19.12.2008 | 22:08
Unglingarnir og samtíminn.
Ekki það að mér finnst ég vera neitt gömul en það er margt sem hún Viktorían mín er að gera sem hneykslar mig. Ég skil ekki (get ég sagt núna) hvernig henni datt til hugar að fá sér gat í vörina svona sem dæmi. Þetta var ekki eitthvað sem ég hefði gert hér í "dentid" (maður telur sig trú um það allavega)
Um daginn kom þessi elska svo til mín með merkilega frétt. Hún var í skólanum í enskukennslu og var kennarinn að leyfa krökkunum að hlusta á eitthvað stórmerkilegt. Hún var svo uppveðruð af þessum upplýsingum að hún hélt ekki vatni.
"Mamma, enskukennarinn var að láta okkur hlusta á geisladisk. Reyndar var þetta dálítið stærri en geisladiskur...eiginlega bara svona RISA STÓR geisladiskur og hann var svartur og hægt að spila báðu megin!"
Þið getið ímyndað ykkur hvað ég hló dátt
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
30 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.