21.7.2008 | 00:03
Sagan af bleiku kanínunni
Sunna og ég fylgdum Stefáni í búðarleiðangur. Leiðin lá fyrst í N1 (Bílanaust) upp á Höfða. Við mæðgur ákváðum að skoða okkur aðeins um í búðinni á meðan Stefán sinnti öðrum málum. Ég rak augun í vænan vegg þakinn ilmspjöldum af hinum ýmsum stærðum og gerðum. Ég ákvað að leita af engli til að setja í Subaruinn. Nokkrir voru á lista þeirra sem komu til greina til að prýða okkar eðal-vagn.
Ég komst að niðurstöðu með einn og var mjög sátt við mitt val þegar litla skottan rak augun í kanínu í bleikum fötum. Hún réttir mér kanínuna og segist gjarnan vilja þessa kanínu í bílinn. Í sömu andrá kemur Stefán til okkar og ég segi við stelpuna: "Sunna mín, hvað heldurðu að pabbi segi ef við setjum BLEIKA kanínu í bílinn?" Þá heyrist í Stefáni fyrir aftan okkur: "maður er nú ýmsu vanur á meðal ykkar kvennanna"
Ég snögg lít á Sunnu og segi henni að taka kanínuna og með það sama strunsum við á kassa til að borga áður en Stefáni snérist hugur.
Nú prýðir þessi fína kanína bílinn.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.