30.9.2008 | 10:02
Allt á fleygi ferð
Það er búið að vera mjög annasamt hjá okkur undanfarið. Viktorían var að fá sér nýjan bíl úr kassanum sem pabbi hennar reddaði henni á svaka góðum díl. Hún fékk sér svarta Skoda Fabiu. Flottur bíll og nú er beðið eftir að klukkan verði 23:59 á laugardaginn því þá ætlar hún að sækja ökuskírteinið sitt.
Við erum búin að ráða flísara í vinnu til okkar við að flísaleggja á milli eldhúsbekkja og svo gólfið. Allar flísar komnar í hús svo nú er bara vinna framundan því við þurfum að koma öllum húsgögnum fyrir! Þó svo að herbergin séu stór þá rúma þau ekki alla stofuna, sjónvarpsstofuna, ganginn og holið á einu bretti!! Þetta er framtíðarvandi.
Við Stefán fórum heljarstökk afturábak og hliðarstökk um leið í fyrradag. Við sáum amerískan lazy boy til sölu og þetta var akkúrat stóllinn sem Stefán er búinn að dreyma um í langan tíma. Við skelltum okkur á þetta og sóttum.
Nú er sko nóg af sætum fyrir alla að góna á sjónvarpið
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
267 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.