1.7.2008 | 20:46
Ég VANN!!
Þau voru ansi þung skrefin sem ég tók inn á bílasöluna í dag. Skammaðist í sjálfri mér fyrir að hafa ákveðið að selja bílinn. En jæja, það kemur bíll í bíls stað
Patrolinn er á sprautuverkstæði þar sem við erum að láta laga rispur á stuðara sem voru á bílnum þegar við keyptum hann. Erum að fara að selja jeppann líka....það er ALLT AÐ GERAST. Helga litla gerðist frek við kallinn sinn og heimtaði að nú færi jálkurinn á sölu og í staðinn fengjum við okkur jeppling eða eitthvað álíka. Hann kom með hugmyndir á litla fólksbíla eins og Mazda 6 og Subaru Legacy sedan en þegar ég settist í Legacy-inn, þá fannst mér ég setjast ofan í götuna og ekki ná að sjá uppfyrir stýrið svo ég sagði pent NEI TAKK!! (frekjan ég). Kom með hugmynd á Subaru Forester í staðinn og þá hnussaði í mínum og sagði NEI TAKK...ekki "afa bíl". Ég kom þá með hugmynd að Nissan X-trail en minn kall ekki alveg nógu sáttur en sættist á að koma og skoða með mér 2 X-trail bifreiðar en á miðanum mínum sem ég var búin að "gúggla" voru 2 X-trail bílar og einn Forester, allir 2007 ágerðir. (en Stefán vissi ekki af þessum Forester á blaðinu)
Við prufuðum X-trailinn og Stefán var ekki nógu ánægður með vinnsluna og kraftinn í honum, enda er þetta 2.0L vél og stór bíll svo hann er mjög þunglamalegur. Ég fer inn aftur og kalla á hann að koma og skoða þennan líka flotta Forester "jeppa" og ég bað svo sölumanninn um að leyfa okkur að prufukeyra. Með semingi sættist Stefán á að prufa Foresterinn sem var 7-8 mánaða lúxus útgáfa af Forester. Auðvitað passaði ég mig á því að láta hann prufa fyrst og það var eins og við manninn mælt, hann gjörsamlega varð ástfanginn og þegar við settumst við afgreiðsluborðið hjá sölumanninum var hann enn slefandi. Svo var tekin ákvörðun um að versla þennan tiltekna Subaru Forester jeppa sem er ekki lengur "afa bíll" Ég get með hreinskilni sagt ÉG VANN (þetta er nú bara þannig að ef maður ætlar sér eitthvað....þá getur maður það)
Bíðum eftir að jeppinn okkar komi úr viðgerð svo við getum skipt bílum.
Mamma var svo indæl að hún ætlar að lána mér bílinn sem hann elskulegi Ási heitinn átti. Þarf bara að fara með hann í dekkjaskipti og að láta skoða hann.
Herbergið hennar Sunnu fer alveg að verða klárt. Á eftir að setja "punktinn yfir i-ið" og þá er það tilbúð. Redda restinni í IKEA á morgun.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Til hamingju með Foresterinn. Veit að það er enginn afabíll. Kalli í Bæ á svona bíl og hann kemst ekkert minna en ég á mínum 35" jeppa og búum við í snjóakistu. Að vísu er ekki hægt að kvarta yfir mokstinum til okkar. Þorvaldur hefur verið síðastliðin haust á svona bíl vegna vinnunar þar sem hann er að ómskoða um vestfirði og síðasta haust var bílinn kominn í 350þúsund kílometra á sömu vél sem hlýtur að segja sitt. okkar bíll er kominn í 155þ. og það er búið að gera við hann fyrir eina millu sem segir sitt.
rósa (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:08
Til hamingju með sigurinn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.