. - Hausmynd

.

minningar

Það er ótrúlegt hvað minningar geta hellst yfir mann þegar maður á síst von á því. Sterarnir sem ég er á gera það að verkum að ég á mjög erfitt með að sofna á kvöldin ef ég tek þá of seint. Gærkvöldið var einkennandi fyrir það!

Ég hafði meira að segja gleymt iPod-inum mínum í vinnunni svo ég gat ekki sofnað út frá sögu svo ég laumaði mér í iPodinn hans Stefáns. Ég hafði hent inn nokkrum lögum á hann sem ég gat sofnað við.

Eitt lagið sem ég hlustaði á fyllti mig af minningum. Minningum um vinkonu sem ég hef vanrækt að heimsækja svo lengi. Þessi ágæta vinkona mín kynnti mig fyrir þessu lagi og hef ég haldið mikið upp á það síðan. Afskaplega fallegt lag.

Dóttir þessarar vinkonu minnar átti svo afmæli í gær og var okkur boðið í afmælispartý á sunnudeginum. Ég guggnaði á að mæta. Þekki lítið sem ekkert af fólkinu svo ég lofaði að kíkja síðar á þær mæðgur.

Netið er þess valdandi að maður hittir orðið æ sjaldnar fólk, sérstaklega ef viðkomandi einstaklingar eru með blogg síður eða heimasíður fyrir börnin sín, þá einhvernvegin "nægir" að kíkja á síðurnar og lesa og skoða myndir. Stundum vildi ég óska að síma auglýsingin hefði rétt fyrir sér og netið væri bara bóla!

Alltaf skal maður reyna að lofa öllu fögru með tíðari heimsóknir, símaspjall eða meiri tíma en í hraða nútímans virðist maður aldrei geta efnt þessi loforð.

Ég þrái ekkert heitar en að geta gefið börnunum mínum meiri tíma, heimsótt ættingja oftar, hitt vinina meira en í afmælisboðum, átt nokkuð fleiri stundir með ömmu og afa áður en þau verða öll. Kannski er þetta spurning um skipulagningu en mitt mat er það að þegar maður vinnur frá 8-4, þá er afskaplega lítill tími til eins né neins því ekki líður á löngu þar til maður þarf að huga að matnum og svo að koma yngri krökkunum í rúmið. Eins þarf maður að sinna hinum helmingnum. Helgarnar væru kannski góðar í að heimsækja vini og ættingja en þá er bara svo freistandi að vera heima í rólegheitum með krökkunum. Sunnu þykir ekkert leiðinlegra en að fara eitthvað í bílnum, vill helst vera heima að leika sér við sína vini. Sandra Dís er sama sinnis en Viktoría er eins og fuglinn, flýgur þangað sem hugurinn reikar.

Í haust fer litla daman mín í skóla. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að minnka við mig vinnuna sem því nemi til að þurfa ekki að setja hana í "geymslu" þar sem allt of mikið af krökkum er og undirmannað í of litlu húsnæði. Ég hef möguleika á þessu og ætla að gera þetta. Ég skil líka alveg foreldra sem ekki hafa tök á því að minnka við sig vinnu. Ég kem þá líka til móts við Dísina mína sem þarf líka á mér að halda.

Ég verð því að sætta mig við minningar um ættingja og vini.....í bili.

Þetta lag er minningin mín um kæra vinkonu AE. Ef þú lest þetta þá vil ég bara segja þér að mér þykir rosalega vænt um þig og ég ÆTLA að kíkja mjög fljótlega á ykkur mæðgur InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil þig vel... eina sem ég get sagt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

tek undir með Gunnari elsku Helga mínknús á þig elskan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259710

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband