. - Hausmynd

.

London calling!

Ég náði að sannfæra minn elskulega eiginmann á það að við þyrftum NAUÐSYNLEGA að skreppa til London í helgarferð. Hann samþykkti kannski ekki alveg strax en svo ákvað hann að láta til neyðast og samþykkja þessa vitleysu í mér.

Dagurinn er ákveðinn, förum út 15 maí (á afmælisdaginn minn) og fljúgum til baka 19. maí. Við erum enn að skoða hvaða hótel koma til greina og er ég byrjuð að setja niður hvað ég/við viljum gera í þessu fríi okkar.

Ég veit að það er ekkert hagstætt að versla í London þegar pundið er svona hátt (eða krónan veik) svo ekki verður neinn verslunarleiðangur í þetta skiptið, enginn sem segir að við kíkjum ekki í H&M!!

Það sem er komið á pallborðið er; söngleikurinn Mamma mia sem er í Prince of Wales Theatre, We will rock you, Science museum, vaxmyndasafn, Tower of London, British museum, Siglingu um Thames og að sjálfsögðu Sightseeing tour um London. Þetta er kannski ekki tæmandi listi en ofan á þetta verður leitað eftir góðum matsölustöðum, þrammað Oxford street og auðvitað skoðað mannlífið á pöbbunum. Grin

Ef einhver hefur hugmynd að góðri skemmtun eru þær upplýsingar vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ég mæli með 150% með Queen-showinu og Abba, þvílíkt flottar sýningar, geðveikir söngvarar og bara klikkuð upplifun.  Get ekki gert uppá milli.

Ég er reyndar nýkomin frá London og get nú alveg sagt það að það var miklu ódýrara að versla í HM en hérna heima allavega á börnin (þar að segja en í búðunum hérna heima)  Verst að Bretar eru ekki mikið fyrir síðar buxur, síðermaboli og peysur á þessum árstíma, bara kvartbuxur, hlíraboli og svona Spánarkjólar en samt alveg hægt að finna föt fyrir klakan.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 1.5.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa en hef ekkert að segja

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.5.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þið eigið örugglega ógeðslega góða ferð í vændum. Ég elska London og það er á stefnuskránni hjá mér, að búa þar einhverntímann í einhvern tíma.

Það úir nú og grúir af góðum veitingastöðum í London, ég fór einu sinni á einn æðislegan suður-amerískan stað, þar sem var alveg frábær lýsing, flottir litir, sérstök stemmning og góður matur. Þar var dansað salsa á meðan maður borðaði og þetta var virkilega skemmtilegur staður. Mig minnir að hann heiti Floradita,  en ég skal grafa það upp úr minningunum og myndunum mínum ef þú vilt.

Og þú verður að fara í Notting Hill, og líka á markaðinn í Campden (vona að ég stafi það rétt), það er alveg æðislegur markaður og hægt að fá fullt af ótrúlega flottum hlutum á fínu verði. Túr í London Eye, heimsins stærsta parísarhjóli, er líka skemmtileg upplifun. Og alls ekki scary, þótt maður sé lofthræddur. Verðið að gera það!!

Verst að við komumst ekki með......

Lilja G. Bolladóttir, 2.5.2008 kl. 01:50

5 identicon

Sæl Helga Linnet

Ásakanir þínar á hendur bæjarstjóranum á Álftanesi eru mjög alvarlegar!!  Hvað hefur þú fyrir þér í þessu?  Þú hefur hreinlega rangt fyrir þér og ættir að biðjast afsökunar!  

Pétur Orri (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Helga Linnet

Skattsvik...önnur svik....það var allavega alvarlegt mál í gangi sem ég kynnti mér ekki því ég þoli ekki þessa pólitík á Álftanesinu. Ég get eflaust grafið það upp NÁKVÆMLEGA hvað það var ef þess er óskað....en það veit ég að það ER maðkur í mysunni....svo sannarlega. Ég skal viðurkenna það að ég hef ekkert fyrir mér með skattsvikin, aðeins orðróm en meira og alvarlegra hef ég staðfastar heimildir fyrir og ætla ég EKKI að ræða þau frekar.

Helga Linnet, 2.5.2008 kl. 21:16

7 identicon

Sæl aftur Helga

Ef þú ert ekki tilbúin að ræða þessi mál þá ættirðu ekki að vera að gaspra svona um mál sem þú hefur greinilega engar heimildir fyrir!

Pétur Orri (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Sæl Helga mín, ekki ætla þér um of í London, því bara mannlífið þar, segir þér að, það að sitja á kaffihúsi (helst utandyra) er skemmtun út af fyrir sig. Og Óperudraugurinn svíkur engan. En ekki plana of mikið..... Annars er bara eitt sem bráðvantar í þessa upptalningu og það er auðvitað......... Einmitt fótboltaleikur af bestu gerð..... En þið eruð að renna út á tíma með það. Gætuð kannski náð bikarleiknum;)

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 259692

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

238 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband