. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Farin til Bahama....in my dreams


en hvað þýðir þetta fyrir okkur viðskiptavinina?

Ég hef ekki orðið vör við að ég sem viðskiptavinur einn þessara banka hafi millifært hluta af þessum hagnaði inn á mig. Ég hef heldur ekki orðið var við að þeir hafi lækkað vextina sína til að komast til móts við okkur neytendur. Ég hef heldur ekki tekið eftir því að þeir hafi fellt niður innheimtukostnað, lækkað fit kostnað, seðilgjöld eða annan tilbúinn kostnað á okkur neytendur.

Væri ekki sanngjarnt að við sem neytendur fengjum klapp á bakið og þóknun fyrir að vera svona góðir viðskiptavinir?

Kannski er ég bara svona frek! Shocking


mbl.is 42 milljarðar í hagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MRI

Loksins komið út úr þessum myndatökum sem ég fór í um daginn. Niðurstaðan er ljós:

Ég er ekki móðursjúk með öllu....bara að hluta eins og ein vinkona mín sagði Tounge

Það eru nokkrir hálsliðir sem eru með slit en sem betur fer ekki á alvarlegu stigi svo ég þarf ekki í aðgerð en það útskýrir mína verki að hluta.

Svo eru taugar sem eru "semi" klemmdar sem útskýra einnig afhverju dagarnir eru misjafnir hjá mér en ekki nógu mikið til að hægt sé að gera aðgerð en fer inn í sprautur við því eigi að síður.

Semsagt þetta hjálpast að, slitnir hálsliðir og klemmdar taugar orsaka mín vandamál. Allt þetta má rekja til örfárra sekúndna í umferðinni. Undecided Aldrei hefði maður trúað því hvað svona "smávægileg" aftanákeyrsla getur haft slæmar afleiðingar í för með sér!

Annars var höggið tvöfalt...annarsvegar þegar stelpan þrumaði aftan á mig og svo þegar ég endasendist aftan á annan bíl svo þetta var ekkert "smáræði"....bara alveg heill hellingur GetLost

Nú er bara að bíða eftir úrskurði með astmanum "góða" og þá getur endanleg uppbygging hafist. Sideways

neck pain

Einkanúmerin dýr!!

Ég stóð föst á því að það væri ekki ódýrt að fá sér einkanúmer hér á landi. Sérstaklega þar sem maður leigir þau til átta ára en þá þarf maður að endurnýja "leigusamninginn"!

Miðað við þessi númer í Dubai, þá eru íslensku einkanúmerin GEFINS!!! W00t


mbl.is 50 bílnúmer á ríflega 700 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í blóma lífsins

Lions menn gengu í hús um helgina og voru að selja blóm til styrktar líknarsjóði þeirra. Ég styrkti gott málefni og keypti einn vönd eða svo.

Ekki tóku þeir við posa greiðslum og ég var ekki með lausan pening á mér svo þeir afhentu mér miða með númeri á reikning sem ég mátti millifæra á þegar mér hentaði.

Ekki sóttust þeir eftir kvittun fyrir innborgun, sögðust treysta fólki svo ég byrjaði á því að millifæra svo ég gleymdi því ekki!

Smellti af nokkrum myndum, set eina hér.

blóm

leyst út með gjöfum

Fyrir nokkrum mánuðum var hringt í mig og ég beðin um að aðstoða mann við AutoCad teikningar. Þessi ágæti maður kepptist við að klára tvo áfanga í forritinu og þeir sem þekkja AutoCad, vita að það er með erfiðari forritum að læra á. Margir fídusar sem maður þarf að leggja á minnið og ef maður situr ekki og teiknar á forritið í smá tíma er ótrúlegt hvað margt gleymist á skömmum tíma.

Mér fannst alveg sjálfsagt að aðstoða manninn við teikniforritið, sérstaklega því þetta var eiginmaður kunningjakonu minnar. Ég segi það ekki að ég eyddi ansi mörgum klukkutímunum með honum en ótrúlega fáum miðað við að þetta voru tveir samliggjandi áfangar sem hann var að taka. Eins miðaði honum rosalega vel og var fljótur að átta sig.

Þegar fyrsta áfanga lauk var hann orðinn ansi góður svo ég bjóst ekki við því að þurfa að koma mjög oft aftur að aðstoða hann, kannski 2-3 í viðbót. Hann bauð mér greiðslu fyrir sem ég afþakkaði en staldraði við og skaut því að, að hann gæti bara gefið mér eina rauðvínsflösku og málið væri dautt.

Ég er nú ekki mjög langt komin í rauðvíninu svo 1100kr rauðvín smakkast fyrir mér ekki verra en dýrt rauðvín (ef ekki bara betra) svo ég átti ekki von á öðru en að hann myndi skella sér og kaupa rauðvín fyrir 990-1200kr.

Ekki leið á löngu þegar hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri heima. Jú, þau voru velkomin í kaffi ef þau vildu. Þau gerðu sér hjóladag með börnunum og komu við hjá okkur og afhentu mér 2 flottar rauðvínsflöskur (sennilega dýrari en 1500kr flaskan því þetta var 2005-2006 árgerð af víni) og innpakkaðan pakka. Þegar ég opnaði pakkann kom í ljós þessi forláta karafla frá Rosendahl. Ég átti ekki til aukatekið orð og sagði við þau að þau yrðu að hjálpa okkur að drekka rauðvínið. Bauð þeim í staðinn í heimsókn á laugardagskvöld með loforð um osta og kex.

Þessi ágætu hjón komu til okkar í fyrsta skipti tvö ein og sátum við og áttum notalega kvöldstund, drekkandi frábært rauðvín og góða osta.

Svona getur góður vinskapur myndast. Smile


London calling!

Ég náði að sannfæra minn elskulega eiginmann á það að við þyrftum NAUÐSYNLEGA að skreppa til London í helgarferð. Hann samþykkti kannski ekki alveg strax en svo ákvað hann að láta til neyðast og samþykkja þessa vitleysu í mér.

Dagurinn er ákveðinn, förum út 15 maí (á afmælisdaginn minn) og fljúgum til baka 19. maí. Við erum enn að skoða hvaða hótel koma til greina og er ég byrjuð að setja niður hvað ég/við viljum gera í þessu fríi okkar.

Ég veit að það er ekkert hagstætt að versla í London þegar pundið er svona hátt (eða krónan veik) svo ekki verður neinn verslunarleiðangur í þetta skiptið, enginn sem segir að við kíkjum ekki í H&M!!

Það sem er komið á pallborðið er; söngleikurinn Mamma mia sem er í Prince of Wales Theatre, We will rock you, Science museum, vaxmyndasafn, Tower of London, British museum, Siglingu um Thames og að sjálfsögðu Sightseeing tour um London. Þetta er kannski ekki tæmandi listi en ofan á þetta verður leitað eftir góðum matsölustöðum, þrammað Oxford street og auðvitað skoðað mannlífið á pöbbunum. Grin

Ef einhver hefur hugmynd að góðri skemmtun eru þær upplýsingar vel þegnar.


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband