. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hvað með konur?

Það stendur hvergi í "reglunum" að hún vilji ekki taka á móti konum Tounge

maður "gúgglar" síðuna "erotískt nudd"...sennilega þessi efsta á listanum. Verðskrá og alles Whistling

Hvíti riddarinn klikkar ekki og setur þessa síðu upp

Hér sjáum við svo alvöru erótiskt nudd LoL


mbl.is Vændi á netsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ken Lee

Ég hélt í alvörunni að þetta væri grín...en konu ræfillinn er bara gjörsamlega grafalvarleg yfir þessu.

Úr Búlgarska Idolinu. Konan ætlar að syngja lagið sem Maria Carey gerði sem vinsælast hér um árið. Sígilt lag sem heitir Can´t live without you. Fylgið textanum á laginu...

vertu bara ekki með fulla þvagblöðru þegar þú hlustar á þetta LoL


Verð á leiguíbúð

Leiga á íbúð.
Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur. Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með henni næturlangt. Umsamið verð fyrir greiðann var kr. 30.000

Daginn eftir mundi kaupsýslumaðurinn að hann var ekki með reiðufé á sér, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að borga konunni. Því samdi hann við hana um að ritari sinn myndi senda henni greiðskuna, það yrði búin til nóta og á henni stæði “Leiga fyrir íbúð” svo allt liti nú vel út. Með þetta skildu þau.

Þegar heim kom fannst manninum að greiðinn hefði ekki verið 30.000 kr virði, og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á sér kræla, enda var hann giftur. Hann lét því ritara sinn senda konunni helming greiðslunnar kr. 15.000 sem leigu fyrir íbúðina, ásamt eftirfarandi athugasemdum:
1.        Það kom í ljós að íbúðin hefur áður verið notuð. Því er þetta of há leiga.

2.        Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni.

3.        Þessi íbúð var alltof stór, til þess að líða vel í henni og hafa það notalegt.

Því mun ég ekki greiða nema kr. 15.000 fyrir húsaleiguna.
Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:

1.        Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður. Það væri heimska að álíta annað.

2.        Hitinn var nægur, en þú kunnir ekkert á að stilla hann.

3.        Íbúðin var alls ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn til að fylla upp í hana.

Því krefst ég þess að þú greiðir umsamda leigu að fullu, fyrir íbúðina. Verði það ekki gert, mun ég hafa samband við fyrri leigusala þinn.!!!

Nafnabreyting

Dísin mín óskaði eftir að fá breytingu á rithætti nafn síns. Vildi fella niður föðurnafnið og fá ættarnafn fjölskyldunnar í staðinn. Okkur foreldrunum fannst þetta bara sjálfsagt svo ég sótti um breytingu hjá Þjóðskrá. Auðvitað virkar það batterí eins og traktor svo við þurfum bara að bíða róleg í kerfinu. Við vonumst samt til að þetta nái að ganga í gegn áður en hún fermist. Það er ekkert ósennilegt.

Nafnalisti fermingarbarnanna er kominn á netið og er hún titluð Linnet þar svo í einhverja spotta hefur presturinn kippt í. Wink

Dísin mín er alsæl með þessa breytingu. Það nægir okkur að vita til þess að nú hefur hún fengið ósk sína uppfyllta. Smile


Kraftur í kellu

Stefán krafðist þess á laugardagskvöldinu að við myndun skella okkur saman í Sporthúsið og taka einn skvass-leik þar á sunnudagsmorgninum. Ég var alveg til í það en langaði það svo bara alls ekki þegar hann sagðist ætla að vera farinn út kl 9:00 um morguninn....minnz þarf að lúlla svolítið á sunnudagsmorgnum svo ég nennti því nú ekki.

kl 9:00 vakti minn maður mig og sagði mér að fara að koma mér frammúr...við værum að fara í skvass. Auðvitað drattaðist ég á lappir, hafði fötin mín til ásamt sundfötum svo við gætum skellt okkur í pottinn á eftir.

Ég hef aldrei tekið í skvass-spaða, hvað þá leikið skvass svo þetta var mín frumraun á því sviði. Vopnuð spaða og agnar litlum bolta, fórum við í skvass salinn. Ég byrjaði að reyna að slá boltann en þetta var eins og að spila "lúft gítar" hér í gamla daga. Sama hvað ég reyndi, aldrei hitti ég kvikindið. Stefán hló eins og geðsjúklingur að klaufaskapnum og ég hvæsti á hann að sá hlær best sem síðast hlær GetLost ég skyldi ná þessu á mettíma.

Eftir margar misheppnaðar tilraunir var ég á því að gefast upp. Sá á Stefáni að honum fannst þetta ekkert spennandi lengur...náðum aldrei að spila boltanum almennilega. Svo allt í einu var eins og fingri væri smellt og ég "bondaði" boltann og spaðann (eftir nokkrar ferðir inn á gervigrasvöllinn að sækja kvikindið og yfir í hinn salinn). Fór að geta spilað og þá var orðið fjör. Stefán hljóp um allan völlinn til að geta náð boltanum og í hita leiksins náði hann boltanum á mínum helming og skaut honum í vegginn, ég sá í hendi mér að ég næði boltanum líka svo ég stekk af stað til að ná litla gerpinu, með spaðann i vinstri hendi reiddi ég til höggs, þrumaði spaðanum í boltann og eins og góður kylfingur sveiflaði ég spaðanum yfir öxlina en það vildi ekki betur til en að þar stóð Stefán, tilbúinn í slaginn og spaða druslan beint í andlitið á honum W00t Ég fékk að sjálfsögðu tremma yfir þessu en hann hélt um andlitið, reif niður gleraugun og leitaði eftir því hvort andlitið væri heilt ennþá. Eftir smá hlé komumst við að því að þetta fór betur en á horfðist svo leikurinn hélt áfram. Ég reyndi ekki aftur svona tilþrif...þau verða að bíða betri tíma Joyful


Revíusöngvar

Við Stefán skelltum okkur á Revíusöngva í Iðnó á fimmtudaginn. Þetta eru söngperlur úr íslenskum revíum. Örn Árna og Soffía Karlsdóttir sungu og verð ég að segja að þetta var bara rosalega flott. Þau eru ótrúlega góð og túlkun Soffíu var rosalega skemmtileg. Hún kom skemmtilega á óvart. Örn Árna er alltaf samur við sig og virðist ekkert hafa fyrir þessu.

Sýningin var heldur stutt en þau sögðu sögur af revíunum sem þau sungu sem gerði okkur kleift að átta okkur á því um hvað var sungið og í hvaða tilefni.

Nú er bara spurning hvaða leiksýning verður næst fyrir valinu. Smile


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

330 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband