. - Hausmynd

.

Suma daga á maður ekki að fara frammúr!

Þegar maður er mamma í 100% starfi, eru ekki mörg prósent eftir til að vinna...eða hvað!

Ég þurfti aðeins að redda nokkrum hlutum áður en ég fór heim í gær svo ég ákvað að gera það í matarhléinu mínu. Ég fór út rétt fyrir 12 til þess að vera komin aftur fyrir 1 því ég vinn jú bara til tvö.

Ég náði að redda því sem ég ætlaði mér en eitthvað var tíminn fljótur að líða og áður en ég vissi af var klukkan bara ORÐIN tvö og ég ekki enn komin í vinnuna aftur. Það var því spýtt í lófana og brunað heim. Ég ætlaði að koma við í búð til að kaupa eitthvað gott í matinn en náði því ekki og þar sem ég átti að taka við barni í fóstur líka klukkan 2, var ekki möguleiki á að fara í búðina.

Ekki tók betra við þegar ég kom heim. Ég fékk skyndilegt kast og þurfti nauðsynlega að taka fiskabúrið í gegn. Ekki lét ég þar við sitja heldur ákvað ég að nú skyldi stofunni breytt til muna sérstaklega þar sem það er ekki æskilegt að ég ýti eða lyfti þungum hlutum eða fari offörum vegna astmans. En svona er ég og get einhvernvegin ekki breytt því!

Fiskabúrið var tæmt og þrifið en á meðan tæmingu stóð, færði ég til öll þau húsgögn sem ég mögulega gat þar til fiskabúrið yrði tómt svo ég gæti fært skenkinn líka. Þegar búrið var orðið tómt var það flutt á nýjan stað með aðstoð Dísarinnar minnar sem stóð sig eins og hetja því búrið er skrambi þungt með 20 kg af sandi ofaní.

Astminn var farinn að segja til sín og virkuðu astmalyfin ekki baun en ég beit á jaxlinn og hélt áfram. Ég YRÐI að vera búin að þessu öllu áður en minn maður kæmi heim því svona tilfærslur eiga ekki sérlega mikið við hann frekar en Steve Wonder W00t

Næst var að fylla búrið af vatni. Sama 10 metra slanga var notuð og þurfti ég eitthvað að finna út úr því hvernig ég ætti að troða 10mm slöngu á kranann svo ekki færi allt út um allt. Eftir mikið bras og vatnsskvettur út um allt, taldi ég mig hafa lausnina. Ég skil slönguna eftir og fer fram í stofu til að fínpússa staðsetningu húsgagna og ryksuga undan öllu.

Þegar ég slekk á ryksugunni eftir drykklanga stund heyri ég vatnsgutl í eldhúsinu og fer til að kanna málin. Það eina sem gerðist var að ég þurfti að fara í vaðstígvél því það fór ekki DROPI í búrið heldur fór ALLT á gólfið! Ég mátti gjöra svo vel að slökkva á krananum og byrja að þurrka nokkra lítra af vatni af gólfinu en þegar ég opnaði ruslaskápinn, kom flóð út úr honum. Alveg frábært!

Ég ákvað að taka þetta í mínar hendur og handmata vatnið í slönguna...svona næstum. Ég var á þrjóskuskeiðinu líka og þvertók að notast við skúringafötur til að fylla búrið (sem hefði tekið skemmri tíma) því ég hefði þurft að lyfta henni fyrir ofan höfuð og það hefur slæm áhrif á öxlina sem hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur.

Áður en ég vissi var græni bíllinn hans Stefáns mættur á heimreiðina og húsið var á HVOLFI. Allt draslið sem kom við allar tilfærslurnar voru í sófum og stólum víðsvegar um stofuna, eldhúsið á hvolfi af fiskadóti, stofuborðið fullt af myndum og öðrum varningi sem hafði ekki fengið sitt pláss ennþá. Eldhúsgólfið enn blautt eftir vatnssullið og af því sem bættist við að reyna að troða vatni í allt of litla slöngu.

Stefán kom inn og það fyrsta sem hann sagði þegar hann leit í kringum sig: "Jæja, Helga mín, ertu nú komin á breytingaskeiðið!"

Inn kom þessi elska með risa stóran blómvönd í tilefni dagsins. Hann spurði mig svo hvað hann fengi að borða og ég svaraði því um hæl að ég ætlaði að bjóða honum og krökkunum út að borða.

Með það skrúfaði ég frá af fullum krafti á krananum en hafði gleymt því að ég hafði tekið sturtuhausinn af krananum svo það var bara slangan sem var opin og við það sprautaðist vatnið í langri og "fallegri" bunu yfir mig alla og það sem fötin mín héldu ekki, fór á eldhúsgólfið. Enn og aftur.

Stefán aðstoðaði mig við að koma fiskabúrinu í gang, fór í önnur föt og héldum af stað út að borða.

Ekki tók betra við.

Enduðum á Piza Hut. Ekkert að gerast inn í búllunni svo við áttum að fá topp þjónustu. Reyndin var önnur.

Við fengum ekki þjónustuna svo við urðum að sækja okkur hana. Pöntuðum eina stóra pizzu en fengum ekki rétta pizzuna, vatnið kláraðist og aldrei kom nokkur framhjá til að við gætum hugsanlega fengið þjónustu. Afgreiðslustelpan fór ískyggilega í taugarnar á mér hvað varðar framkomu og klæðaburð (klæðaburðurinn fór bara í taugarnar á mér út af viðmóti dömunnar) og þegar kom að því að borga vorum við ekki einusinni spurð hvernig okkur hefði líkað eða hvort var eitthvað að. Ég var syngjandi brjáluð yfir þessu öllu saman svo ég strunsaði út og búin að heita sjálfri mér því að koma ekki þangað aftur í bráð....mjöööög langa bráð!!

Fórum heim og ég hélt áfram að taka til og gera heimilið að heimili. Lítið varð um kósý kvöld....en ég bæti honum það upp síðar. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með brúðkaupsafmælið í gær. Vá hvað tíminn er fljótur að líða

kv.Þórey Ósk

Þórey Ósk (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:00

2 identicon

Ynnilega til hamingju med daginn.

//Selma

Selma (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband