Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
11.5.2007 | 12:49
áráttu og þráhyggjuröskun
Þetta myndi nú sennilega vera kallaður nýtískusjúkdómur hjá mörgum en ég hef nú grun um það að þetta sé nú ekki mjög nýtt á nálinni.
Dísin mín er með svona áráttu og þráhyggjuröskun og mér finnst hún vera komin á það stig að hún er að verða bæði óbærileg fyrir hana og svo okkur foreldrana. Það snýst allt um reglu hjá henni og ef reglan er brotin gæti allt farið í vitleysu. Hún er að vísu mjög næm fyrir breytingum en maður tekur því bara með jafnaðargeði og spilar úr því sem maður hefur.
Ég hef svo hugsað um þessa röskun og í hverju hún felst. Það er ekki nóg að horfa bara á barnið og segja: "Jahá, svona er þetta já". Nei, ekki alveg. Ég ákvað að líta mér aðeins nær....semsagt bara mig sjálfa. Ég gæti hæglega verið greind með slíka röskun eins og barnið, ég væri samt ekki með alveg jafn slæmt tilfelli og hún þar sem ég get haft stjórn á sjálfri mér ef eitthvað gengur ekki upp. Ef við tökum dæmi.
þá nota ég ALLTAF sama skápinn í Sporthúsinu, skápur nr 101. Ef hann er frátekinn lít ég í kringum mig og athuga hvort "þjófurinn" sé nokkuð nálægur, ef ekki, þá nota ég þann við hliðina á. Mér finnst það alveg glatað og líður bara bölvanlega ef skápurinn minn er í notkun.
Ég nota alltaf sömu sturtuna í Sporthúsinu líka. Það hefur einu sinni klikkað að ég gat ekki notað sturtuna MÍNA en ég hafði alveg hemil á mér samt og notaði aðra sturtu.
Ég klæði mig ALLTAF eins úr og í fötin mín, alltaf sama röðin, því breyti ég ekki.
Mjólkin VERÐUR að vera á sama staðnum í ísskápnum, ef ég tek eftir því að hún er annarsstaðar þegar ég næ mér í annað en mjólk, breyti ég því umsvifalaust.
Ég nota alltaf sama kaffibollann í vinnunni. Ef minn bolli er óhreinn, þríf ég hann frekar en að taka annan. Ef ég sé hann ekki, þá leita ég hann uppi og tek hann.
Heima vil ég hafa allt í röð og reglu. Ég raða garninu mínu upp í flokka og geymi þannig. Ég vil að bláu glösin séu hægra megin í skápnum. Ég vil að CD diskarnir mínir séu flokkaskiptir í skápnum og hef alltaf haft það þannig en svo fór allt í flækju þar inni og ég hef ekki enn gefið mér tíma til að laga það en fyrir vikið reyni ég að komast hjá því að fara í skápinn.
Svona má lengi telja, ég er ofsalega erfið þegar kemur að skipulagi og röð og reglu en ég lifi með það. Mér hefur aldrei liðið illa með það svo þá hlýtur þetta að vera í lagi.....eða ég hélt það! Ég komst svo að því í morgun þegar ég fór í Gravity tíma með einkaþjálfanum mínum að þetta er kannski aðeins erfiðara en ég bjóst við. Ég er til dæmis ALLTAF með sama bekkinn þar nema að núna var ein búin að "hertaka" bekkinn og mér leið illa allan tíman í tímanum!! Ég var ekki á RÉTTA bekknum (þó svo að það sé ENGINN munur á þeim) og ekki rétta staðsetningin í salnum. Þó svo að ég hafi farið á bekkinn við hliðina á, þá skipti það engu!!
Niðurstaðan er sú að ég skil barnið mitt ótrúlega vel að fara í þunglyndi og fara að gráta ef hún nær ekki að smyrja nestið í skólann kvöldið áður. Þetta hefur hún gert alla tíð að smyrja nestið á kvöldin og það hefur komið 2x fyrir að hún fékk ekki tækifæri til þess en það kostaði það að hún grét sig í svefn!!
Það borgar sig ekki að gera lítið úr áráttu og þráhyggjuröskuninni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 17:19
Eurovision
Jæja, nú eru ekki nema rétt tæplega 2 tímar í Evróvísíjón. Ég var nú kannski ekki allt of sátt við lagið okkar en úr því að það fór, þá er það bara fínt (pínu Pollyönnu stíll). Ég sit nú samt alveg föst á því að það fari ekki upp úr forkeppninni í kvöld....en EF svo ólíklega vill til að það komist upp úr forkeppninni, verður það mjög neðarlega í úrslitum í aðalkeppninni . Þetta er ekki sagt í einhverri illsku eða neitt þannig, málið er bara að við erum svo "ein í heimi" og við eigum engin landamæri að okkur til að múta svo við verðum dálítið afskekkt fyrir vikið. Ég get nú ekki alveg dæmt um það hvaða lag mun bera sigur úr býtum en miðað við hvað Úkraína er flott finnst mér ekki ólíklegt að þeir deili sæti á topp 5. Úkraína er sko með pottþétt sjó, svona miðað við myndbandið allavega.
Mér finnst það stór merkilegt að tvær dragdrottningar séu á sviðinu í þessari keppni en mikið finnst mér þessi dani vera lásí....svona miðað við þennan úkraínumann...eða konu....eða skiptir ekki!!
Það er svakaleg flóra af lögum í keppninni. Allt frá "pissupásulagi" í "algjörtmöstaðhorfalag". Eiki okkar er mjög sterkur og öflugur söngvari þó svo að mér finnist þessi texti alveg mega missa sín...en það er mín skoðun. Það verður gaman að sjá hvar við endum svo eftir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 15:10
harðsperrur ættaðar frá helvíti!
ég fór í G.T.S þjálfun í gær með einkaþjálfanum (Gravity Training System). Þetta er svokallað Gravity æfing sem byggist upp á að nota eigin þyngdarafl í allar æfingarnar.....já....ég sagði eigin þyngdarafl!! Þá getið þið ímyndað ykkur hversu erfiðar sumar æfingarnar eru....fyrir mig altso! (og alla þá sem hafa svona mörg grömm umfram að bera)
Þetta eru mjög skemmtilegar æfingar í alla staði og mjög fjölbreyttar. Svo í gærkvöldi fór ég í blak í 2 tíma svo ég fékk vænan skammt af hreyfingu í gær. Þetta þýðir það að ég er undirlögð af harðsperrum svo að ég get mig ekki hreyft nema að finna til í ÖLLUM skrokknum . Úff...spurning um að hægja aðeins á sér og fara bara í bekkina á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 15:09
Gosh-ver


![]() |
Goshver á bílastæði; Skódi rekinn í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 20:13
myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 15:12
komin heim í borgar sæluna !





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 15:00
Dónaskapur!
Þegar maður fer í búð að versla er nánast undantekningalaust miði eða skilti við kassana þar sem fólk er beðið um að tala ekki í símann á meðan afgreiðslu stendur. Þetta finnst mér bara sjálfsagður hlutur og ég passa mig mjög vel á því að tala ekki í símann á meðan ég er á kassa og ef svo óheppilega vill til að hann hringi þegar ég er á kassa, þá annað hvort þagga ég niður í honum og hringi í viðkomandi þegar ég er búin eða leyfi honum að hringja (ef það heyrist ekki mikið í honum). Ég persónulega þoli ekki fólk sem virðir þetta ekki og er jafnvel gjammandi í símann á meðan afgreiðslu stendur. Eins er þetta þannig að þegar ég er að vinna í Sturtu, þá skil ég símann minn eftir á skrifstofunni, dettur það ekki til hugar að hafahann á nér á meðan ég er að afgreiða. Mér finnst það jafn mikill dónaskapur að tala í símann á meðan ÉG afgreiði fólk eða þegar er að fá afgreiðslu sjálf.
Í hádeginu hentist ég inn í Pennan Hafnarfirði. Ég var með 3 hluti sem ég fór með á kassann. Drengurinn sem afgreiddi mig var svosem ekkert að flýta sér eða var einfaldlega nýlegur starfsmaður þarna en ég sýndi honum þolinmæði og biðlund á meðan hann dundaði sér við að skanna inn þessa hluti sem ég var með. Áður en hann kláraði að afgreiða mig hringir farsíminn hans. Það var meira að segja það há hringin að maður varð bara pirraður að láta símann hringja áfram. Mér til mikillar furðu, tók hann símann úr hulstrinu og svaraði!! Ok. þetta hefði ekki verið mjög mikið tiltökumál nema að því leiti að hann hægði á sínum ferli (sem nóta bene var ekki mjög hraður fyrir) og eitthvað var sambandið lélegt svo hann varð að snúa sér í einhverja hringi og marg kalla halló í símann áður en viðkomandi manneskja í símanum byrjaði að rulla út úr sér efni þess sem hún hringdi útaf. Ég varð svo forviða yfir þessum vinnubrögðum og varð bara mjög móðguð yfir þessu athæfi svo ef ég hefði ekki verði búin að rétta honum kortið mitt (sem ég afhenti honum ÁÐUR en hann svarði símanum), þá hefði ég strunsað út án þess að versla nokkuð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 15:09
fnykur


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 10:38
Stollt af stelpunum OKKAR
Þessari blak-törn lauk í gær. Þetta er búið að vera ofsalega strembið en samt ofsalega skemmtilegt. Maður er innan um svo margar flottar og skemmtilegar konur sem gera þetta svona skemmtilegt líka. Ég er ofsalega sátt við minn hóp sem ég var í, allar svo ljúfar og enginn að skammast ef illa gekk. Ekki komst okkar lið á verðlaunapall en A-liðið OKKAR náði 2.sætinu Ekkert smá flott hjá þeim að ná svona langt en þær spiluðu í 6.deild. B-liðið okkar spilaði í 7.deild og gekk bara ljómandi vel hjá þeim þó svo að þær hafi ekki endað á verðlaunapallinum en þá endaði ein úr liðinu þeirra sem besti blakmaðurinn í deildinni
. Það var frábært en það er kosið um það svo einhver stig hefur stelpan fengið, enda er þetta rosalega flott stelpa.
Herlegheitunum var svo slúttað með balli í Ásgarði í gær. Þar var tjúttað fram á nótt og allir í góðu skapi. Ég hélt heim á leið um 1, var búin að fá nóg þá.....bæði af dansi og "djúsi" svo dagurinn í dag einkennist aðallega af því hvað það er lágskýjað bæði úti og inni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín