. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

í burtu með púkana

Ætli ég verði þá ekki fangelsuð næst þegar ég fer til USA....hnerraði í flugstöðinni í Baltimore og rak við í flugstöðinni á Orlando í sumar W00t Þetta þýðir tvöfalt brot á hegningarlögum.....

Enn einu sinni sannast mitt mál að Ameríkanar eru heimskir Pinch (upp til hópa)


mbl.is Fangelsuð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Phil

hefði þurft að tala við þessi hjón.

Sá þátt um daginn með þessum ágæta manni Dr. Phil, hann var með hjón sem afneituðu ættleiddum syni sínum sökum þess að þau voru "svikin" þegar þau fengu hann. Drengurinn var með eitthvað lýti sem þau voru ekki sátt við og svo eignuðust þau annað barn á eftir honum (sjálf) og tóku það barn framfyrir þetta ættleidda. Að þættinum loknum voru hjónin al-sæl með ættleidda drenginn sinn og sást til þeirra knúsa hann ekki minna en sitt eigið barn.

Hverslags hjarta hefur þetta fólk að geyma, að skila barni sem þau hafa alið upp í 6 ár eða meira?! Það koma alltaf erfiðir tímar en ég lít á þá tíma sem tækifæri til að reyna að gera betur. Ef uppeldi væri eins og að drekka vatn væri lífið einfalt....en myndi ekki skilja neitt eftir sig. Shocking


mbl.is Skiluðu ættleiddu barni eftir 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÖNNUN

....að ameríkanar séu upp til hópa snar geggjaðir Shocking

Ég er sannfærð um að ég hefði líka blótað all hressilega ef salernið mitt hefði stíflast og allt flyti út um allt.....í ALVÖRU...hver hefði EKKI gert það?! GetLost


mbl.is Ákærð fyrir að bölva biluðu klósetti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skák og mát

Enn einu sinni skákaði litla dýrið pabba sínum um helgina. Ekki bara skákaði, heldur mátaði líka.

Hún er á kafi að læra stafina og er mjög áhugasamur nemandi. Hún kemur með blað og penna og er að reyna að skrifa Rauðhetta. Þylur þetta í huganum og spyr svo eftir smá ígrundun hvort það sé þonn í Rauþetta. Nei, ég leiðrétti það og útskýrði fyrir henni hvaða stafur væri. Næst spyr hún pabba sinn hvernig maður skrifa Hvíti. Pabbi hennar svarar því auðfúslega og stafar fyrir hana H-V-Í-T-U-R. Um leið lítur barnið upp og segir hneykslað; "PABBI, það er ekki ERR í HVÍTI" GetLost

Enn hugsar maður til þess hversu langt hún er komin, hún er jú bara fimm ára!


Samviskusemin

Það er ótrúlegt hvað þessi börn geta verið samviskusöm. Litla skottið mitt hlakkaði gífurlega til þess að fara með rútunni frá leikskólanum og að Bessastöðum til þess að syngja fyrir forsetann Ólaf Ragnar og fylgdarlið. Spenningurinn lá kannski ekki alveg við að syngja fyrir hann, heldur að hitta jólasveinana og ekki síst að drekka kakó og borða piparkökur.

Hún var svo uppveðruð að þessu kvöldið áður að hún væri að fara að hitta jólasveinana að mér fannst alveg kominn tími til að vekja áhugann á að hún væri að fara að hitta forsetann. Ekki fannst henni það svo merkilegur pappír svo ég bað hana um að skila kveðju til forsetans frá mér þegar hún hitti hann. Hún ígrundaði það smá stund og sagði að hún skyldi gera það fyrir mig ef hún myndi eftir því Shocking (þetta er barnið sem allt man svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af skammtímaminnisleysi þá stundina)

Hún fer óvenju snemma í rúmið og biður pabba sinn um að stilla vekjaraklukkuna sína ef ég skyldi nú sofa yfir mig. Klukkan 7:00 reis krakkinn úr rekkju og vakti alla með harðri hendi því nú væri hún að verða of sein að hitta JÓLASVEINANA. Að sjálfsögðu drattaðist maður frammúr og kom krakkanum "í tæka tíð" á leikskólann (fyrir átta) en gætti þess að minnast ekki á kveðjuna til forsetans frá mér.

Svo sótti ég litla apaskottið á leikskólann og það fyrsta sem hún segir við mig í bílnum var: "því miður ,mamma, þá gat ég ekki skilað kveðjunni til Ólafs Ragnars því ég þurfti að syngja svo mikið fyrir hann og ég varð að vera í röðinni og svo fór hann. Ertu nokkuð mjög sár?" Woundering

Hún var samt svo uppveðruð af jólasveinunum og hafði orð á því að einn sveinkinn var á háhæluðum skóm! Hvað er að gerast með jólasveinana? Eru þeir að koma út úr skápnum kannski hver á fætur öðrum?! W00t


einbeittur brotavilji og fordæmi barnanna

Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér. Mér finnst persónulega að það ætti að refsa þessum manni með meiru en 5000kr sekt ef hann næst (ég veit ekki hvað er rukkað fyrir að lágmarki). Ekki ætla ég svosem að taka það að mér að dæma mann né annan fyrir eitthvað athæfi, er ekki í þeim geira sjálf og læt sérfræðingana um að vinna sína vinnu.

Annars sá ég mjög athyglivert athæfi í gær. Ég var á leið heim um kl 19 í gærkveldi og kem frá Völlunum í Hafnarfirði og upp á Keflavíkurveginn. Þar er aðrein sem maður stingur sér inná og er að öllu jöfnu mjög auðvelt að komast inná Keflavíkurveginn. Á undan mér er lítil Toyota bifreið sem ég hafði ekkert út á að setja til að byrja með en svo þegar kom að því að stinga sér inná Keflavíkurveginn frá Ásvöllunum. Ég lít að sjálfsögðu í hliðarspegilinn á Patrolnum og sé að það er bíll að koma svo ég vissi það að ég myndi aldrei ná að fara framfyrir hann og þannig inná og ekki bifreiðin á undan heldur svo ég gerði ráð fyrir því að hægja aðeins á mér því ég átti líka von á því að Toyotu ökumaðurinn myndi gera það líka en svo reyndist annað. Gæjinn/gellan skellti sér inná með þeim afleiðingum að bifreiðin sem kom á ágætri siglingu, þurfti að nauðhemla til þess að keyra ekki aftan á bílinn. Þetta fannst mér mjög gróft af manneskjunni en svo ótrúlega vildi til að lukka þessa einstaklings var ekki mikil þetta kvöldið því bíllinn sem viðkomandi svínaði fyrir var engin annar en lögreglan!! og auðvitað fékk ökumaðurinn blá ljós á sig á staðnum, sem reyndar hann hundsaði í töluverðan tíma og var ég sannfærð um að það kæmi til kappakstur á tímabili.

Ökumaður Toyotu bifreiðarinnar gaf sig á endanum og fór út í kannt. Ég ók í hægðum mínum framhjá og brosti yfir því að þarna fengi einstaklingurinn tiltal um hvernig á að hegða sér á aðreinum Police (já, og jafnvel fráreinum, hringtorgum og ljósum...hver veit)


mbl.is Huldi númerið og ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég myndi líka bíta

ef ég fengi fullt af líflátshótunum upp á hvern einasta dag. Ég tala nú ekki um að ef fólk væri á höttunum á eftir mér sökum þess hversu rík ég væri Shocking

Ég er ekki rík tík svo ég get andað léttar. Annars hef ég talið mig vera mjög ríka hingað til. Ég á jú 3 börn, góðan mann, gott húsnæði sem heldur bæði vatni og vindum frá okkur, eins státa ég mig af góðri heilsu (fyrir utan þennan árekstur þarna um daginn), börnin eru við góða heilsu svo ég tel mig vera afskaplega ríka manneskju. Kissing

Það eru því miður allt of margir sem líta á lífið sem sjálfsagðan hlut, ég geri það ekki því ég hef reynt ýmislegt um ævina og þar með talið alvarleg veikindi.

Jólin eru mér afskaplega erfiður tími. Ég fyllist þunglyndi í stað gleði. Ég hef mig ekki í það að setja jólaseríur eða ljós í gluggana, skreyti helst ekki húsið á einn né annan hátt. Ég veit að þetta er ekki réttlátt gagnvart börnunum svo Stefán minn hefur alveg séð um þessa deild heimilisins. Börnin bíða spennt eftir jólastjörnu í gluggann sinn og að mamman hunskist til að baka fyrir jólin til að fá smá jóla-fílíng. Sama hvað ég reyni, þá er þetta mér svo erfiður tími að mig langar ekki til að vakna þegar jólin eru alveg að banka uppá.

Ástæðan er mjög einföld, of margar slæmar minningar tengdar jólunum sem ekki ná að víkja fyrir þessum ánægjulegu. Frown


mbl.is Rík tík flúði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

myndir

frænka mín fór á stúfana með myndavélina sína að vopni og Viktoríu mína sem fyrirsætu. Var að skoða myndirnar og þær eru rosalega flottar.

Kíktu á myndaalbúmið hjá Ólöfu. Þetta er náttúrulega gull falleg stelpa...alveg eins og mamma sín Whistling

Viktoría Rós

vel heppnuð Kínaferð

Nú er maður loksins kominn aftur á klakann eftir ótrúlega vel heppnaða Kínaferð. Maður er reynslunni ríkari sem er ómetanlegt. Ekki bara reynslunni ríkari, heldur líka eitt stykki myndavél ríkari Grin. Ætlaði ekkert að versla....en "gleymdi" því þegar ég var í Hong Kong! Hvernig er annað hægt þegar allt kostar brot af því sem það kostar hér?!

Við Þyrnirós ferðuðumst víða um Kína og komum við á mörgum stöðum bæði til að skoða verksmiðjurnar í kringum tækin sem við vorum að skoða og til að funda við þessa eigendur fyrirtækjanna. Þessir Kínverjar eru ansi drykkjuglaðir og matglaðir að það hálfa væri meira en nóg. Ég er ekki mjög mikið í drykkjunni svo ég var mjög spök í því en oftar en ekki var kallað "Kampei" sem þýðir skál í botn og ef maður kláraði ekki úr glasinu fékk maður það "óþvegið" Tounge (lenti sjálf svosem ekki í Því....lét ekki reyna á það allavega) Þyrnirós bað um sjávarfang í matinn með öllum þessum "köllum" sem við átum með en ég var orðin ansi græn á þessum sjávarréttum. Mér var þá bara tjáð um það að ef ég bæði um kjöt, gæti ég allt eins fengið hund, apa eða eitthvað álíka "girnilegt".

Eitthvað vöfðust prjónarnir fyrir mér í byrjun og var ég hið mesta skemmtiefni fyrir þá Shocking. Ég gaf mig ekki svo auðveldlega og lærði á þessa andsk$#%& prjóna Joyful. Var bara orðin nokkuð góð í þessum prjónum á endanum. Cool

Örþreytt eftir 2 sólarhringa ferðalag lentum við á Keflavíkurflugvelli. Stefán og yngri dömurnar sóttu mig á völlinn og þegar ég kom inn í bílinn beið mín bleik rós í sætinu InLove. Þegar ég kom heim, mætti mér ilmandi matarlykt. Viktoría og Stefán sáu um að elda góðan mat handa mér og opnuð var kampavínsflaska og rauðvín með matnum Heart. Þau höfðu tekið húsið í gegn og þrifið hátt og lágt svo ég kæmi heim í hreint umhverfi. Ég ætti kannski bara að fara oftar svona langt í burtu, það er svo gaman að koma heim Tounge

Nú er það harkan sex, ég mætt í vinnu og farin að kenna samstarfsmanni mínum á 3D forrit svo hann geti teiknað eftir okkar hugmyndum og sent út. Sideways

Svona litu salernin út í Kína......mmmmm....langar svooo að fá svona heim!! NOT!!

Gat í gólfið

 


sönnun!

Því til sönnunar að ég gat hvergi farið nema það væri horft á mann, set ég inn þessa ágætu mynd sem sönnun. Ég ætlaði semsagt að taka eina mynd og þetta var niðurstaðan! Woundering

Kína 336

« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband