. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Snilldar taktar eða bölvaður ósiður!

Þegar ég ferðaðist með DA vinkonu seint á síðasta ári lærði ég helling skemmtilegt af henni. Til að mynda lærði ég það hvernig maður á að koma í veg fyrir að einhver sitji við hliðina á manni í flugvél ef sætin eru þrjú en aðeins tveir ferðalangar. Þessi elska bað um gluggasæti fyrir mig og gangsæti fyrir sig, þá myndaðist autt sæti á milli og það vilja það ansi fáir svo hættan á að einhver sæti við hliðina á manni var ansi lítil nema ef um var að ræða sneisa fulla vél eins og við lentum í frá Hong Kong til London með Britis Airwaves. En ÖLL hin skiptin virkaði þetta og voru þær ekki fáar vélarnar sem við ferðuðumst með. Cool

Ég lék þennan leik út og bað um gluggasæti fyrir mig og gangsæti fyrir Stefán. (vil alveg hafa hann við hliðina á mér...en bara þægilegt að hafa vel rúmt). Þetta fannst Stefáni mínum alveg hrikalega dónalegt af mér. Ég sagði bara mína meiningu og þar með stóð það.

Sama leikinn lék ég svo heim og þakkaði DA í huganum fyrir að hafa kennt mér þennan snilldar leik. Vélin var nánast full bókuð heim og tók ég eftir að fólk þurfti að sitja saman sem ekki þekktist og ég gat ekki annað en brosað út í annað.

Stefán hafði orð á því að svona ósiði geti ég lært af vinkonu minni!! Ég snéri mér þá að honum, leit í augu hans og sagði: "Stefán minn, ósiður, ekki ósiður....þá er þetta allavega nytsamlegur ósiður". Þar með dó málið og enn og aftur áttum við bekkinn ein. Joyful

 

 

 

DAMN...og nú er ég búin að kjafta frá leyndarmálinu Pinch

Forvitinn íkorni
tekið á símann minn.

Home sweet home

Það voru þreyttir ferðalangar sem opnuðu dyrnar kl 1 í nótt heima hjá sér.

Túrinn gekk rosalega vel fyrir utan nokkur "skemmtiatriði"....en það herti bara aðeins í manni Tounge

klukkan hálf sjö í morgun fann ég lítinn kropp koma uppí og knúsa mömmu sína. Hvíslaði í eyrað mitt: "Mamma, ég saknaði þín svakalega mikið" InLove Ekki laust við að manni hlýnaði um hjartarætur.

Allir voru kátir með sitt frá útlöndum. Nú er komið að því að mamman þarf að standa við gefið loforð, ég samdi nefnilega af mér eins og Anna vinkona myndi segja. Loforð var um naggrís heim ef hún héldi herberginu sínu hreinu og fínuPinch Læknirinn hennar Söndru Dísar vill eindregið að hún fái dýr til að hugsa um því það örvi hennar þroska í umönnun. Ætli dýrin verði þá ekki tvö svo ekki verði rifist um hver á hvað, hvenær, hvernig eða hversvegna Undecided


big bus tours

Fórum hina stóru Big Bus Tour í dag. Rosalega skemmtilegt að ferðast svona um. Aðeins einn galli.... þegar við vorum að fara frá Bucingham Palace, þá voru þeir hættir svo við þurftum að redda okkur sjálf heim. Það var í sjálfusér alveg í lagi...tókst alveg ágætlega. Komum svo heim að Queens way og gengum áleiðis "heim". Sá undirfata verslun sem ég þurfti endilega að koma við í og við nánari athugun kom það í ljós að hún seldi ekki einungis undirföt....heldur alskyns hjálpartæki. Eins og sönnum túristum sæmir skoðuðum við þann bás ítarlega Tounge (það þekkti okkur enginn hvort eð er!)

Enduðum svo fullkominn dag á að fara aftur á Hereford Roas og fengum ekki síðri mat en síðast. Rosalega gott.

Í sæluvímu kveð ég....ætla að skríða í bólið með manninum mínum Whistling


Mind the gap

....ekki búðin altso!

Ég vildi fá enn meira ævintýri í ferðina og bað Stefán um að koma með mér í underground. Hann samþykkti það en með semingi þó. Lofaði honum því að ég hefði stúderað kerfið frá A-Ö á meðan hann horfði á imbann. Ég var full sjálfstrausts og þrammaði niður í undirgöngin eftir að hafa verslað miða. Þurftum að taka skiptivagn þar sem við ætluðum á Piccadilly. Allt gekk eins og í sögu en Stefáni mínum fannst þetta orðið ansi þétt skipaðir vagnar...fólk þurfti virkilega að troða sér til að komast bæði inn og út. Mér fannst þetta bara gaman.

Þrömmuðum Piccadilly og þar rak ég augun í Prada verslun. Ég sagði við Stefán að ég YRÐI að fá fílínginn á að fara inn í Prada. Hann hélt það nú...vissi EKKERT út í hvað hann var að fara. Þegar við nálguðumst glerdyrnar var dyravörður sem opnaði fyrir okkur. Ég leit brosandi á Stefán og sagði að ég vissi ekki að við myndum fá inngöngu inn í verslunina. Stefán leit á mig og leit í kringum sig og fölnaði. Ég alsæl gekk inn í verslunina og rak augun í voða fallega tösku. Fann að sjálfsögðu hvergi verðmiða og kallaði á afgreiðslumanneskju sem sagði mér að þessi litla handtaska kostaði 435 pund. Stefán hrópaði uppyfir sig og bað mig VINSAMLEGAST að koma mér út. Ég ákvað að hlýða því en með semingi þó. Vissi að ég hefði aldrei efni á að kaupa mér svo mikið sem SOKKA í þessari ágætu verslun.

Þegar við vorum komin út leit Stefán á mig og sagði: "Helga, í alvöru...við erum klædd eins og TÚRISTAR með bakpoka á bakinu...ekki biðja mig um að fara í svona verslanir nema að við séum klædd skynsamlega".

Ég leit á hann til baka og afsakaði þetta og lofaði því að biðja hann um að fara í jakkafötunum næst þegar við ætlum að þramma verslunargötu. Tounge

Næst sá ég Dolce & Gabbana verslun og sagði við Stefán að ég YRÐI að fá að fara þarna inn. Hann vissi enn ekki hvað hann var að fara út í en var mjög varkár yfir þessu öllu. Leit í kringum sig þegar við vorum kominn inn og slakaði aðeins á. Það voru ekki 10 öryggisverðir á hverja 10fm eins og í Prada búðinni. Ekki voru verðin skárri þar svo við fórum aftur tómhent út.

Næst fundum við verslun sem heitir Posh og er við Piccadilly street. Þetta var leðurbúð og þar sá Stefán rosalega flottan leðurjakka. Hann var á ágætu verði svo við vorum á því að kaupa hann nema að afgreiðslumaðurinn sagðist vera með fullkomna kápu handa mér. Ég leit á hann til baka og benti honum á það að hann ætti ekki nóga stóra á mig. Blush

Eftir örskamma stund kom hann með þessa flottu kápu sem passaði AKKÚRAT á mig. Féll gjörsamlega fyrir henni. Enduðum á að kaupa bæði kápu á mig og jakka á hann.

Þegar við komum út vildi ég sko ENDILEGA fara í kápuna og fá hann til að fara í jakkann sinn. Hann spurði mig afhverju...nú svarið var einfalt. Ég ætlaði sko AFTUR inn í Prada....skynsamlega klædd.Hann tók það ekki í mál....!!

Endaði svo inn í "krókódílabúð" (Lacoste) og keypti þar rosalega flotta handtösku, svarta og hvíta. Ég var beðin um að kaupa eitthvað sætt fyrir eina vinkonu sem við erum að kveðja. Féll alveg fyrir henni. Nú er bara að sjá hvort þessi ágæta kona líkar þessi "krókódíla" vara.

Skelltum okkur svo aftur heim með lestinni. Hún gekk eins og í sögu eins og áður...enda að verða veraldarvön í þessum efnum.

Á morgun er svo stefnan tekin á Sightseen um borgina.


Rep from London

Þetta er búið að vera frábær dagur. Þrömmuðum frá hótelinu í Notting Hill inn á Kensington Garden, Hyde park, inn á Oxford Street og hún gengin að enda og þar ætluðum við að taka strætó til baka þar sem fæturnir gátu ekki mikið meira og eins þar sem stutt var í að sýningin Mamma mía myndi hefjast.

Eins og sönnum túristum þá vorum við ekki með smámyntina á hreinu svo við stóðum eins og álfar að telja klinkið því ég var búin að finna það út að vagn númer 390 myndi stoppa á Oxford Street og fara með okkur nálægt hótelinu. Sáum miðakassa þar sem við gátum keypt miða í strætó. Kostaði 2 pund á mann svo við þurftum að telja klinkið og finna út hvort við ættum nóg fyrir því.

Það passaði akkúrat, við áttum 4.50 pund í vösunum okkar svo það var bara að skella sér í miðakaupin. Skellti klinki í kassann og fékk einn miða, snaraði meira klinki í kassann (restinni af því sem við áttum) og ætluðum að fá annan miða en það vildi nú ekki betur til en að kassa fíflið ÁT klinkið okkar!!!

Nú voru góð ráð dýr...

Ég leit í kringum mig og sá Esprit verslun og sagði við Stefán að við skyldum hlaupa þangað inn og versla einn bol eða svo, borga með stærri seðli og fá klink til baka.

Röltum á milli rekka og loks fann ég einn flottan bol á 14.90 pund og fór með hann að kassa. Stefán reiðir fram 20 punda seðil og stelpan gefur okkur 5 punda seðil til baka, hann biður um að skipta en þá segist hún ekki geta gert það...eigi ekki nógu mikið klink sjálf!!!!

Nú voru góð ráð dýr.

Hálf áttavilt á hvað við ættum að gera röltum við af stað aftur upp Oxford, með einn strætómiða í veskinu sem var um það bil að renna út á tíma. Rak augun í skiptibanka og hljóp þar alsæl með 5 punda seðilinn og bað um skipti. Jú, loks gekk það.

Hlupum að næsta miða kassa og keyptum miða. Í þetta sinn át hann ekki miðann. Nú var að bíða eftir strætó númer 390.

Nú fór gamanið að kárna. Þegar ég skoðaði strætókortið kom það í ljós að vagn númer 390 kemur ekki í þetta skýli. Hálf ringluð áttaði ég mig á því að hann hlyti að koma í annað skýli svo við ákváðum að ganga áfram og lesa á öll skýlin. Ekki leið á löngu þegar það var fundið og fegin settumst við niður til að bíða eftir vagninum. Ekki nema 6 mínútur í vagninn.

Ekki tók skárra við.

Í skýlið kom vagn nr 94. Við biðum eftir að hann færi. Sáum svo hvar vagn 390 silaðist í áttina til okkar. Við vissum að vagn nr 94 væri að fara en þá runnu tvær grímur á mig. Vagninn ætlaði sér aldrei að fara í stoppistöðina. Hann stoppaði út á miðjum vegi til að hleypa farþegum út...en engum inn!! Ég sagði við Stefán að við yrðum að hlaupa til að ná honum en hann trúði því bara ekki að vagninn myndi ekki koma. Jú, passaði...vagninn fór...ÁN OKKAR!!

Við urðum að bíða enn frekar og voru nú 18 mínútur í næsta vagn. Og við biðum. Í þetta skiptið ætlaði ég sko EKKI að láta hann framhjá okkur fara.

Næsti vagn gekk eftir áætlun og komumst við upp á hótel, örþreytt en ánægð að hafa komist alla leið. Ég skaut því að Stefáni að það væri munur að hafa mig með til að rata fyrir sig (en hann er töluvert ratvísari en ég) en hann skaut því að mér um hæl að ef hann hefði fengið að ráða, þá værum við LÖNGU komin inn á hótel!! með leigubíl. Fannst þetta ekki hætishót fyndið og benti honum á það að þetta væri sko miklu skemmtilegra svona.

Klæddum okkur upp í sparigallann og tókum leigubíl að Prince of Wales Theatre á sýninguna Mamma mia. Fengum okkur fyrst að borða á Angus steakhouse.

Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið á þessa sýningu. Algjörlega hitt þessi frábæra sýning.

Nú er bara að plana morgundaginn. Kissing


Nú er það farþeginn sem talar...og afmælisbarnið

Takk fyrir allar kveðjurnar, bæði hér á netinu og öll sms-in sem ég hef fengið í dag. InLove Ef ég hefði svarað öllum sms-unum í dag hefði ég sennilega fengið dágóðan símreikning næstu mánaðarmót! Kissing

Flugum til London svo seinnipartinn og í þetta skiptið átti ég yndislega ljúft flug. Lítil sem engin ókyrrð. Hér var samt ansi þungbúið en hitinn um 15 stig.

Hentum töskunum okkar inn á hótelherbergi sem er það minnsta í veröldinni held ég en eigi að síður fjögurra stjörnu hótel...en er ekki alveg viss hvaðan þeir stálu stjörnunum!!! Fórum svo útfyrir hótelið og löbbuðum smá spöl og römbuðum inn á veitingastað sem heitir Hereford Road. Þetta er svona míní útgáfa af Hereford Steikhúsi nema bara miklu meiri hávaði....hélt að það væri ekki hægt!! Sama uppbygging og svipuð húsgögn og heima. Þjónustan til fyrirmyndar og maturinn rosalega fínn. Fengum okkur nautasteik, ís í vatnsdeigsbollu í eftirrétt og þessu skolað niður með tveimur lífrænt unnum bjórum!!! Whistling Verðið....já... 51 pund (7500kr) fyrir okkur bæði. Ekki svo mikill peningur.

Annað kvöld verður svo farið á sýninguna Mamma Mia og auðvitað eitthvað gott að borða áður. Kannski Oxford Street verði skundað á morgun. Hver veit. Wink

Hafið það gott kæru vinir. Smile


Það er aðstoðarflugstjórinn sem talar!

Það er óhætt að segja að maður gerir ekki annað en að hætta lífi sínu. Ég er bara ekki þessi spennufíkill og veit fátt eitt betra en að setja tærnar upp í loft, vera klædd náttfötum undir teppi að góna á imbann með manninum og börnum. Síðasta helgi einkenndist svo sannarlega ekki þessum boðorðum mínum.

Skrapp til Ísafjarðar eftir skóla til að fara í fermingu. Dísin mín fór keyrandi með frænku minni og frænda og ætlaði ég að keyra með þeim svo heim á mánudeginum.

Á sunnudeginum var svo fermingin og einkenndist dagurinn af rigningu og sudda að sönnum vestfirskum hætti. (trúðu mér, ég er búin að eiga heima á vestfjörðum og veit hvernig veðurfarið er)

Ég hef nú farið í ansi margar veislurnar vestur á firði og hef ég í ÖLLUM veislum staðið á haus með húsfrúnni við að undirbúa veisluna og svo frágang. Málið er að ég hef átti í ægilegum heilsubresti að stríða undanfarnar vikur, bronkýtis-astmi á slæmu stigi og stíflaðar ennis og kinnholur, vökvi í eyrum svo eitthvað megi telja. Þetta gerir það að verkum að ég er bara hund-slöpp og kem engu í verk, ef ég voga mér að hreyfa mig hið minnsta get ég allt eins lagst í rúmið. Sýklalyfin hafa ekkert haft að segja so far. þessa fermingarveislu gerði ég nánast ekki neitt. Nefndi þetta við frænku mína og hún spurði mér hvernig mér liði með það. Ég ígrundaði það smá og svaraði því að mér finnist ég vera að svíkja einhvern!!!

Pabbi kom í veisluna fljúgandi að heiman. Tók litla bróður með en skildi 3 ára systur mína eftir heima sökum veðurfarsins. Hann sagði að ferðinni hefði gengið seint sökum veðurs en engin svo svakaleg ókyrrð en hann hefði þurft að fljúga meðfram landinu því það var svo lágskýjað. Ferðin tók 1.klst  og 20 mín.

Þegar liðið var á veisluna sagðist hann ætla að fara að koma sér til baka til að lenda ekki í myrkri. Bauð mér og Dísinni minni að koma með því það voru 2 sæti laus til baka. Þegar kemur að flugvélum...sérstaklega litlum rellum, þá er hjartað mitt minna en í finku. Ég leit til veðurs og fannst það ótrúlega freistandi að fara með pabba heim og vera komin heim fyrir sunnudagsbíó í sjónvarpinu. Eftir að hafa farið í gegnum valkvíða dauðans ákvað ég að fara með honum heim.

Við brunuðum á flugvöllinn á Suðureyri þar sem flugvélin stóð og þar gerði pabbi vélina klára. Hann raðaði krökkunum inn og náði í skóhorn og tróð mér inn í vélina W00t. Ég fékk agalegan bakþanka og langaði að stinga af út aftur. Reyndi að sitja á mér.

Það var of seint að hætta við, vélin var komin í gang, öryggisbeltið spennt og vélin komin á brautarenda tilbúin til flugtaks.

Á ótrúlega stuttri braut fór vélin í loftið. Ég agnúaðist við sjálfan mig að hafa samþykkt þessa bévítans vitleysu að fara með pabba. Ekki leið á löngu þegar ég spurði pabba afhverju hann flygi svona lágt. Svarið var einfalt. Skýin eru svo neðarlega að ég kemst ekki hærra.

Meðfram fjallsbrúnunum skriðum við og að mér fannst, rétt yfir sjávarmáli (mælirinn sýndi samt 5000 fet). Vélin hristist töluvert og ég ríg-hélt mér í stöngina við gluggann í þeirri veiku von um að hún myndi bjarga lífi mínu ef illa færi!!

Ég agnúaðist yfir hristingnum og spurði pabba afhverju í ósköpunum hann gæti ekki farið aðeins lengra frá fjöllunum og út á sjó til að losna við þennan hristing. Svarið var enn mjög einfalt. Ef mótorinn deyr, verður hann að geta svifið á land til að nauðlenda þar. Ekki hægt að nauðlenda í sjónum nema að krassa vélinni. Við þessi orð kom ógleðin Sick

Pabbi viðurkenndi það þegar við vorum að verða hálfnuð til Reykjavíkur að hann hefur ekki lent í því verra en þetta. Þetta kætti mig ótrúlega mikið...eða þannig. Sagði við hann að ef þetta kallast lítill hristingur þá verður hann laminn þegar við lendum í Reykjavík. Þetta fannst Loga bróður ógurlega fyndið.....en ekki mér Angry

sléttum tveimur tímum síðar lendum við farsællega á Reykjavíkurflugvelli. Ég komin með íslandsmet í að hanga á slá (og öxlin eftir því góð), ælan enn í hálsinum eftir allan hristinginn. Dísin mín var með poka orðið fyrir framan sig því hún var líka orðin flugveik af þessum eilífa hristingi.

Ástæðan fyrir því að við vorum svona lengi var að mótvindurinn var í 80-90 á móti okkur svo við flugum aldrei hraðar en á 130-140km hraða (og hristingurinn eftir því). Sama hvað pabbi reyndi að róa mig í því að það væri engin hætta á ferð, þá leið mér samt illa. Náði samt að taka nokkrar myndir til að sanna hetjuskap minn við að stíga upp í svona litlar rellur. Cool Pabbi mátti nú eiga það að hann var iðinn við að segja mér hvað hann væri að gera og afhverju ákveðnir mælar voru að pípa og afhverju kom rautt ljós þarna og svo framvegis. Hann sýndi mér hvernig lendingarbúnaðurinn á Reykjavíkurflugvelli virkar og hvað þarf að varast.

Með hellings lærdóm í farteskinu komst ég heilu og höldnu heim til mín í faðm fjölskyldunnar.

Á morgun tekur svo annað ævintýri við. London ferð með manninum. Flýg út á afmælisdaginn minn Wizard

Vestfirðir

ótrúlega skrítið

Þegar ég var 23 ára var ég með 2 börn, í sambúð og að byggja mér einbýlishús!!!

Ég hefði semsagt ekki fengið inngöngu!!!!! Shocking

Hvaða viðmiðunarmörk eru þeir með á fullorna þá? 50 ára og eldir?? maður spyr sig.


mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árrisull pottormur

Litla skottið mitt fór í útskriftaferðalag með leikskólanum á fimmtudaginn. Spurning um hvor átti erfiðara þegar var verið að kveðja.......okey...feisum það....mamman átti bara nokkuð erfitt að sleppa höndina af "litla" barninu sínu og sjá á eftir henni í ferðalag. Crying

Sunna var svo spennt að fara að hún hefði vilja vera búin að pakka niður mörgum dögum fyrir brottför. Fannst geggjað að hún væri í hóp með Ástu vinkonu sinni og Elvu líka. Bað mig samt um að sækja sig um leið og hún kæmi til baka á föstudeginum.

Ég sótti svo kátan krakka í leikskólann í hádeginu á föstudag. Fórum heim að fá okkur að borða og með það var hún svo farin út aftur. Þetta barn fær ALDREI nóg af samveru við vinkonur sínar.

Um kvöldið dreif ég hana svo bara í bað og ákvað að leyfa henni að vera vakandi til að verða hálf ellefu í þeirri veiku von um að hún myndi sofa aðeins lengur en vanalega.

06:30 heyri ég að sjónvarpið var tjúnað í stofunni W00t 

06:45 kemur hún til mín og spyr hvort hún megi ekki heimsækja Fanney vinkonu sína W00t

06:55 heimtaði hún morgunmat W00t

07:30 gerði hún aðra tilraun með að fá að fara til vinkonu sinnar

08:00 var aftur spurt og í örvæntingu sinni eftir 3 neitunina spurði hún HVENÆR hún mætti eiginlega fara til hennar!!

Ég drattaðist svo á fætur fljótlega og fór í sturtu. Eins og þægum krakka sæmir fékk ég nú ekki að vera í friði í sturtunni svo hún var bara stutt.

Drattaðist svo í skólann, átti að vera mætt kl 9:00 og nú sit ég gjörsamlega að leka ofan í klofið á mér. Heyri stundum bara óminn í kennaranum og samhengislaust reyni ég að fylgja eftir....en með takmörkuðum árangri.

Dagurinn í dag verður þétt skipaður. Dísin mín fagra fór vestur í gær með frænda sínum og frænku og er planið að fljúga vestur í dag. Ferming á morgun hjá tveimur frændum svo maður verður að láta sjá sig. Fer ein og skil minn elskulega eiginmann eftir heima með yngsta grísinn (sem ég vona svo sannarlega að hún hlífi pabba sínum ekkert frekar en mér á morgun Devil) og svo dramatísku drottninguna en hún þarf að læra undir próf.

Planið er svo að keyra heim með frænda og frænku á mánudaginn. Sideways


man ekkert!

Mér finnst þetta hreint út sagt ótrúlegt.

Hann segist ekki finna svo mikið til eftir þennan skell.

Ég var kyrrstæð þegar það er keyrt aftan á mig á 60-70km hraða og ég er ÓNÝT...Crying

Hann var á 240 km/klst þegar hann fer á öryggisvegginn og segist ekki hafa orðið svo mikið meint af fyrir utan þetta minnisleysi!!!! Vá...það er ótrúleg heppni. Mér er alveg sama þó öryggisveggurinn sé ekki svo harður...þá finnst mér þetta vera slatti.

Gott að sjá hvað örygginu virðist vera fylgt vel eftir í þessum hraðskreiðu bílum. Smile

 


mbl.is Kovalainen man ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband