. - Hausmynd

.

vinkonur, við erum vinkonur já

Ég hef verið með vinkonu mína frá Svíþjóð hjá mér í 2 daga. Við vorum æskuvinkonur en þegar hún flytur til Svíþjóðar 17 eða 18 ára gömul, slitnuðu tengslin hjá okkur. Við höfum verið að vinna í því að ná þessum tengslum aftur og hefur hún gist hjá mér í 2 nætur. Þessi tími hefur verið yndislegur og myndi ég ekki vilja skipta honum út fyrir nokkuð annað. Prakkarastrik æskunnar  voru rifjuð upp og þessi gamli tími þegar við vorum saman.

Við skelltum okkur svo í Húsdýragarðinn með ungana okkar en hún á eina litla sem átti afmæli í gær og varð 7 ára. Hún hefur aldrei talað Íslensku fyrr en nú og hef ég dáðst að því hvað hún hefur náð tungumálinu á skömmum tíma. Auðvitað blandar hún saman einu og einu orði en ótrúlega dugleg.

Sunna og Saga náðu strax vel saman og voru þær óaðskiljanlegar. Fanney vinkona Sunnu var mikið með þeim líka og ákváðum við að leyfa þeim að fara þremur saman í húsdýragarðinn við mikla hrifningu stelpnanna.

Ég tók nokkrar myndir af þeim og hér koma þær.

vinkonur 1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Aha, ég þekki svona "reunion" af vinkonum..... stofnaði einmitt til einnar slíkrar þegar ég var í Köben um daginn og mun aldrei sjá eftir því

Ótrúlegt hvernig maður finnur hver er vinkona og hver er v i n k o n a....... Sumum er bara ætlað að fylgja manni alla ævi, er það ekki??

Lilja G. Bolladóttir, 26.7.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Fallegar vinkonur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband