. - Hausmynd

.

biðraðir - martraðir

Það er með eindæmum hvað þetta gatnakerfi er ekki að bera þennan bílaflota hér í Reykjavíkinni. Maður getur ekki annað en hugsað um HVAÐ þessir einstaklingar sem hönnuðu þetta vegakerfi voru að HUGSA.....eða voru þeir ekki að hugsa???? Það þarf ekki að fara mjög langt til að sjá hvernig maður á að gera þetta. Þegar ég fór til Þýskalands í sumar sá maður NÁKVÆMLEGA hvernig þetta átti að vera. Það eina sem var ábótavant í þeirra menningu voru ljósastaurar! Það voru ENGIR ljósastaurar á hraðbrautunum. Þetta vandist líka alveg vegna þess að vegmerkingarnar voru líka fullkomnar og þurfti ekkert að setja út á það. En hér eru vegmerkingarnar þannig að ef þú átt að beygja til vinstri, þá segir skiltið til um það þegar þú ert alveg að komast framhjá þeim gatnamótum Errm

Það er alveg ótrúlegt þetta veður sem búið er að vera. Ég sótti dóttur vinkonu minnar frá svíþjóð í Keflavík en stúlkan er 15 ára gömul og ætlaði að eyða jólunum hjá ömmu sinni og afa á Akureyri. Hún kom um kl 15 á völlinn og átti pantað flug kl 18:30 í Reykjavík til Akureyrar. Á leiðinni heim fór að hvessa ansi hressilega og var ég farin að sjá fram á það að stúlkan kæmist ekki heim til ömmu og afa fyrr en næsta dag. Það passaði, ekkert flug var svo hún gisti hjá okkur. Næsta dag var maður í startholunum og ætlaði að koma henni í flugið, fórum á völlinn um kl 13 þar sem við fengum beinar upplýsingar frá Akureyri að veðrið væri að hægja á sér. Hélt að ég væri voða tímanlega og allt það, en vá.....ekkert smá margt á vellinum. Stóðum í biðröð í 40 mín en það borgaði sig alveg. Allt í einu var tilkynnt að þeir ætluðu að fljúga norður og þá fóru líka einar 5 vélar í loftið á 30 mín. Stelpu greyjið komst loksins norður. Joyful

Ég fór yfir til mömmu í skötu í gær. Það var voða gott að smakka aðeins á skötunni. Svo fórum við Stefán aðeins í bæjarleiðangur. Fengum Viktoríu til að passa Sunnu en tókum Dísina með okkur í staðinn. Við vorum ótrúlega heppin með umferðina enda fórum við EKKI í Smáralindina eða Kringluna. Wink

Ég óska ykkur gleðilegra jóla. Knúsið hvert annað og haldið friðinn. Ég er farin að hlakka til að sjá gleðisvipinn á börnunum mínum þegar þau taka upp pakkana. Eins er ég farin að fá vatn í munninn við tilhugsunina um dádýrið sem við ætlum að snæða í kvöld Smile

jólakveðjur

Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259710

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband