. - Hausmynd

.

Eins og flís við rass

Það er dálítið gaman að segja frá því hvað við Stefán erum rosalega samtaka. Við stundum "hugsanalestur" okkar á milli og erum mjög náin. Hringjumst á mörgum sinnum á dag og oftar en ekki þá er ég búin grípa símann til þess að hringja í hann en í sömu andrá hringir hann. Ég kalla þetta hugsanalestur.

Við bökkum hvort annað upp á svo mörgum sviðum að það er bara fyndið. Til dæmis ef það þarf að fara í gegnum samningaviðræður, þá er mér otað fram og hann lætur sig hverfa en ef það er eitthvað sem þarf að skammast yfir þá sendi ég boltann yfir til hans og læt mig hverfa.

Þegar við keyptum Súbarúinn á þriðjudaginn þá stóð ég í samningaviðræðum með kaup og kjör. Þegar við fórum til að skoða bílinn betur komu í ljós skemmdir sem við höfðum ekki tekið eftir áður og fór Stefán beint inn og sagðist ekki skrifa undir nema þeir tækju að sér viðgerðina á tveimur skemmdum sem eru á bílnum. Strákurinn kemur út og sér hvað er og segir EKKERT MÁL, við lögum þetta, hripaði niður á blað hvers eðlis skemmdirnar væru og á sama blaðið kom fram að þetta var í þeirra ábyrgð.

Ég sendi svo póst til hans í morgun um hvenær við megum fara í viðgerð með bílinn þá fæ ég þetta svar til baka: "Ég skal panta tíma í það fyrir ykkur, og við erum tilbúnir að taka annað tjónið á okkar kostnað.." Að sjálfsögðu hringdi ég beint og klagaði í Stefán sem með það sama fór í Ingvar Helga og benti þeim á að þeir væru samningsbundnir og málinu var reddað, þeir taka bæði tjónin á sig.Þegar kemur að svona "leiðindum" læt ég mig hverfa og þá tekur Stefán við en þegar samningar eru þá lætur Stefán sig hverfa og ég tek við. WhistlingVið báðum um að láta filmur í rúðurnar líka og urðu samningarnir þess eðlis að þeir tækju helming kostnaðarins á sig en við myndum borga hinn helminginn. Ég fór með bílinn og fékk annan á meðan í láni, sótti svo kaggann minn rétt eftir hádegi og voru þeir ekki búnir að sækja hann svo strákurinn sem seldi okkur bílinn skutlaði mér að ná í bílinn. Þegar þangað var komið vissi ég að ég þyrfti að borga hinn helminginn og sagði stráknum að ég kæmi bara uppeftir að borga, þá snéri hann sér að mér og sagði að þetta yrði bara í boði IH. Ekki leiðinlegt það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég segi bara til hamingju

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.7.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 259689

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband