Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
24.12.2007 | 16:05
Lápur, Skrápur og Jólaskapið
Ég fór með þær yngri á þetta fína jólaleikrit, Lápur, Skrápur og Jólaskapið. Það var ekki laust við að maður fór í smá jólaskap við að horfa á þetta. Börnunum fannst þetta æði. Það sem gerði þetta hvað skemmtilegast var að maður var "á" sviðinu við að horfa á þetta leikrit. Leikararnir voru í nokkra sentímetra fjarlægð sem gerði það að verkum að maður fann meiri tilfinningar en þegar maður situr í fínum og flottum leikhúsum. Þetta leikrit ættu allir foreldrar að fara með börnin sín á. Einstaklega skemmtilegur og lifandi leikur og ekki skemmti að krakkarnir fengu að hitta Láp, Skráp og Sunnu á eftir og ræða öll heimsins málefni við þau.
Sunna & Sunna
Sunna, Skrápur og Lápur (með könnuna)
Sunna að fá jólaöl hjá Lápi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 12:36
Notalegur jólaundirbúningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2007 | 11:22
Náttúruleg fjölgun eða innflutningur!
Okkur finnst þetta há tala. Staðreyndin er sú að þessi fjöldi er í höfuðborginni Ljubljana í Slóveníu. Samt er Slóvenía ekki nema 1/5 af Íslandinu góða og þar er meira að segja nokkuð strjálbýlt eins og hér. Ekki það að ég vilji hafa yfir 300.000 í höfuðborginni einni saman....þá fyrst er ekki hægt að "skreppa" inn í Reykjavík
Gaman væri að vita hversu margir aðfluttir útlendingar væru í þessari tölu. (á heildina litið) Ég er ansi hrædd um að sú tala séu ansi margir þúsundir
Íslendingar orðnir 312 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2007 | 14:00
Dýrkeypt mistök
Mistök eru mannleg og allt það. En spáðu í því að þeir högnuðust um 30 millur á þessari kerfisvillu og þetta er allt peningur sem átti að renna til BANKANS Sjáðu hvað þeir græða á HVERRI MÍNÚTU!
"Fólkið notaði netbanka til að kaupa dollara fyrir evrur og seldi síðan strax aftur fyrir evrur. Kerfisvillan gerði það að verkum að mennirnir fengu í sinn hlut álagsgreiðslur, sem áttu að renna til bankans. Fjórmenningarnir högnuðust um alls 30 milljónir króna"
Ég segi nú bara HÚRRA fyrir þessum einstaklingum að opna augu okkar hinna um hvað bankarnir eru stórtækir í sínum viðskiptum. Þetta er spurning um hver er að stela af hverjum hér
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 14:39
meðferð!
Harma meðferðina á Erlu Ósk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2007 | 09:58
Kennsla í akstursháttalagi við hraðahindranir
Ég get ekki skilið það þegar maður kemur að hraðahindrunum að þá er eins og fólk eigi lífið að leysa og gerir ekkert annað en að vekja gremju hjá öðrum.
Eins og svo oft áður, þá þarf bara örfáa til að skemma fyrir öllum hinum svo hér er um að ræða einstaklinga en ekki alla ökumenn.
Þegar maður kemur að hraðahindrun sem er þrengin frá öðrum kanntinum og að miðju götunnar, þá er alveg ljóst að aðeins einn bíll á réttinn. Það er ekki spurning hvor kemur fyrr að hraðahindruninni heldur hvoru megin er þrengingin.
Í morgun var ég nærri lent í árekstri við bíl á hraðahindrun þar sem ég átti klárlega réttinn en hinn ökumaðurinn virti ekki þann rétt og enduðum við tveir bílarnir inn í hraðahindruninni sem er aðeins gerð fyrir einn bíl. Um er að ræða klára frekju hjá hinum ökumanninum og þar sem þessi einstaklingur sýndi ekkert annað en frekju, ákvað ég að gefa mig ekki því ég þoli ekki frekju. Ég vil ekkert frekar en að umferðin gangi eins og "tannhjól" en því miður er aksturslag íslenskra ökumanna ekki í samræmi við það. Við þurfum jú ÖLL að líta í eigin barm (og að sjálfsögðu ég líka) og hugsa aðeins fram í tímann.
Ég ákvað að teikna upp eitt slíkt dæmi um hraðahindrun frá öðrum vegarhelmingnum.
Hér kemur smá kennsla. Myndirnar tala sínu máli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 08:34
enn og aftur sögur af frægafólkinu
Britney á biðilsbuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 12:47
Starbucks er jú ágætt.....eeeen
Fór á þetta marg-um talaða Starbucks í Hong Kong núna í nóvember. Jú, voða sætt og notalegt kaffihús, kaffið á viðráðanlegu verði, ágætt að sötra á og allt það. Mér finnst það ekkert betra/verra en mörg önnur kaffihús sem ég hef farið á hér á landi.
Það sem gerist þegar/ef Starbucks kemur hingað, er einfaldlega að rekendurnir af sjoppunni, munu okra svo svakalega á landanum (eins og 90% annarra fyrirtækja hér á landi) að maður verður tekinn í þurrt BÍB á staðnum Mig langar ekki að setjast niður á okurhús...ég meina kaffihús þar sem kaffibollinn kostar fúlgu fjár!
Ég hef heyrt að Starbucks muni aldrei selja keðjuna heldur opna nýtt hús og láta svo aðra rekstrar aðila reka það. Mér finnst það mjög sniðugt og styð það svo sem. Hinsvegar er verðið gefið frjálst og það er notað til hins ýtrasta.
Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2007 | 09:31
Ekkert í óhófi
Potter kaupir penthouse-íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 00:00
Í strumpalandi
.....Skyldi Halli og Laddi vita af´essu? (eru þeir ekki umboðsmenn strumpanna....bwahaha)
París móðgaði tvo strumpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín