. - Hausmynd

.

Ég vil fá sjúkrabíl.

Hversu flókið getur þetta verið að fá einn sjúkrabíl eða svo????

Ég kláraði að vinna klukkan 4 í dag. Hentist í Fjarðarkaup eftir einhverju smotteríi og ætlaði svo að rjúka heim. Ég var að flýta mér (eins og svo oft áður) og endasendist á þann kassa sem styðstur var hvað biðröð varðaði. Ég sá bara handkörfu á færibandinu með örfáum hlutum í. Undraðist það hvar manneskjan væri sem ætti þessa körfu. Ég hugsaði með mér á meðan ég beið eftir að eigandi körfunnar kæmi í leitirnar að ef hún kæmi ekki þá myndi ég fara framfyrir hana. Hver einasta sekúnda var eins og heil mínúta að líða enda var ég á gríðarlegri hraðferð. Aldrei kom konan og ég leit e-ð í kringum mig og sá mér til undrunar að hún lá á gólfinu milli kassa. Í þeirri sömu andrá kom maður hlaupandi ásamt starfsfólki Fjarðarkaupa. Ég var svo hissa á því sjálf að hafa ekki tekið eftir aumingja konunni á gólfinu að ég varð miður mín. Þar sem fullt af fólki var farið að skarast í leikinn fór ég á næsta búðarkassa í leit að afgreiðslu. Ég fylgdist samt með því sem fram fór og heyrði alltaf kallað að það ætti að hringja á sjúkrabíl. Ég sé konu í símanum að hringja á Neyðarlínuna (vænti ég allavega). Símtalið var á þessa leið:

afgr. kona "Ég vil fá sjúkrabíl í Fjarðarkaup. Það liggur kona meðvitundarlaus í gólfinu"

112: "******"

afgr.kona: "jú, hún er meðvitundarlaus"

112: "******"

afgr.kona: "jú, hún er meðvitundarlaus en ég veit ekki hvort hún andar"

112: "******"

afgr.kona: "já, hinkraðu aðeins"

Með það lagði konan frá sér símann og fór úr glerbúrinu og að meðv.lausu konunni. Fór aftur til baka og hélt áfram í símanum:

afgr. kona "Jú, hún andar"

112: "******"

afgr.kona: "Ég veit ekki"

112: "******"

afgr.kona: "Hinkraðu þá aðeins"

Aftur fór afgr.konan út úr glerbúrinu og að sjúklingnum, talaði við þá sem þar voru. Ég sá þá að hún var komin til meðvitundar en lá enn í gólfinu ringluð. Afgr.konan fór aftur að búrinu og greip símann.

afgr.kona: "Hún er komin til meðvitundar en liggur enn í gólfinu"

112: "******"

afgr.kona: "Hún getur ekki staðið sjálf. Ég vil ENN fá sjúkrabíl"

Þegar þarna var komið höfðu liðið ansi margar mínútur frá því að konan féll niður í öngviti. Ég fór þá að velta því fyrir mér að ef hún hefði lent í hjartastoppi væri konan LÖNGU látin. Mér fannst þetta taka ótrúlega langan tíma allt ferlið. Bæði það að konan í glerbúrinu var í snúrusíma svo ekki gat hún hlaupið með tólið til að gefa beinar "rapportanir" en þess í stað mátti hún hlaupa á milli.

Loksins sá ég glitta í bláu ljósin. Fyrir þá sem ekki vita, þá er slökkvistöðin í húsinu við HLIÐINA á Fjarðarkaup. Þeir koma tveir inn með hjarta-græjur og ganga beint að konunni. Í sömu andrá komu aðrir tveir sjúkraflutningamenn. Loksins fékk konan aðhlynningu fagaðila og hún var komin í öruggar hendur. Þegar ég var á leiðinni út úr búðinni komu tveir lögregluþjónar á harða-hlaupum og hlupu niður alla þá sem á vegi þeirra varð.

Þó svo að konan hafi fengið umönnun á endanum þá er ég ekki svo viss um að hún hefði verið á lífi ef hún hefði verið í hjartastoppi. Mér finnst þetta ótrúlegt ferli að fá einn sjúkrabíl til að koma. Það þarf að taka á þessu og laga. Mér yrði alveg sama um að borga skitinn fimmþúsund kall ef ég eða eitthvað af mínu fólki þyrfti á sjúkrabíl að halda.

Mér finnst að hér þurfi að taka höndum saman og kvarta undan svona þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband