13.8.2008 | 12:09
Amma er óð og öfug!!
Ég er á lífi...en tæpast þó!!
Búið að ganga mikið á hjá okkur, sumt gott og sumt slæmt. Þetta góða varð til þess að batteríin hlóðust vel en svo þegar þetta slæma dundi yfir þá var gott að vera með vel á batteríinu.
Í stuttu máli hef ég ekki verið heima hjá mér hátt í mánuð. Bölvað flandur á manni.
Litla villidýrið mitt greip brandara sem hún hefur sagt öllum þeim sem hafa nennt að hlusta. Hann er svona:
Jói litli átti erfitt með að segja Gé. Ömmu hans fannst þetta slæmt málhelti svo hún ákvað að kenna stráksa þetta í eitt skipti fyrir öll.
Jói minn, segðu Amma er Góð og Göfug. Stráksi var ekki lengi að því og sagði: "Amma er Óð og Öfug"!
Ætla að senda inn myndir af ferðalaginu þegar ég kemst í mína tölvu og verð nettengd og kannski einhverjar krassandi sögur í leiðinni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
þennan er maður búin að heyra ansi oft
viktoría rós (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:56
.... hélt þú værir bara hætt að vera "memm", en þá ertu á einhverju eilífðarflandri!!!
Lilja G. Bolladóttir, 15.8.2008 kl. 02:17
Nei nei Lilja mín...ekkert hætt að vera memm. Var hinsvegar NETLAUS í tvær vikur og ég get líka sagt þér það að ég fékk fráhvarfseinkenni, tremma og læti
Loksins mætt í menninguna aftur þó svo að ég sé enn á flandri.
Helga Linnet, 15.8.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.