. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Áramótaskaup 1x í viku!

Ég horfði á síðasta þátt hjá Spaugstofunni. Ætlaði reyndar ekki að gera það en þetta er viss passi á þessu heimili að horfa á Spaugstofuna svo ég ákvað að láta í minni pokann og horfa á þetta. Jú, vissulega voru skemmtileg atriði inn á milli en þetta minnti óneitanlega á áramótaskaup frekar en Spaugstofu GetLost. Eitt er víst að ef þetta heldur svona áfram eins og síðasti þáttur var, þá verða allir komnir með ofnæmi fyrir næsta áramótaskaupi.

Spaugstofan er ekki Spaugstofan ef Randver (eða einhvern annan af fimmmenningunum) vantar. Það er alveg í lagi að fá einn og einn gestaleikara í einstaka þátt.....


mbl.is Styðja Randver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg frammistaða

Frábær frammistaða lögreglunnar. Hún fær rós í hnappagatið fyrir þetta. Smile

Nú verður maður bara að vona að þessir menn fari á bakvið lás og slá í langan tíma og ekki verði svona klúður eins og með Briggs-málið þegar hann gaf íslenskum dómstól langt nef eftir að hafa verið sýknaður sekur og fór af landi brott með "sakarbætur". GetLost

 


mbl.is Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaland rúllar

eða ekki. Þessar tjellur eru ótrúlegar, geta rifist um ALLT OG EKKERT!

Sumar/sumir segja aðeins meira en aðrir....og sumt má kyrrt liggja Wink

Barnaland og náðun JG


Legoland

Í gær fór stórfjölskyldan í Legoland. Liðið var vakið kl 03:30 og allir komnir út í bíl rétt rúmlega 04:00 Við vorum svo komin á völlinn rétt fyrir 05:00 og þar beið glaðningur fyrir yngri kynslóðina. Þau fengu bakpoka frá Flugleiðum og í honum var Bangsimon litabók, trélitir, stuttermabolur með merki fyrirtækisins, derhúfa og DVD mynd með 4 sígildum teiknimyndum. Mjög rausnarlegur poki.

Það var svo ekkert annað að gera en að tékka okkur inn og fara upp í Dutyfree store Kissing. Við vorum svo komin í vélina kl 06:00 og korteri síðar komin í loftið. Flugið var rosalega fínt og lent í Billund kl 10:30 (að staðartíma) og þar biðu okkar rútur sem flutti hópinn í Legoland.

Við skemmtum okkur öll alveg konunglega allan tímann. Veðrið var svona sannkallað íslenskt veðurfar, skiptist á skin, skúrir, logn og rok en sem betur fer var mest af skini en minnst af skúrir og meira af logni heldur en roki Smile

Auðvitað var ekki hægt að fara í Legoland nema að kaupa lego föt....ég keypti galla á þá yngstu og hann kostaði 799dk en í Hagkaup kostar hann "einungis" 15.000kr Gasp (þetta var spurning um að kaupa eins og 10 stk af göllum úti og fara svo heim í Hagkaup og skipta/skila og nota inneignarnótuna í eitthvað annað LoL)

Kl 17:00 (að staðartíma en þá var klukkan 15:00 heima á Fróni) var haldið út úr garðinum og í flugstöðina aftur. Það var ekki laust við að maður var orðinn nokkuð lúinn. Vélin beið okkar og um leið og allir voru komnir var kallað út í vél, langt á undan áætlun og haldið heim á leið.

Við vorum komin í Keflavík rétt uppúr kl 20 svo það var ekkert annað að gera en að ná í tollinn og fara heim að SOFA Sleeping

Þess má geta að Icelandair lánaði flugvélina, Flugleiðir gáfu gjafir, Nói Síríus gáfu gjafir líka, Legoland sló 50% af hverjum miða og mér skildist það flugfreyjurnar sem voru með okkur voru flestar ef ekki allar þarna í sjálfboðavinnu. Eflaust er eitthvað meira sem ég gleymi en allir þeir sem stóðu að þessari ferð eiga skilið rós í hnappagatið Wink

Þó svo að fjölskyldurnar hafi ekki þurft að borga ýkja mikið fé til þess að fara þessa ferð má samt geta þess að allir sem fóru í þessa ferð eru aðilar að SKB. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að eiga barn sem greinst hefur með krabbamein, barn í meðferð eða barn sem hefur dáið úr krabbameini.

Ég er alveg sannfærð um það að hver og ein einasta fjölskylda hefði vilja skipta við einhvern um þetta sæti í flugvélinni fyrir heilbrigt og heilsuhraust barn en svona ferðir eins og þessar eru með það markmið að létta börnunum lífið, sum hver fá aldrei að fara svona ferð aftur.

Takk fyrir okkur. Þetta var æði. Heart


argh

single

Þetta er náttúrulega bara HILLARIOUS LoL

Þetta ætti að kenna fólki að vera ekki að daðra við aðra á netinu...gæti endað með skilnaði Woundering

Það er svo einfalt að skýla sér á bakvið tölvuskjáinn en það er nær ómögulegt að segja allt sem maður segir á netinu "face to face"

computer nord

 


mbl.is Daður á netinu endar með skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

plís mamma...

Ég og Stefán fórum í Smáralindina í gær. Enduðum svo á Caffeadesso og fengum okkur kaffi og crépes. Þegar við vorum byrjuð að borða ákvað þessi stutta að hún þyrfti að fara á klósettið. Ég stóð upp og ætlaði með henni á klósett sem hlaut að vera staðsett á kaffihúsinu. Ég fann ekki neitt og spurði til vegar en þá var mér sagt að þarna væri ekkert klósett og ég mátti gjöra svo vel og fara með hana á klósettið í Smáralindinni. Mér fannst þetta afskaplega lélegt, þó svo að Stefán hafi verið eftir til að passa matinn þá var mér alveg sama. Samkvæmt reglugerðum Á að vera salerni á kaffi og veitingahúsum. Pizza Hut er meira að segja með 2 ef ekki 3 klósett hjá sér þó svo að salerni Smáralindar sé á bakvið vegginn hjá þeim.

Jæja. Ég fór með stelpuna á klósettið og hún fór inn og lokaði. Ég ákvað að stríða henni örlítið og spurði hvort hún væri búin. Hún neitaði....eðlilega þar sem hún hafði ekki einu sinni náð að hysja niður sokkabuxurnar. Um leið og ég heyrði að hún settist á salernið spurði ég aftur hvort hún væri núna búin og þá heyrðist í þessari stuttu: "PLÍS mamma, ég skal segja þér þegar ég er búin...LOFA" Tounge


hvað þarf til?

Afhverju í ósköpunum er ekki gert eitthvað í þessum stólpa og hann fjarlægður? Þarf að fá að sjá lík til að fjarlægja hann? Það segir sig sjálft að eitthvað verður að gera víst þetta er ekki einsdæmi.

Eins hef ég ALDREI skilið það þegar þessir "snillingar" sem sjá um að pota niður ljósastaurum setja einn í miðri beygju jafnvel á hringtorgi....sem er ÁVÍSUN á að keyra þá niður....ótrúlegt. (nema að það séu staurarnir sem hlaupa í veg fyrir ökumenn) Whistling

Ekki bara eru það hringtorgin sem hafa ljósastaura á verstu stöðum heldur ná þessir skipuleggjendur einnig að pota þeim niður við hættulegustu beygjur þar sem þörf er á að hafa rými, ef einhver skyldi nú keyra útaf!

Svo ég fái nú að rasa aðeins út í viðbót, þá hef ég aldrei skilið þessar vegmerkingar heldur. Þær koma stundum allt of seint eða bara þegar maður á að vera BÚINN að beygja! sniðugt....eða þannig. Eða þegar verið er að þrengja göturnar vegna vegavinnu....halló....koma aðeins fyrr með einhverjar upplýsingar um hvað er verið að fara að gera...ekki bara setja steypuklumpa allt í einu niður og málið er DAUTT!! Angry

VAKNA......


mbl.is Enn ekið á steinstólpa við Vogaafleggjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

konur og vinna

 

Of course women don´t work

as hard as men.......

 

THEY GET IT RIGHT FIRST TIME! Cool


Ást er...

þetta ljóð var samið í veislunni. Frábært ljóð....og má greina smá tvíræði í síðustu setningunni Whistling

 

Ást að lýsa er engin leið

Ást er í engum fötum

Ást er líkt og ostasneið

Ást er í öllum götum

                                                                           HMI


ótal atriði

Það er svo ótrúlega mörg atriði sem mig langar til að segja en ég veit að ég kem þeim ekki öllum á eitt blogg.

Við erum ofsalega sátt við hvað brúðkaupið heppnaðist vel í alla staði. Við áttum ekki til orð yfir öllum gjöfunum sem við fengum. Allar voru þær svo rausnarlegar að við vorum eiginlega bara klökk yfir þessu öllu. Við fengum mikið inn í stellið sem við byrjuðum að safna sem var æði. Eins fengum við helling annað sem jafnvel var ekki á listanum sem gladdi okkur ótrúlega mikið. Við erum búin að fara yfir þennan dag aftur og aftur og alltaf komumst við að þeirri niðurstöðu að við eigum ekki bara frábæra fjölskyldu heldur frábæra bestustu vini Smile

Það voru ansi margir sem lögðu hönd á plóg til að gera þennan dag ógleymanlegan. Fjölskyldan fékk alveg að vinna fyrir matnum Tounge Tengdó var að fara yfir af stressi enda lá mjög mikið á henni. Hún gerði brúðarvöndinn og svo blómaskreytingar á h-borði og matarborði. Eins var hún í því að strauja dúka og gera þá fína. Konan hans pabba sá um borðskreytingar á gestaborðunum og skreytti "sigurbogann" eins og hún talar um hann ásamt því að skreyta salinn og aðstoða við að ganga frá salnum eftir brúðkaupið. Helena vinkona hélt ræðu og minntist þess að ég hafi kennt henni að segja NEI í æsku.....en ég hef greinilega ekki kennt henni nógu vel því hún gerði brúðartertuna sem allir tala enn um að hafi verið ekki bara glæsilega út lítandi heldur frábær á bragðið (og þar var ég alveg sammála), eins var hún með í skreytingum og þrifum á salnum.

Það voru sko miklu fleiri sem komu að þessu öllu saman og aðstoðuðu fyrir og eftir brúðkaup.

Nú er alvaran tekin við og ekkert nema vinna framundan. Reyndar fengum við þær fréttir að okkur er boðið í Legoland með krakkana á þriðjudaginn, bara dagsferð sem er mjög strembið en ómetanlegt fyrir krakkana. Maður leggur ýmislegt á sig til að gleðja börnin. Það er SKB sem stendur fyrir þessari skemmtun.

Þangað til næst

p.s. ég LOFA að vera ekki svona væmin þá....kem með krassandi sögur frekar LoL

Frú Helga hin hamingjusama Smile

brúðarterta


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 259644

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband