22.12.2006 | 21:25
aftur til fortíðar
Oftar en ekki miðar maður allt við hvernig þetta var í "gamladaga". Þegar ég var lítil var bara til svart/hvítt sjónvarp og engum fannst athugavert við það þar sem þeir þekktu ekkert annað. Svo kom litasjónvarp og maður var ekki með mönnum nema eignast litasjónvarp. Svo þróast þetta allt saman og 30 árum eftir að litasjónvörpin komu eru komnir á markað þynnstu sjónvörpin sem nokkur hefur séð (LCD). Auðvitað vilja flestir halda í við þróunina og eignast svona græju. Engum DETTUR það til hugar að reyna að nálgast stórt og klossað svart/hvítt sjónvarp!!!
Ég ætlaði í pósthúsið að ná mér í frímerki. Var á leiðinni að senda jólakort. Þegar ég nálgast pósthúsið í Firðinum í Hafnarfirði sé ég gríðarlega biðröð eftir afgreiðslu. Ég leit á biðröðina og hugsaði með mér að þetta væru ekki nema 15 manns á undan svo þetta hlyti að ganga skafið. Þegar ég var búin að standa í biðröðinni í 20 mínútur ÁN þess að stíga svo mikið sem EITT skref áfram var nú farið að renna á mig tvær grímur. Ég ætlaði að skjótast í matartímanum mínum til að ná í frímerki og einungis 10 mín voru eftir af þessum matartíma mínum svo ég sá fram á það að ég myndi ekki ná að vera BARA 30 mín í mat . þegar þessar 30 mín voru liðnar hafði röðin aðeins hnikast í "rétta" átt og einungis 5-6 manns voru á undan mér. Ég sá svo aðeins inn þar sem afgreiðslan fór fram og sá þar mér til mikillar furðu að fólk var að koma inn og út án þess að hafa staðið í röðinni. Ég er ekki sú þolinmóðasta þegar kemur að biðröðum og þegar er gengið framfyrir mig og læt í mér heyra þegar mér mislíkar e-ð. Það kom fyrst maður sem sagði e-ð við afgreiðslustúlkuna og hún hætti að afgreiða þann sem hún var að afgreiða, fór e-ð á bakvið, sótti dót og lét hann hafa. Mér fannst þetta ekki sniðugt, sér í lagi þar sem ég var búin að bíða í röðinni ansi lengi. Ekki leið á löngu þar til kona kom inn með "gulan" miða og fór framfyrir og rétti dömunni, samstundis fékk hún sömu meðferð og maðurinn og með það var hún þotin. Þegar þarna var komið var farið að sjóða á mér. Var harð-ákveðin í að láta í mér heyra EF þetta skyldi koma fyrir aftur.
Ég fór svo að fylgjast með afgreiðslunni þarna og veistu.....mér fannst stundum þetta lið sem var að afgreiða, vera einfaldega bara að bora í nefið á sér stundum, það vissi ekki hvort það var að koma eða fara! Til dæmis þá þurfti kona nokkur fóðruð umslög og strákurinn í afgreiðslunni HORFÐI á hana skrifa á ÖLL umslögin í stað þess að afgreiða næsta til að flýta fyrir. Ég var orðin svo kex brjáluð að ef einhver hefði sagt BÖÖÖH við mig hefði ég að öllum líkindum MISST MIG. dí hvað ég var orðin súrrandi brjáluð. Til að reyna að láta þetta fólk átta sig á þessu þá fór ég að tala upphátt um ÞJÓNUSTUNA þarna og benti manni á það í röðinni hvernig hefði mátt nánast eyða þessum biðröðum með því að HUGSA. Ég er farin að hallast að því að til að fá vinnu hjá póstinum þarf maður að þreyta próf og allt fyrir ofan 100 er fall!!!!!
Mér finnst þetta vera afturför miðað við hvað þetta var alveg ágætt fyrir ekki svo mjög löngu síðan
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.