. - Hausmynd

.

Ég gaf vitlausum manni blómið!

Þetta fékk ég að heyra frá 7 ára gamalli dóttur minni. Ég vissi ekki um hvað hún var að tala en hún var rosalega miður sín yfir því að hafa gefið vitlausum manni blómið.

Ég ákvað að fá meiri upplýsingar upp úr barninu og spurði hverjum hún ætlaði að gefa blóm. Svarið sem ég fékk var að hún ætlaði að gefa Ása blóm á leiðið. Þegar hún fór að leiðinu stóð hvergi "Ási" heldur eitthvað annað svo hún fór að næsta leiði en þar var heldur enginn "Ási". Hún stóð ráðvillt í smá tíma þar til hún ákvað að taka á sig rögg og hugsa hvað hann Ási okkar hafi heitið í alvörunni og eina nafnið sem hún fann var Ásgeir.

Ásgeir var hvergi að finna á þeim stað sem hún mundi eftir að hafa farið á áður svo hún rölti um kirkjugarðinn að leita af Ásgeiri. Á endanum fann hún einn Ásgeir og lét hann hafa blómin en var ekki viss hvort hún væri með réttan mann eða ekki.

Daginn eftir var þetta enn að þjaka hana svo hún spurði mig hvað hann Ási okkar hafi heitið í alvörunni. Ég svaraði því að hann hafi heitið Ásgrímur og þá runnu á hana tvær grímur og hún stundi þungan og sagðist hafa gefið vitlausum manni blómið.

Ég sagði að þetta væri allt í lagi, við færum bara fljótlega saman og settum blóm hjá Ása okkar.

Er ekki viss hvort hún hafi samt verið sátt við þessa niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband