Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
12.6.2008 | 17:51
Sólsetur við svalan sæinn
Ég veit ekki hvort ég hef komið því að áður en þá geri ég það bara núna.
Mér FINNST gaman að taka myndir.
Endilega kommentið á hvað ykkur finnst um þessar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2008 | 10:15
dugnaður stórfjölskyldunnar
Það er búið að vera svo yndislegt veður að maður veit bara ekki hvað maður á að gera af sér.
Við Sunna ákváðum að skella okkur í hjólatúr og hjóluðum við inn í Hafnarfjörð. Skottan var ótrúlega dugleg og hjólaði eins og herforingi alla leið. Stoppaði tvisvar til að fá sér vatnsdreitil. Heimsóttum vinkonu mína og litla skottið hennar en ákvað að hringja í Stefán og biðja hann um að sækja okkur. Gat ekki lagt það á barnið að hjóla heim líka. Bara önnur leiðin er um 7 kílómetrar og við vorum búnar að hjóla þó nokkuð á Álftanesinu áður en við fórum í ævintýraferðina í Hafnarfjörð.
Í morgun bauð ég henni að hjóla á leikskólann sem hún vildi endilega og fórum við hjólandi þangað. Fengum góðar móttökur þar, kvaddi skottuna og ég hjólaði svo áfram í vinnuna.
Ég er brunnin í andlitinu eftir gærdaginn og ekki skánaði þetta núna. Eldrauð í framan....svona eins og karfi
Búinn að heyra í lækninum og ætlar hann að taka hana eins fljótt og auðið er í aðgerð. Hljóðið var annars fínt í dokksa.
Nú þarf maður að sitja innilokaður á kontórnum í dag. Verð sennilega með hugann úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 12:42
tóm hamingja
Það er óhætt að segja að við fjölskyldan vorum bænheyrð.
Fór í morgun með skottið mitt í skugga röntgen og þar kom það í ljós að þessi göng hafa dregið sig mikið saman og er orðinn einn stór sekkur. Það þýðir einfaldlega það að þetta verður kannski ekki eins stór aðgerð og búist var við.
Á morgun heyrum við svo aftur í lækninum og fáum að vita með framhaldið. Aðgerðin verður gerð en vitum ekki enn dagsetninguna á henni.
Nú er svo komið að stelpu skottið mitt virðist hafa óþol fyrir plástrum en hún verður að hafa plástur yfir þessu því það vellur vökvi úr bólunni og hvimleitt að láta fötin límast við sig og blæða í gegn. Þess vegna er það hennar hagur að hún fari sem fyrst í aðgerðina. Hún er komin með blæðandi sár undan líminu á plástrinum.
Farin út með skottunni minni að hjóla eða eitthvað álíka. Yndislegt veður í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 11:29
Call me nuts!
Nú er komið að því.
Ég ætla að selja fiskabúrið mitt. Það er 175 lítra. Með því fylgir dæla, hitari og ljós. Nýtt svona búr kostar um 80.000 svo ég ætla að vera sanngjörn. Má bjóða í það. Heimsending í boði.
.....ó....hélstu að ég ætlaði að hætta með fiska?!?!?!.....
nei...ekki svo gott var það......
Nú langar mig að toppa hana DA vinkonu mína og fá mér 600 lítra búr
.....ó...hélstu að ég væri að grínast?
NEI!
í alvöru, þá er þetta draumurinn. Hver veit nema hann rætist....fljótlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.6.2008 | 15:36
Þriðjudagur 10. júní 2008
...þá eigum við Sunna að koma inn á Barnaspítala Hringsins og þar mun hún byrja daginn á því að fá svokallað skuggaefni og í röntgen. Þá kemur það fyrst í ljós hvers eðlis þetta er og hversu mikil aðgerð er í nánd.
Dagarnir í vinnunni hafa verið hálf skrítnir. Svona nokkurskonar "öll ljós kveikt en enginn heima" og ekki bætir úr því þegar ég er ný búin að taka inn sterapústið mitt, þá líður mér eins og ég sé með svo mikla orku sem þarf að springa út einhverstaðar og þar sem ég get ekki látið hana springa út í vinnunni, þá byrja ég að titra. Mjög óþægileg tilfinning. Annars sprakk ég á því í gær í vinnunni og náði mér í blauta tusku og fór að þrífa allt á skrifborðinu mínu, henda ónýtum teikningum og laga allt til. Þegar ég var búin að taka kastið leið mér bara ekkert betur. Allt í einu horfði ég á borðið mitt sem var tómt og fór að velta því fyrir mér hvort ég komi ekki örugglega aftur í vinnu
Þarf greinilega að pústa mig bara þegar ég kem heim....þá verð ég eins og stormsveipur um húsið
Lá við að ég sótti slatta úr ruslinu aftur til að hafa á borðinu....svona bara til að friða allan þennan tómleika á skrifborðinu
Í dag var svo sumarhátíð í leikskólanum hjá Sunnu og þar sem ömmur og afar eru ekki tiltæk gat ég ekki látið mig vanta. Mætti í ágætis veðri, krakkarnir í góðum gír og allir með mömmu, pabba, ömmu eða afa hjá sér til að halda í höndina á. Ein úr Sunnu hóp hafði ekki neinn og varð að láta eina fóstruna nægja. Það stakk mig og var afskaplega þakklát því að hafa pressað út að ég færi á hátíðina og blandað geði við aðra foreldra og börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 20:35
allt er breytingum háð.
Ég fór með litla stýrið mitt til barnaskurðlæknis í dag. Ég vissi ekki hverju ég átti von en ekki þeirri niðurstöðu sem þessi ágæti læknir kom með.
Hún er með svokallaða Branchiogen sinus sem myndi þýðast sem "þistilgöng". Þetta er svosem ekki banvænt (held ég) en allavega nógu slæmt að þetta kostar innlögn á spítala í 2-3 dag og skurðaðgerð.
Á netinu fann ég að þetta væri nokkurskonar æxli sem þyrfti í öllu falli að skera í burtu, ef það er ekki gert, getur æxlið umbreyst í illkynja. Fann síðu sem er á þýsku sem lýsir þessu vel og hvað er gert og hvers vegna þetta kemur en þar sem ég er ekki það sleip í þýskunni ætla ég ekki að reyna að þýða meira!
Ekki ætla ég að kvarta yfir einhverri spítalavist því ég hef búið á spítala með mið-stelpuna í heilt ár samfleytt og kvartaði aldrei yfir því. Þetta einstaka starfsfólk spítalanna gerðu okkur dagana bærilega í þá daga. Margir eyða meiripartinum af sínu lífi á spítala svo maður á ekki að geta kvartað. Með hraustasta barn ever.
Á morgun fáum við að vita hvenær innlögnin verður en hann vildi flýta því sem allra mest (og ekki veit ég afhverju en það er oft þannig að okkur "venjulega" fólkinu er kannski ekki sagður allur sannleikurinn. Ég vona að það sé ekki í þessu tilfelli) Við munum taka þessu með jafnaðar geði eins og svo mörgu öðru.
Á heimleiðinni í dag missti ég úr slag! Var stopp á rauðu ljósi í talsverðri umferð og lít í spegilinn en þá sé ég skelfingarsvipinn á ökumanninum þegar hann áttaði sig á því að hann var að klessa á. Með naumindum stoppaði bíllinn hans, örfáum sentímetrum fyrir aftan minn!! sjæsinn hvað mér leið illa lengi á eftir. Langar síst af öllu að lenda aftur í aftanákeyrslu. Það er eitt af því versta sem hefur hent mig á minni lífsleið....so far!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 10:46
minningar
Það er ótrúlegt hvað minningar geta hellst yfir mann þegar maður á síst von á því. Sterarnir sem ég er á gera það að verkum að ég á mjög erfitt með að sofna á kvöldin ef ég tek þá of seint. Gærkvöldið var einkennandi fyrir það!
Ég hafði meira að segja gleymt iPod-inum mínum í vinnunni svo ég gat ekki sofnað út frá sögu svo ég laumaði mér í iPodinn hans Stefáns. Ég hafði hent inn nokkrum lögum á hann sem ég gat sofnað við.
Eitt lagið sem ég hlustaði á fyllti mig af minningum. Minningum um vinkonu sem ég hef vanrækt að heimsækja svo lengi. Þessi ágæta vinkona mín kynnti mig fyrir þessu lagi og hef ég haldið mikið upp á það síðan. Afskaplega fallegt lag.
Dóttir þessarar vinkonu minnar átti svo afmæli í gær og var okkur boðið í afmælispartý á sunnudeginum. Ég guggnaði á að mæta. Þekki lítið sem ekkert af fólkinu svo ég lofaði að kíkja síðar á þær mæðgur.
Netið er þess valdandi að maður hittir orðið æ sjaldnar fólk, sérstaklega ef viðkomandi einstaklingar eru með blogg síður eða heimasíður fyrir börnin sín, þá einhvernvegin "nægir" að kíkja á síðurnar og lesa og skoða myndir. Stundum vildi ég óska að síma auglýsingin hefði rétt fyrir sér og netið væri bara bóla!
Alltaf skal maður reyna að lofa öllu fögru með tíðari heimsóknir, símaspjall eða meiri tíma en í hraða nútímans virðist maður aldrei geta efnt þessi loforð.
Ég þrái ekkert heitar en að geta gefið börnunum mínum meiri tíma, heimsótt ættingja oftar, hitt vinina meira en í afmælisboðum, átt nokkuð fleiri stundir með ömmu og afa áður en þau verða öll. Kannski er þetta spurning um skipulagningu en mitt mat er það að þegar maður vinnur frá 8-4, þá er afskaplega lítill tími til eins né neins því ekki líður á löngu þar til maður þarf að huga að matnum og svo að koma yngri krökkunum í rúmið. Eins þarf maður að sinna hinum helmingnum. Helgarnar væru kannski góðar í að heimsækja vini og ættingja en þá er bara svo freistandi að vera heima í rólegheitum með krökkunum. Sunnu þykir ekkert leiðinlegra en að fara eitthvað í bílnum, vill helst vera heima að leika sér við sína vini. Sandra Dís er sama sinnis en Viktoría er eins og fuglinn, flýgur þangað sem hugurinn reikar.
Í haust fer litla daman mín í skóla. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að minnka við mig vinnuna sem því nemi til að þurfa ekki að setja hana í "geymslu" þar sem allt of mikið af krökkum er og undirmannað í of litlu húsnæði. Ég hef möguleika á þessu og ætla að gera þetta. Ég skil líka alveg foreldra sem ekki hafa tök á því að minnka við sig vinnu. Ég kem þá líka til móts við Dísina mína sem þarf líka á mér að halda.
Ég verð því að sætta mig við minningar um ættingja og vini.....í bili.
Þetta lag er minningin mín um kæra vinkonu AE. Ef þú lest þetta þá vil ég bara segja þér að mér þykir rosalega vænt um þig og ég ÆTLA að kíkja mjög fljótlega á ykkur mæðgur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín