1.7.2008 | 14:54
Allt að gerast!
Stefán fór norður til Akureyrar í síðustu viku með litla stýrið og þar sem Pattinn var að fara í sprautuviðgerð bauð ég honum að taka Yarisinn. Ég gæti alveg verið á hjólinu. Kannski verra ef maður þarf að fara í búð að versla....en lifi það alveg af.
Hann vildi ekki hafa mig bíllausa hér fyrir sunnan svo hann fór norður Á rútu (hann og Sunna ein í 50 manna rútu.....eða hvað hún var. Var að ferja bílinn norður fyrir SBA Norðurleið) en hann yrði samt bíllaus fyrir norðan.
Ég fékk móral yfir því að hann yrði bíllaus en var samt rosalega fegin að þurfa ekki að hjóla alla dagana og komast leiða minna óhindrað.
Svo í morgun ákvað ég að skella bílnum í skoðun. Hann er kominn á tíma og án athugasemda fékk ég rauða tíu á númeraplöturnar. Alsæl fór ég í vinnuna, búin að spandera 6500kr í bensín og 7500kr í skoðun....sá samt eftir peningnum! Í hádeginu er hringt í mig og spurt hvort Yarisinn væri ekki enn til sölu. Jú, það passaði, hann er til sölu. Ég var beðin um að sýna einhverjum dúd bílinn svo ég hentist að þrífa bílinn. Spanderaði 1000kr í þvottastöð, 100kr í ryksugu og reyndi að sjæna hann aðeins áður en ég færi með hann. Bruna upp á Höfða og þar bíða dúddinn og bílasalinn eftir bílnum.
Gaurinn fór á bílnum mínum að prufa og þá sagði bílasalinn mér að hann væri að leita af bíl og væri með nokkra í takinu. Þegar dúddinn kom til baka var hann mjög jákvæður en sagðist samt hafa fengið betra tilboð í annan. Ef af þessu verður ætlar hann að hafa samband við mig eftir klukku tíma. Ég kvaddi og fór í vinnuna.
Ég var ekki komin upp þegar síminn hringir og þá var það bílasalinn með tilboð í Yarisinn. Frekar lágt...en markaðurinn í dag býður ekki upp á nein stórræði. Eftir samningaviðræður fram og til baka komumst við að samkomulagi svo úr varð að ég þarf að afhenta hann á eftir og ég verð BÍLLAUS næstu vikuna!!!
Damn....ég sem ætlaði að:
1 hendast í neglur,
2 fara í myndatúra áður en feðginin kæmu heim,
3 skella mér í dekur fyrir dekurpakkann sem Stefán gaf mér í afmælisgjöf,
4 fara í IKEA til að geta sett punktinn yfir i-ið í herberginu hennar,
5 fara í Dýraríkið og kaupa meiri mat fyrir grísina, fara með grísina aftur til læknis að fá seinni sprautuna (gengur erfiðlega að hafa þá á bögglaberanum)
Ásamt því að njóta frelsisins að vera ekki bundin yfir því að vera mætt heim á slaginu til að sækja Sunnu og hafa matinn til eða vera á haus í þvottahrúgunni.
Nú til að toppa þetta, þá fékk Stefán minn lánaðan bíl hjá vini sínum fyrir norðan svo eftir allt var hann þó ekki bíllaus
Auðvitað hringdi ég í manninn sem á 10 bíla á planinu sínu til að athuga með að fá lánað eins og einn þeirra....veistu...þeir voru bara allir BILAÐIR svo ég get ekki fengið einn einasta lánaðan!
Damn...jæja..hjólið skal það vera heillin....og ég SKAL skella bakpoka á bakið og hjóla í IKEA og svo heim aftur.....ég get það sko ALLVEG
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
MAMMA núna kannski SKILURU hvað mér finnst ógeeeðslega leiðinlegt að taka STRÆTÓ og að ég sé að TELJA dagana í bílprófið mitt !!!!
Takt þú núna bara strætó í vinnuna eins og ég geri alltaf! þá kannski skiluru hvernig mér er búið að líða seinustu 7 ár !!!!
Mér finnst bara gott á þig að vera bíllaus í viku !
elska þig
VIKTORÍA (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.