. - Hausmynd

.

15 ára í einn dag!!!

Ég og Selma vinkona peppuðum hvor aðra í það að fara í Liseberg tívolíið í Gautaborg. Svo var spurningin hvor okkar var meiri hæna svo hvorug okkar gaf sig og á endanum fórum við í ÖLL tækin...líka þau sem fóru nokkra hringi!!!

Hrikalega skemmtum við okkur vel og urðum svo sannarlega 15 ára aftur. Mættum kl 12:30 í tívolíið og fórum heim uppúr kl 20:00 en það var bara vegna þess að við fórum í vatnstækin og urðum öll rennandi blaut. Stefán minn er ekki sami adrenalíns fíkillinn og við en lét sig hafa það að fara með okkur í nokkur tæki sem ekki litu út fyrir að vera mjög hættuleg en þess á milli var hann töskuberi...og hann var meira en sáttur við það Tounge

Þegar heim var komið var tekið til við eldamennsku og svo var fjörinu haldið áfram í Singstar....til 4 um nóttina W00t. Mikið skemmtum við okkur vel.

Í dag verður förinni haldið til Ullared sem er stærsta búð ever í Svíþjóð og að Selmu sögn sú ódýrasta ever!

Stefáni finnst vissara að taka visa kortið af mér.....en ég er bara með annað LoL

Nokkrar myndir tók ég í gær í tívolíinu og hér fá nokkrar að koma.

Selma & Ég

 

Selma & Stefán rennandi blaut

 

Liseberg

 

Liseberg

 

Liseberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:19

2 identicon

Ég hef grun um að Stefán sé útmiginn á einni myndinni !

Drífa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 260264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

265 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband