13.11.2006 | 19:24
og hvað á barnið að heita??
ég er búin að vera með miklar vangaveltur yfir þessari mannanafnanefnd. Hvort á að halda henni uppi eða leggja hana niður er stór spurning. Auðvitað myndi sparast heilmikið á því að leggja hana niður, en hvað á að koma í staðinn??? þegar stórt er spurt er fátt um svör.....en ég sé samt eina lausn í sjónmáli
Ráðagóða Helga er mætt á svæðið og ráðleggur að það verði bara tekið upp svona kennitölunafnaval . Það er mjög einfalt. Þetta er bara eins og með bílana. Þegar þeir koma til landsins er raðnúmerið á boddýinu sett í tölvu sem má þá kalla það "kennitölu" bílsins, síðan er tölva sem raðar bílnúmerinu á bílana og það skráist í tölvur. Til dæmis er raðnúmerið (kennitalan) á Yarisnum mínum 365G56-H124 og fékk hann "nafnið" RK-437. Svo ef ég er ósátt við nafnið þá bara sæki ég um "einkanafn" og það er skráð í tölvur og kabúmm alles klar
ég ek þá um götur á bílnum mínum með nafnið Jara litla
Næsta barn sem fæðist og er með kennitöluna 121106-2210 fær þá nafnið Jón/Gunna hvort sem um strák eða stelpu sé að ræða og ef það er strákur þá fá foreldrarnir úthlutað nafninu Jón og ef þeir hefðu vilja fá að skíra eftir afa barnsins sem gæti þess vegna heitið Guðmundur þá þurfa þau að sækja um "einkanafn" og það er þá samþykkt með þeim formerkjum að barnið myndi þá bera bæði nöfnin en mætti vera kallað því fyrra eða seinna nafninu svo strákurinn gæti heitið Guðmundur Jón og þá bara kallaður Guðmundur (sem síðar meir myndi verða Gummi eða Mundi ). Þetta myndi spara heilan helling í fjárframlögum ríkisins og myndi koma í veg fyrir að fólk færi að skíra skrítnum nöfnum eins og Línus Gauti, Ríta Lín, Bjartur Dagur eða Egill Daði svo eitthvað sé nefnt
. Eins er þetta mjög sparnaðarsamt að hafa þetta á þennan veginn. Maður gæti verið búinn að skíra áður en maður fer heim og þá losnar maður undir pressunni um hvað á barnið að heita og að þurfa að standa í kökubakstri á milli andvökunætra
.
Einfalt, ekki satt
Kannski finnst mér þetta alveg tilvalið þar sem ég er hætt að eiga börn og þetta snertir mig ekki. Enda er ég búin með kvótann....ég náði að skíra eitt barn með skrítið nafn (sem var gríðarlega skrítið á sínum tíma) og heitir hún Viktoría Rós. Næsta barn fór aðeins niður úr prinsessunöfnunum og fékk nafnið Sandra Dís en er samt pínu skýjableikt nafn og svo þessi þriðja og síðasta í röðinni fékk algerlega jarðbundið og hefðbundið íslenskt nafn Hólmfríður Sunna . Ég er ekki viss um að ég hefði verið sátt við að vera skikkuð til að skíra Gunna á Viktoríuna mína en ef maður hefur ekki valið þá er maður kannski ekki að ergja sig á því.
kveðja
Ráðagóða Helga
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
- 74 fórust í árás Bandaríkjahers
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.