17.12.2006 | 23:22
Bylta á Álftanesi
Við vorum að koma heim eftir langan og strangan dag. Ég var með fullt fangið af dóti og steig út úr jeppanum með þeim afleiðingum að ég í orðsins fyllstu merkingu öðlaðist vængi í fyrsta sinn og flaug út úr bílnum . Það var ótrúlegt hvað tíminn virtist standa í stað og allt gerðist lygilega hægt. Þetta minnti helst á þegar verið er að endursýna hægt mörkin í boltanum. Ég reyndi að grípa í haldfangið á hurðinni en missti það, reyndi þá að snúa mér við í loftinu og grípa í sætið en rann af því, fæturnir fundu ekki festuna og spóluðu á malbikinu og á endanum hlunkaðist ég í malbikið hálf undir bílnum . Auðvitað setti ég hendurnar fyrir mig og lenti illa á hendinni með þeim afleiðingum að öxlin fékk hnykk svo nú er ég að drepast í allri hliðinni og öxlinni. Ég sá að Stefán var að tæma skottið á jeppanum og bað hann um að aðstoða mig á fætur þar sem ég gat ekki sett hendina fyrir mig og reist mig upp. Aumingja maðurinn fékk nett sjokk þegar hann sá mig í götunni og hálf henti dótinu frá sér sem hann var að taka úr bílnum.
Þetta er í lagi eins og er, spurning hvort þetta dragi dilk á eftir sér eða ekki.....jú....svo er eitt í viðbót....Sandra Dís er aftur farin að kvarta um í eyrunum . Ég sver það......ég veit ekki hvað ég á að gera....ætli ég byrji ekki á því að hringja á Lansann og tala við lækninn hennar. Ég nennissu ekki
Helga skakka
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 260129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.