. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Myndir

Mér finnst rosalega gaman að taka myndir. Verst hvað maður fær alltaf lítinn tíma til þess að sinna áhugamálinu. Það er alltaf eitthvað sem kallar, ef það er ekki vinnan, þá eru það heimilisskyldurnar.

Ég náði samt nokkrum myndum í dag.

Sunna í Hummer
Með á teiknistofuna
í vinnu-lagfærð í boði Sóley Ósk
einmanna í sólarlaginu

Baráttan við sýkilinn

Barnið er komið á pensillín, sennilega skammtur númer 3 á hennar ævi....sem ætti að vera nokkuð gott. Ákvað að taka myndir af þessu. Ekki fyrir viðkvæma því þetta lítur ekkert sérlega vel út.

Hún fer svo í aðgerð á miðvikudaginn og þá á sýkingin að vera orðin nokkuð góð og óhætt að skera.

 

ígerð

 

hálsinn

útúr dópaðir læknar!

Skottan mín fékk allt í einu einskonar bólu á hálsinn sem ég vissi ekki hvað var. Ákvað að vera ekkert að stressa mig á því neitt. Er með langa reynslu í því að bíða átekta þegar maður þarf að fara til læknis.

Þegar bólan var orðin að hálfgerðu skrímsli, ákvað ég loksins að tímabært væri að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni og fá hann til að taka þetta í burtu.

Panta tíma hjá konu sem ég hef verið hjá áður með góða reynslu og fékk tíma fljótlega. Bað Stefán um að fara með hana því þetta átti ekki að vera neitt vandamál. Smá "brennsla" og málið dautt.

Hann fer með hana og hringir í mig rúmlega klukkustund eftir að þau áttu að vera farin inn og spyr mig hvort ég hafi ekki farið dagavillt....eða tímavillt. Ég athuga það og komst að því að hann var bæði á réttum tíma og degi.

90 mínútum eftir að tíminn þeirra hefði átt að byrja, kemur kellingin fram og kallar á þau inn. Að Stefáns sögn virtist konan algjörlega í öðrum heimi og virtist útúr dópuð og vissi ekki einu sinni hvaða dagur var og hvað þá tími.

Hann sýnir henni bóluna og hún yppti bara upp öxlum og sagði að þetta væri ekki neitt. Klappaði þeim á öxlina og sagði þeim að fara út. Gat ekki stimplað inn kennitöluna hennar rétt inn, vissi ekki hvað þessi tími kostaði, fann út úr því og fékk kortið hjá Stefáni, horfði á það eins og það væri matadór peningur og rétti honum aftur án þess að renna kortinu í gegnum slíðrið. Minn maður fékk nóg, stóð upp og strunsaði út. Sagðist aldrei ætla að koma aftur, hvorki með þetta barn né neinn annan úr fjölskyldunni.

Nú voru góð ráð dýr. Ekki þekkti ég til frekari húðsjúkdóma lækna svo ég ákvað að spyrjast fyrir en þeir sem var eitthvað vit í, voru með biðlista lengri en í afvötnun á Vogi!

Eitthvað fer barnið að kvarta undan bólunni nokkrum dögum síðar og í dag þegar ég kem heim úr vinnu, enn hálf skelkuð eftir skjálftann, sé ég að hún hafði fengið plástur á bóluna og plásturinn var mettaður af blóði. Ég kíki á þetta og sé þar sem þessi litla "sæta" bóla var orðin að skrímsli, um það bil 5-7mm í þvermál og gat í miðjunni sem vætlaði úr. Barnið sár grét af verkjum og komin með útbrot undan plástrinum.

Ég stekk upp úr sófanum og gríp barnið með mér og beint í bílinn og þangað lá leið á vaktina í Kópavogi. Þegar ég er komin þangað tók ekki betra við. Síminn minn var nánast batteríslaus og ég hljóp út með barnið í fanginu VESKISLAUS!

Afsakaði mig bak og fyrir í afgreiðslunni en þar var mér bent á það að það væri frítt fyrir börnin. Ég andaði léttar....en ekki lengi.

Biðum á biðstofunni í 25 mínútur og var orðin ansi stressuð á klukkunni því ég átti að vera mætt í skólann klukkan 6.

Læknirinn lítur á stelpuna og svarið var einfalt:

Mikil sýking og þarf í skurðaðgerð strax!

Hann sendi lyfseðil beint í apótekið í Fjarðarkaup en ég var peningalaus og klukkuna vantaði korter í sex svo það var vonlaust að við næðum í tíma. Ég ákvað að drífa mig í skólann og hafa barnið með mér og biðja Stefán um að grípa hana í Skeifunni. Hann var þá á leið í útkall og gat ekki tekið hana strax. Ég varð þá að hafa hana bara með mér til að byrja með.

Í því dó síminn minn og ég varð sambandslaus við umheiminn. Vonaðist þó til að Stefán myndi finna okkur. Ákvað að fara á netið og senda honum sms í gegnum símann og lóðsaði honum til okkar.

Klukkan var að verða átta þegar hann lét sjá sig. Sagðist hann aldrei ætla að finna okkur og ég hváði því ég hafði jú sent honum sms með útskýringu á staðnum. Hann kíkir á símann og þar kom það skýrt fram að hann hafði aldrei fengið sms-ið!!!!

Það er allt eins!

Leit á barnið þegar ég kvaddi þau og sá að hún var komin með hita...aftur...fékk hita í gær og var slöpp en var hitalaus í morgun. Ég held að þessi hiti stafi af sýkingunni, hún er jú á hálsinum og orðin ansi mikil.

Nú þarf ég að fara með hana í aðgerð til að fjarlægja skrímslið og vona ég svo sannarlega að það verði ekki eftirmálar af því.


Sterastubbur bakari og grísirnir þrír...eða fjórir...!!

Eitthvað virðast sterarnir frá lækninum mínum fara öfugt í mig. Ég nötra í töluverðan tíma eftir inntöku astmalyfsins og sennilega bætir ekki stera nefspreyið heldur.

Þetta er ansi leiðinleg sýking þessi kinnholusýking, virðist ekki vera neitt sem slær á þetta. Maður er með tilheyrandi "tannpínu" og verki í kinnunum sem leiða í augun líka. Það er heil lyfjaflóra sem ég þarf að innbyrða á hverjum degi. Ekki kvarta ég ef þetta gerir gagn! Væri alveg til í að sjá fyrir endann á þessu ógeði. Búin að vera svona í tvo mánuði!!

Síðasti dagurinn í skólanum í kvöld. Jibbí...loksins að verða búið. Kláraði lokaverkefnið síðasta þriðjudag svo nú er bara að fara yfir það og leggja loka spurningar fyrir kennarann. Loksins ætti ég að geta farið að gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera......TAKA MYNDIR Smile

Dramað heldur áfram á mínu heimili. Nú eru komnir 4 naggrísir (í tveimur búrum) og átti að venja nýjasta meðliminn með einum úr fyrra búrinu. Þeir eiga að vera tveir og tveir saman í búri og annað búrið á að fara á annað heimili.

Þegar ég sagði við dætur mínar að nú þyrfti einn að fara yfir í hitt búrið og það ætti að fara frá okkur til vinkonu minnar varð uppi grátur. Sunna vildi ekki láta Snoopy fara, vildi að Heikir færi....Dísin mín vildi ekki að Heikir færi, vildi að Snoopy færi. Þær rifust um þetta og var ég ráðþrota hvað ætti til bragðs að taka.

Ég var búin að ákveða að Snoopy færi með þessum nýjasta (sem heitir Spike) svo ég tók af skarið og reyndi að venja þá saman í búrið. Ekki gekk það betur en svo að Spike réðst á Snoppy svo hann nötraði allur og skalf og meig undir! Eftir dágóða stund gafst ég upp, fannst þetta ekki vera rétt af mér að gera og tók Snoopy úr búrinu.

Greip Heiki (sem er jafn stór og Spike) og setti hann ofan í búrið. Þeir vildu nú ekkert talast mikið við, reyndu báðir að sýna vald en á endanum urðu þeir sáttir og átu úr sömu dollunni og deildu húsi saman.

Mér sýnist endirinn verða að Spike og Heikir fari saman í fóstur til nýrra eigenda. Dísin mín ekki sátt við það en sættist á þetta með semingi þegar hún sá að Spike og Heikir gátu verið saman í búrinu.

Ég lofaði henni að hún mætti eiga Snoopy og Sunna héldi Mikka sínum. Ég held að það komist ró bæði á litla grísi og svo stóra. Wink


Leoncie.....enginn þríkantur hér!

Þetta er GARGANDI snilld!!! Konan er náttúrulega bara "snillingur" Shocking


Ekki bara EIN dramatísk drottning...heldur TVÆR!!!

Það snýst allt um nýju fjölskyldu meðlimina þessa dagana. Eðlilega myndi ég segja. Dísin mín er dálítið til baka með umhirðu og umgengni en er allt að koma. Mjög dugleg að passa upp á vatnið hjá þeim...ennþá og gefa þeim kál og grænmeti.

Sunna litla heldur að þetta séu tístu-dúkkur því hún hefur komist að því að ef hún kreistir þá dálítið um þá miðja, þá tísta þeir...frekar hátt! Hér gætir einhvers misskilnings því þetta eru víst ekki tístu-dúkkur!!

Ég ákvað að skella enn meiri ábyrgð á stelpurnar og sagði þeim að fara út og viðra grísina þrjá. (já, ég gleymdi því...það er víst kominn sá þriðji...reyndar bara tímabundið...VONANDI.) Ég sagði við þær að þær mættu undir ENGUM kringumstæðum líta af þeim. Fylgja þeim hvert sem þeir færu og grípa þá ef þeir sýndu merki um strokufanga.

Ég fer út til að aðgæta málin og gæta þess að þeir séu ekki notaðir sem tístu-dúkkur....eða dúkkur almennt séð því Sunna fór út með kerruna sína og pakkaði einu dýrinu inn og notaði sem dúkku.

Næst þegar ég lít út um svaladyrnar sé ég að það vantaði Mikka, þennan hvíta og brúna. Ég spyr stelpurnar hvar hann væri og þá svaraði Sunna að hann væri undir kerrunni hans pabba. Mér fannst Sunna vera dálítið utan við sig þegar hún sagði þetta og ákvað að ganga frekar á eftir því og aðgæta að dýrinu sjálf.

Hvergi sá ég Mikka og litaðist ég í kringum mig og sá þá hvar Sunna lá í grasinu og var EKKERT að spá í þessu. Ég bendi henni á að ég sæi hvergi Mikka svo hún yrði að finna hann. Það kom þessi líka skelfingarsvipur á barnið og á augabragði fylltust augun af tárum og ef gleraugun hefðu ekki verið á nefinu á henni hefði hún geta vökvað okkar 700m² grasflöt á nokkrum sekúndum. Hugsaði ég með mér á þeirri sekúndu að ég ætti ekki bara eina dramatíska drottningu....heldur eru þær TVÆR!! Hvers á ég að gjalda? Shocking

Hún hljóp eins og hauslaus hæna fram og til baka og kallaði á Mikka án árangurs. Tauga titringurinn og dramað var það mikið að ekki náðist samband við Sunnu á einn né annan hátt svo ég ákvað að fara og hjálpa þeim að leita af honum.

Ég veit að þetta eru "holu dýr" svo ég ákvað að leita undir öllu sem gæti hugsanlega verið holrúm inn í og fann ég hann undir slátturvélinni. Ekki tók betra við að ná honum því það var ekki í boði. Eins og sápustykki rann hann alltaf úr höndunum okkar en eftir hetjulega baráttu höfðum við betur. Aumingja dýrið var svo skelkað að hárin gjörsamlega hrundu af honum.

Ekki sýndu hinir gaurarnir þeir Heikir (Lind af ætt Ísfólksins) og Snoopy neitt fararsnið þrátt fyrir að gleymst hafi að fylgjast með þeim svo ég fór inn og sótti "flóttamannaólina" (naggrísaól) og setti Mikka í það og bað stelpurnar um að sleppa ekki taumnum undir nokkrum kringumstæðum.

Skömmu síðar voru þeir settir í búrið sitt, sáttir við að hafa fengið að bíta gras. 


Fjölskyldan í hnotskurn

Þegar maður er vakinn með loðdýr í andlitinu þarf maður að venjast ýmsu. Þetta eru ósköp indæl grey sem börnin eiga. Get ekki annað sagt. Stöðvaði reyndar illa meðferð á dýrunum í dag. Sunna fær vinkonur sínar í heimsókn til sín eftir leikskóla eins og svo oft áður nema í þetta skiptið komu ekki nokkrar....heldur hálfur leikskólinn!! Svona næstum.

Mikil spenna var að hnoðast með hnoðrana og ákvað ég að leyfa þeim það en undir smásjá. Eins og svo oft áður var ég að sinna heimilisverkum þegar ég heyri í krakka skaranum inn í herberginu skella hvað eftir annað uppúr. Ég ákvað að athuga hvað væri í gangi og sá þá mér til mikillar skelfingar að dýrin voru notuð til að búa til rússíbana, flugvélar, teygjustökk...án teygju svo eitthvað megi telja. Ég sá skelfingarsvipinn á dýrunum (án gríns) og stöðvaði leikinn með það sama. Greip litla hnoðrann sem sá sér leik á borði og skaust upp handlegginn minn og beint í hálsinn og þar tísti hann eins og hann ætti lífið að leysa.

Ég skipaði Sunnu að fara með Heiki í búrið og sjálf tók ég Mikka sem nötraði af hræðslu innan undir treyjunni minni.

Dýrin voru frelsinu fegin að komast í búrið sitt og með það stakk krakka skarinn af út....Thank god!

Mikki
Heikir
Mikki og Heikir
Sunna með hnoðrana


myndir

Það er búið að vera BRJÁLAÐ að gera hjá mér eftir að ég kom heim að ég hef ekki geta tæmt myndavélina mína til að setja myndir inn.

Komum heim aðfaranótt þriðjudags og svo var bara skellt sér í vinnu, heim, ná í naggrísi, heim, búrið gert klárt fyrir nýja fjölskyldumeðlimi, skellt sér í skólann, heim kl 22 og farið fljótlega að sofa.

Miðvikudagur var ekki minna annasamur, fór í vinnu, heim um 4, unnið í að gera rétt fyrir útskriftina hennar Hólmfríðar Sunnu en hún var að útskrifast í leikskólanum með pompi og prakt, skilað liðinu heim, gripið með næsta rétt til að setja á hlaðborðið með skvísunum í blakinu en það var nokkurskonar lokahóf hjá okkur þar sem við hittumst og borðum góðan mat og spjöllum.....HÁTT saman.

Skreið heim um 23 í gær gjörsamlega örmagna af þreytu og þá sérstaklega þar sem ég gleymdi að taka astmalyfin mín daginn áður og nóttin var ansi erfið, átti orðið í miklum öndunarerfiðleikum. Var því eftir mig í allan gærdag af þeim sökum....eins og maður hafi orðið fyrir langvarandi súrefnisskorti.

Það var ansi erfitt að vakna í morgun. Vaknaði reyndar við að lítið skriðdýr fór í hálsmálið á mér.....reyndar var þetta bara hann Mikki en Sunna vaknaði eldsnemma eins og henni einni er lagið og náði í gaurinn og vakti mig með honum. Mér kross brá við þetta en jafnaði mig fljótlega aftur.

Er gjörsamlega að sofna ofan í klofið á mér í vinnunni. Ákvað að taka mér kaffipásu og gera eitthvað annað....til dæmis BLOGGA Tounge til að sjá hvort ég hressist ekki við.

Dagurinn í dag verður ekkert minna annasamur en síðustu.....tja....8 dagarnir því það er bara skóli nánast beint eftir vinnu.

Skólinn fer senn að ljúka og er ég farin að sjá ný viðskiptatækifæri út við sjóndeildarhringinn. Nú þarf maður bara að sinna því og þá ætti þetta að vera í höfn.

Ég tók nokkrar myndir á símann minn úti og læt ég nokkrar fylgja hér inn.

 

gæfur íkorni

minnisvarði

textinn við minnisvarðann

Styttan af Albert

19052008(015)

The Royal Albert Hall

Þessar myndir koma beint úr símanum og eru ekkert unnar. Væri eflaust hægt að gera gott úr þeim í Photoshop!


obbobbobb...

Huggulegt að vita af því að ég var nú bara síðast í gær í tveggja hæða strætó við Tower Bridge Road W00t
mbl.is Strætisvagnaslys við Tower Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta vígið fallið!!

Ég stóð við gefið loforð við dætur mínar og fór og keypti Naggrís. Fengum einn gefins ásamt búri og enduðum í Dýraríkinu að kaupa annan  svo ekki verði barátta með hver fær að halda og hvenær og hvor á meira en hin!

Dýrið sem við fengum gefins var strákur, voðalega fallegur og var það eindregin ósk mín að annar strákur kæmi á heimilið, ekki stelpa...hafði ekki hugsað mér að hafa útungunarstöð á Álftanesinu!!

Sunna var nú ekki kát með að fá ekki stelpu svo ég setti úrslitakosti, stelpa á heimilið = dýralæknir gerir tjopptjopp aðgerð á hinum. Þá sættist hún á strákinn sem hún fann í búðinni. Hamingjusamar systur fóru svo heim og búrið undirbúið fyrir dýrin. Veit samt ekki alveg afhverju við þurfum búr því ekki hafa grísirnir þeir Mikki (Sunnu grís) og Heikir (Dísu grís) fengið að fara ofan í það enn!!! Er farin að vorkenna þeim all svakalega nú þegar.

Nú er það bara stóra spurningin hvort stelpurnar standi við gefin loforð um umhirðu dýranna eða hvort þetta lendi allt á mér....eins og svo margt annað!!

Nú get ég loksins sagt að ég eigi 5 grísi, 10 fiska og einn eiginmann Tounge

Þess má til gamans geta að Dísin mín er djúpt sokkin í lestur Ísfólksbókanna og nafnið á grísinn sinn dró hún úr þeim bókum, Heikir.

Svo var Lilja Bolla að tala um skrítna fjölskyldu.....BULLSHIT LoL


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband