. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

hetja gærdagsins

er ég Grin. Mér finnst það allavega. Það var mikið rugl á mataræði fjölskyldunnar í gær. Fékk til mín gesti í hádegis mat og svo hringdi Jóhann bróðir og boðaði sig og sína ásamt barni í kaffi. Ég veiddi fram konfekt og kökur til að hafa á boðstólnum. Freistaðist í 2 mola og svo 1 kökusneið. Fékk gríðarlegt samviskubit yfir þessu öllu og var ákveðin í að hafa sheik í kvöldmat. Svo var eitthvað svo mikið að gera að ég gleymdi kvöldmatnum og kl 20:30 áttaði ég mig á því að ég hafði ekki fengið mér neinn kvöldmat og mér fannst það allt of seint að fara að hræra einhvern drykk svo ég fór inn í eldhús eins og hungraður úlfur. Skar niður melónu og át hana, var ekki sátt og ákvað að fara aftur fram að leita að æti. Hætti við í miðju kafi og sagði við sjálfan mig að ég væri nú sterkari en það að freistast í eitthvað feitt. Hlammaði mér aftur í sófann og þá birtist aulýsing frá American Style og ég sagði við Stefán að mig langar í FEITAN OG SVEITTAN BORGARA NÚNA Angry. Hann hló að mér og ég gerði ekkert í því. Svo sjatnaði þessi löngun í eitthvað feitt og freistandi og ég stóðst mátið Smile

Mætti samviskusöm í ræktina í morgun og tók vel á því þrátt fyrir að vera gríðarlega þreytt eftir að hafa farið frekar seint að sofa í gær....sat nefnilega yfir X-factor GetLost


helgin

hefur einkennst af sukki dauðans! Ég er búin að svindla hægri-vinstri. Fengið mér pizzu, pasta, brauð og svo framvegis. Nú þarf maður bara að standa upp aftur og taka á því.

Við Stefán fórum með Sunnu í Veröldina Okkar og vorum með henni á meðan hún var með 9 brjálaða vini með sér að hlaupa út um allt. Við vorum að passa fyrir Helenu vinkonu, litla kútinn hennar og svo Þórunni. Við vorum með litla með okkur þarna og það var bara ljómandi fínt. Við vorum með hann í "bolta-herberginu" þar sem hann fékk að klifra einn í grindinni og renna sér niður. Hann er ekki nema 15 mánaða og er alveg ótrúlega duglegur. Stelpurnar skemmtu sér ekki minna, hlaupandi út um allt. Svo fengu allir Pizzu, svala og ís og héldu svo áfram að leika. Um kl 19 kom hvert foreldrið á fætur öðru að sækja. Ótrúlega þægilegt, mæli hiklaust með þessu.

Bauð svo Helenu, Hédda og börnum í hádegismat á sunnudeginum áður en þau færu heim. Fínasta helgi.....svona fyrir utan sukkið hjá mér...en ég LIFI Wink


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband