á aftur. Guggnaði á vinnu í dag....ég veit...tómur aumingjaskapur!!!

Hnerraksötin hafa verið svo svakaleg að mér líður eins og ég sé búin að brjóta slatta af bringubeinum. Ef það kemur smá hósti, sé ég stjörnur af sársauka. Ég mæli ekki með þessu....langur vegur frá því.

Ætla að góna á einnverja bíómynd sem ég fékk "lánaða" á Torrent. Ninja

Farið varlega gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband