. - Hausmynd

.

Í dag er dagurinn

Í dag er eitt ár síðan ég lenti í því að keyrt var aftan á mig. Mér finnst lítið vatn runnið til sjávar því enn er ég illa haldin af verkjum í öxlinni og ekkert útlit fyrir að það lagist á næstunni.

Hef verið hjá sjúkraþjálfa sem mér hefur fundist gera meira ógagn en gagn! Kannski það sé vegna þess að hann er að hræra í taugaendum og fleiru sem framkalla þessa verki.

Ég fór ekki í blakið í vetur því ég hef ekki verið með heilsu í það og er tæpast með heilsu í Pilates en reyni að þrauka því þar er ég á mínum hraða og minni getu.

Það er ótrúlegt hvað svona aftanákeyrslur eru slæmar. Mest vorkenni ég þó manninum mínum sem þarf að þola ýmislegt en ég er hætt að "væla" í honum um mína verki. Ég tek verkjalyf þegjandi og hljóðalaust en verst hvað skapið fer illa þegar manni líður svona illa. Get ekki lyft neinu, haldið á innkaupapokunum því þá fara verkirnir að bögga mig meira en venjulega.

Jæja. Ég horfi samt fram á bjarta tíma, ekki þýðir að leggjast í kör yfir þessu.

Svo má ekki gleyma því að yndislega tengdamóðir mín á afmæli í dag. Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Svona verkir fara algjörlega á sálina á manni, og þegar maður upplifir stöðuga verki, skilur maður eiginlega ekki hvernig manni leið ÁÐUR en maður fann til...... ég þekki þetta svolítið því ég er með brjósklos í tveimur hryggjaliðum og fæ algjör köst ca. annaðhvert ár, get þá bara sofið ef ég hef fæturna uppi á vegg.....

Vona að þér fari að líða betur, mín kæra

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku frænkan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband